Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 42
FILTRAL SÓLGLERAUGU HÆFA YÐUR BEZT Hín vestur-þýzku FILTRAL sól- gleraugu eru sérstaklega löguð og slípuð til að hæfa augum yðar sem bezt og vernda þau í sterku sól« skini. FILTRAL sólgleraugu eru smekkleg og nýtízkuleg og fdanleg í ótal gerðum. FILTRAL sólgler- augu eru ódýr og fást í helztu sér- verzlunum um land allt. 'snM ® Heildsölubirgðir: H. Gunnarsson, Hverfisgata 39, sími 19559. sást í öðru munnvikinu. Augu hennar voru starandi. Hún leit hægt og óhikað á George. „Við förum þá til sjúkrahúss- in& i Bad Schwennheim á morgun?“ sagði hún með sett- legum framburði. „Nei, það held ég ekki. Við förum fyrst og heimsækjum séra Weichs í Stuttgart. Ef hann veit eitthvað, þurfum við ef til vill ekki að fara til Bad Schwenn- heim.“ Hún kinkaði kolli. „Ég held að þér hafið rétt fyr- ir yður, herra Carey." Hún leit á glasið sitt augna- blik, lauk svo úr þvi í einum teyg og stóð á fætur. „Góða nótt, herra Carey,“ sagði hún fastmælt. „Góða nótt, ungfrú Kolin." Hún tók tösku sína, sneri sér við svo andlit hennar vissi beint á dyrnar. Síðan lagði hún af stað í beina stefnu. Minnstu munaði að hún velti einu borð- inu um koll. Hún slagaði ekki. Hún skjögraði ekki. Það var undravert dæmi um sjálfstjórn. George sá hana ganga út úr veitingasalnum, breyta um stefnu i átt að stúku dyravarðar- ins, taka lykil sinn og hverfa upp stigann. Hlutlausum áhorf- anda hefði ekki dottið i hug, að hún hefði drukkið neitt sterk- ara en glas af Rínarvíni... Sjúkrahús Hins heilaga hjarta var drungaleg múrsteinsbygging skammt fyrir utan Stuttgart á leiðinni til Heilbronn. George hafði sent séra Weichs langt símskeyti, þar sem hann minnti hann á heimsókn herra 42 Moretons 1939 og lét í ljós óskir sínar um að fá að kynnast prest- inum. Hann og ungfrú Kolin þurftu aðeins að biða fáeinar minútur, þar til nunna kom og fylgdi þeim um heilt völundar- hús af steingöngum að herbergi prestsins. George mundi að presturinn talaði vel ensku, en honum virt- ist betur viðeigandi að heíja samtalið á þýzku. Hvöss, blá augu prestsins litu af einu þeirra á annað, meðan ungfrú Kolin þýddi kurteislega skýringu Georges á erindi sinu og von hans um að simskeytið — sem lá á borðinu — hefði komizt til skila... Kjálkavöðvar séra Weichs höfðu bifazt órólega á meðan hann hlustaði. Nú greip hann fram í á ensku: „Já, herra Carey, ég man eftir herra Moreton og eins og þér sjáið, hef ég fengið símskeytið frá yður. Gjörið svo vel að fá yður sæti.“ Hann benti þeim á stólana og gekk aftur til skrif- borðs síns. „Jú, ég man vel eftir þeim manni,“ sagði hann. „Ég hafði ástæðu til þess." Hann brosti út í annað munn- vikið svo hrukkurnar dýpkuðu í mögru andlitinu. Hann hafði göfugmannlegt höfuðlag, hugs- aði George. Manni varð fyrst fyrir að ímynda sér að hann gegndi háu embætti innan kirkj- unnar. En svo kom maður auga á gamla, klunnalega skóna undir borðinu og imyndunin dofnaði. „Hann bað mig fyrir kveðju til yðar,“ sagði George. „Kærar þakkir ... Það var nú ekki maðurinn sjálfur, sem varð mér tilefni til að muna eftir hon- um. Gamall maður deyr. Ég er skriftafaðir hans. Herra Moreton kemur til mín og ber fram spurn- ingar um hinn látna. Það er í sjálfu sér ekki sérlega óvenju- legt. Margar þýzkar fjölskyldur eiga vandamenn i Ameriku." Hann gerði hlé á máli sinu. „En atvikið festist í minni manns," sagði hann þurrlega, „er í ljós kemur að lögreglan hefur áhuga á því.“ „Lögreglan?" George gerði eins og hann gat til að verða ekki sakbitinn á svip. „Skömmu fyrir jól 1940 kom lögreglan til að spyrja mig út úr um heimsókn herra Moretons árið á undan. Ég sagði þeim það sem ég vissi. Þeir skrifuðu það niður og héldu burt. Tveim vik- um síðar komu þeir aftur ásamt öðrum mönnum — ekki úr lög- reglunni heldur frá Gestapo. Þeir höfðu mig með sér til Karls- ruhe.“ Það kom hörkusvipur á andlit hans. „Þeir sökuðu mig um að Ijúga varðandi heimsókn herra Moretons. Þeir sögðu að þetta mál hefði afar mikla þýð- ingu fyrir das Reich. Þeir sögðu, að ef ég ekki segði þeim það sem þeir vildu fá að vita, myndi farið með mig á sama hátt og farið hefði verið með nokkra af kirkjubræðrum mínum." Hann hafði horft í gaupnir sér. Nú lyfti hann höfðinu og horfðist í augu við George. „Ef til vill haf- ið þér einhverja hugmynd um, hvað þeir vildu fá að vita, herra Carey." George ræskti sig. „Ég gæti hugsað mér, að þeir hafi viljað fræðast um mann að nafni Schneider." Presturinn kinkaði kolli. „Já, mann að nafni Schneider. Þeir sögðu að herra Moreton hefði verið að leita að þessum manni og að ég leyndi vitneskju minni. Þeir héldu að ég vissi hvar þessi umgetni maður væri, sem væri erfingi að hinum amerísku milljónum og að herra Moreton hefði keypt mig til að þegja til þess að peningarnir gætu verið kyrrir í Ameríku." Hann yppti öxlum. „Hið raunalega við vonda menn er að þeir geta ekki trúað þeim sannleika, sem ekki fellur í réttar skorður hjá þeim.“ „Höfðu þeir engan áhuga á Friedrich Schirmer?" „Nei. Ég held að þeir hafi að lokum álitið það einhvers konar bragð af hendi Moretons til að villa um fyrir þeim. Ég veit það ekki. Máske hafa þeir aðeins orð- ið þreyttir á mér. Að minnsta kosti létu þeir mig fara. En eins og þér sjáið, hafði ég ástæðu til að minnast herra Moretons." „Já. En ég fæ ekki séð hvern- ig hann hefði átt að renna grun í alla þá erfiðleika, sem hann hefur valdið yður.“ „Ó, ég ber engan kala til hans, herra Carey.“ Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum. „En ég vildi gjarnan fá að vita hið rétta.“ George hikaði. „Fjölskylda Friedrich Schir- mers var aukagrein af þeirri Schneider-ætt sem um er að ræða. Það myndi taka iangan tíma að útskýra skyldleikann þar á milli, en ég get sagt yður, að þýzku stjórninni var ekki kunnugt um hann. Þetta hefur alltaf verið mjög sérkennilegt mál. Það hafa þegar komið fram svo margir falskir erfingj- ar, að jafnvel þótt lögmætur erf- ingi fyndist nú, myndi honum reynast geysierfitt að vinna mál- ið fyrir amerískum dómstólum. Sennilegast er að enginn erfingi finnist og renna þá peningarnir sjálfkrafa til þess opinbera í Pennsylvania." „Hvers vegna eruð þér þá hingað kominn, herra Carey?" „Að nokkru leyti vegna þess að fyrirtæki mitt tók við mál- inu af herra Moreton, að öðru leyti vegna þess að nú á að kom- ast til botns í málinu til þess að fyrirtæki mitt geti fengið greidda þóknun sína. Ég ætti ef til vill að bæta þvi við, að ef lögmætur erfingi skyldi finnast á hann eða hún að fá peningana en ekki rikissjóður. Ríkið fær hvort sem er meiri hluta upp- hæðarinnar i erfðaskatt, en það er engin ástæða til að réttur aðili ætti ekki einnig að hafa ánægju af henni." „Var Friedrich Schirmer lög- mætur erfingi?" „Það áleit herra Moreton." „Hvers vegna sagði herra Moreton þá ekki erfðaréttinum frá þvi?“ FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.