Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 12
Það var verið að æfa upp á kraft í Þjóðleikhúsinu þegar við litum þar inn eitt kvöldið. Hér eru allir aðalsöngvararnir saman- komnir nema Svala Nielsen sem ekki var viðstödd. Frá vinstri: Það er gott, að Guðmundur Jónsson hefur breiðar herðar, því að á þeim hvílir enginn smáræðis þungi: hann leikur hvorki meira né minna en barítónhlutverkin fjögur, Lindorf, Coppelius, Dapertutto og dr. Miracle, erkióvin Hoffmanns í mismunandi gervum. Guðmundur Guðjónsson verður dúkkusmiðurinn og upp- finningamaðurinn Spalanzani. Sigurveig Hjaltested er Nikulás, hinn tryggi vinur og félagi Hoffmanns. Jón Sigurbjörnsson er Crespel, faðir Antoniu. Þuríður Pálsdóttir leikur gleðikonuna fögru, Giuliettu. Eygló Viktorsdóttir verður dúkkan Olympia sem heillar Hoffmann í fyrsta þættinum. Og Magnús Jónsson er kominn heim frá Danmörku til að túlka hlutverk Hoffmanns sem hann fékk með afbrigðum góða dóma fyrir þar ytra. þeim í faðmlögum, og ein- vígi milli keppinautanna er óhjákvæmilegt. Dapertutto fær Hoffmanni sverð sitt, og svo fer, að Schlemil lætur lífið. En þegar Hoffmann hraðar sér á fund Giuliettu sér hann hana líða á brott * í gondól — í örmum nýs elskhuga. Þannig endar annað ævin- týri Hoffmanns. ÞRIÐJI þáttur gerist í Múnchen í húsi dr. Cres- pels. Antonia, dóttir hans, situr við harpsíkord og syng- ur. Hún elskar Hoffmanni, en faðir hennar hefur stíað þeim í sundur, og hann bannar henni líka að syngja, því að hann óttast, að á- reynslan verði henni að bana á sama hátt og móður henn- ar forðum; Antonia hefur ekki einungis erft undursam- lega söngrödd hennar, held- ur einnig tæringuna sem dró hana til dauða á unga aldri.' Crespel kemur að henni ör- magna, en þegar hann álasar henni fyrir að rjúfa heit sitt að syngja ekki framar afsak- ar hún sig með því að andi Barkaróluna frægu syngja þær Þur’íður Pálsdóttir og Sigurveig Hjaltested. ætla að falla fyrir töfrum Giuliettu. Hoffmann hlær háðslega við tilhugsunina um að verða ástfanginn af gleðikonu. Hann tekur ekki eftir Dapertutto, óvininum Lindorf í enn öðru gervi, sem nálgast hægt og horfir á eftir þeim meðan þeir ganga út. Dapertutto er ákveðinn í að fá Giuliettu til að fanga fyrir sig sál Hoffmanns eins og hún hefur þegar rænt sál síns núverandi elskhuga, Schlemils. Þegar hún færist undan sýnir hann henni stóran demant sem hann býður henni að launum. Auk þess endurtekur hann háðs- yrði skáldsins í hennar garð. Giulietta reiðist og heitir því að gera Hoffmann að auðsveipum þræl sínum. Það er barnaleikur fyrir hana að vinna ást hans, og hún lokkar hann til að líta í töfraspegil Dapertuttos, en þannig nær hún sál hans á sitt vald. Schlemil kemur að eða bátssönginn, en Hoff- mann ákallar Bakkus í stað Venusar og vill ekki neina tilfinningasemi. Giulietta fer með gesti sína til að spila á spil, og Nikulás flýtir sér að segja við Hoffmann, að hann hafi tvo söðlaða hesta reiðu- búna og muni hafa hann á brott með sér ef hann virðist Þannig endar fyrsta ævin- týri Hoffmanns. ANNAR þáttur gerist í Feneyjum. Gleðikonan Giulietta heldur veizlu í höll sinni, og Hoffmann og Nikulás eru meðal gesta. Giulietta og Nikulás syngja saman barkaróluna frægu 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.