Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 38
Brjóstaaðgerðir Framh. af bls. 36. Þetta er gert á skurðstofu læknisins í fjórum til átta hálf- tíma heimsóknum og fer það eftir stærðinni, sem óskað er eftir. Lítill sársauki er því samfara og það skilur ekki eftir nein ör. Aðgerðin er ein- faldlega fólgin í því að sprauta litlu magni af silicone í brjóst- in, þar sem það myndar eins konar vasa fulla af óskaðlegu hlaupi. Þessi aðferð er notuð í æ rík- ara mæli. Skurðlæknirinn, sem ég heimsótti notar hana oftast. Sjúklingurinn slappar af á þægilegum, hvítum leðurstól í sjúkrastofu hans. Þægileg hljómlist er leikin af plötu. Konan finnur varla fyrir nálar- stungunni og á fáeinum mín- útum er allt um garð gengið. Eftir aðgerðina getur hún far- ið út að verzla eða haldið heim aftur til húsverka sinna. Eftir síðustu sprautuna er ekki þörf frekari læknisvitjana. Skylt er þó að geta þess, að ýmsir læknar hafa lýst sig andvíga þessari aðferð, þar sem silicone droparnir í brjóstinu geta valdið erfiðleikum með að finna meinsemdir, sem síðar kunna að myndast í brjóstinu, auk þess sem þeir verða ekki á sama hátt og púðinn teknir burt í fljótheitum ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. • Skurófæknirinn Framh. af bls. 27. neyddi sig til að vera glöð og kát, til að eyðileggja ekki há- tíðina fyrir þeim. Þá h'afði hún þegar ákveðið að binda enda á þetta allt, og þann 19. janúar sl. reyndi hún að svipta sig lífi með því að stökkva út úr lestinni. En harmleikurinn fékk gleðilegan endi. Unnusti hennar gekk um gólf fyrir utan sjúkrastofuna meðan hættan eftir fyrri upp- skurðinn leið hjá og þegar síð- ari uppskurðurinn var afstað- inn og búið að uppgötva hvað að var, sökkti hann sér niður í sjálfsásakanir. Hefði hann aðeins vitað hvað að var, hefði hann gert allt sem í hans valdi stóð fyrir hana sagði hann. En hann átti enga sök á mál- inu. Hver var ábyrgur? Og hvernig gátu svo örlagarík mis- tök átt sér stað á sjúkrahúsinu? Dr. Schröder, sem var yfir- læknir á handlæknisdeild hér- aðsjúkrahússins í Rinteln og framkvæmdi uppskurðinn á Evelyn árið 1963, var í sumar sem leið veitt lausn frá emb- ætti með eftirlaunum, þrátt fyrir að hann var enn ekki kominn á eftirlaunaaldurinn. Þetta var áður en mál Evelyn- ar kom fram í dagsljósið. Eii' héraðssjúkrahúsið í Rinteln hafði verið undir smásjá þess opinbera nokkrum sinnum á þeim árum, sem hann var þar yfirlæknir. Árið 1952 komst upp að tveim nýfæddum börn- um hafði verið ruglað á sjúkra- húsinu og árið 1964 urðu tvenn óhöpp við uppskurði. í annað skiptið gleymdist eittr hvert verkfæri í sári og enn varð einn af sjúklingunum að gangast undir uppskurð á ný, vegna þess að sárakompressa hafði gleymzt inni í honum. Dr. Schröder hefur enga ástæðu til að kvarta yfir meðferðinni á sér. Þegar hann hætti störfum fékk hann út- borguð laun, sem námu um 800,000 ísl. krónum, og hann hefur opnað einkalæknisstofu í annarri borg. Evelyn er nú algerlega laus við þjáningar og eins hamingju- söm og hægt er að vera. Hún mun brátt ganga að eiga þann mann, sem yfirgaf hana ekki þegar verst stóð á fyrir henni. En samúð vor beinist ekki hvað sízt að þeim manni, sem fann orsökina fyrir þjáning- um Evelynar, dr. Albert Jonas. Hann er ekki myrkur í máli, þegar hann segir frá hinni væg- ast sagt kærulausu umgengni fyrirrennara síns við skurð- læknistæki. Nú hefur hópur vestur-þýzkra lækna ráðizt að honum fyrir ófélagslegt athæfi, að þeirra áliti. Hann hefði ekki átt að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. En sé samvizkan hrein hjá nokkrum manni, þá er hún það hjá honum, og hann getúr þess vegna látið þessar árásir sem vind um eyrun þjóta. Sendibréf Framh. aí bls. 31. ár er það spurðist frá Rúðu- borg á Frakklandi, að íslenzk- ur farmaður af Snæfellsnesi, Pétur Sigþórsson frá Kletta- koti, hafði verið myrtur þar. Franskur sjómaður skaut hann til bana. Það skiptust sem sé á Ijós og NÝI AUGLÝSINGASÍMiNN OKKAR ER 11782 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.