Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 36
SVEFNSÓFASETT Ný gerð af settum. Sófanum má breyta í svefn- sófa með einu handtaki. Þægileg húsgögn í ein- staklingsherbergi og litlar íbúðir. Póstsendum. SEDUUS s.f. IIÍySGAGNAVEIIZLUN Hverfisgötu 50 — Sími 18830. • Brjóstaaðgerðir Framh. af bls. 23. í skynsamlegan megrunarkúr. Hvaða vit er í að setja tvo smáa blómknappa á of feitan líkama?“ Sjúklingurinn er fyrst látinn gangast undir alhliða rannsókn á heilsufari og þyngd. Síðan eru brjóstin rannsökuð til þess að ganga úr skugga um, að þau séu í góðu ásigkomulagi. Að því loknu ákveður skurðlæknir- inn hvort um meiri háttar að- gerð verði að ræða og hvernig lögun þeirra verði bezt bætt. Ef þau eru of stór, er megrunar- kúr fyrst nauðsynlegur, síðan meiri háttar skurðaðgerð. Því fylgir tíu daga lega á sjúkra- húsi og kostnaðurinn er kring- um £250. Aðgerðin er all flókin og vandasöm. Skurður er gerður kringum brjóstroðann, annar í beina línu niður eftir brjóstinu og sá þriðji í boga undir brjóst- ið. Húðinni er flett frá, hluti af kirtlinum numinn brott og húðfliparnir saumaðir saman aftur. Geirvartan helzt áföst við brjóstvefinn undir henni, næm- leiki hennar er ekki skertur og konan getur haft barn á brjósti eftir sem áður. En henni er lyft með annarri aðgerð, þar sem hún myndi annars verða neðan á brjóstinu. Oft geta stór brjóst valdið konunni svo mikl- um óþægindum, líkamlegum sem andlegum, að aðgerð sem þessi verður að teljast nauð- synleg. Gagnstætt algengara vanda- máli eru vanþroskuð brjóst. Margar aðferðir hafa verið reyndar til lagfæringar á þessu — sumar hverjar lífshættuleg- ar, eins og innspýtingar með vaxi, sem inniheldur paraffin, og sannáð hefur verið að valdi krabbameini. Aðrar hafa reynzt endast um takmarkaðan tíma, eins og að græða fituvef á brjóstin. Þetta stækkar þau í fyrstu en líkaminn dregur smátt og smátt í sig fituna aftur og þau fá sína upphaf- legu stærð. Þriðja aðferðin notuð til skamms tíma er sú, að koma fyrir undir húðinni púða (prosthesis) úr svampkenndu efni, sem er skaðlaust- fyrir brjóstvefinn. Þetta er ekki heldur varanlegt. Árangurinn er góður í fyrstu, en púði af þessu tagi vill rýrna og harðna. Hann veldur óþægindum auk þess sem konum mun finnast það léleg uppskera af sjúkra- húslegu og ærnum tilkostnaði að vera svo kallaðar harð- brjósta! En nú hefur ný aðferð verið fundin af amerískum lækni, dr. Thomas J. Cronin, sem gerði sér ljósa þá möguleika, sem silicone gæti haft fyrir brjósta- aðgerðir. Þegar tilraunir í efna- rannsóknarstofum höfðu sann- að, að efnið gæti engin skað- leg áhrif haft, gerði hann fyrsta uppskurðinn þar sem hann notaði silicone púða til þess að stækka brjóstið. Silicone er hið ákjósanleg- asta efni í brjóstpúða. Silicone gúmmí sem framleitt er til lyfjanotkunar er nærri alger- lega hlutlaust efni, það hvorki harðnar né gengur úr sér og það helzt kyrrt á sínum stað án þess að síast út í eða hafa að öðru leyti áhrif á aðliggjandi vefi. Púðinn er poki, gerður úr silicone himnu og fylltur af hálffljótandi, glæru, hlaup- kenndu silicone. Gagnstætt þeim efnum, sem áður hafa verið notuð, helzt silicone hlaupkennt. Þetta þýðir, að brjóstin verða ekki aðeins fögur á að líta, heldur einnig eðlileg viðkomu. Að koma silicone prost- hesis fyrir undir brjóstinu krefst meiriháttar skurðaðgerð- ar. Skurður er gerður og pok- anum stungið innfyrir. Pokinn er á undirstöðu úr Dacron neti, sem heldur honum kyrrum á sínum stað við brjóstvegginn. Húðin er síðan saumuð saman og yerða örin ósýnileg á skömmum tíma. Silicone brjóstpúðinn er flutt- ur inn frá Ameríku og kostar £75. Aðgerðin öll, að með- taldri fjögurra daga sjúkrahús- dvöl, kostar um £315. Þessi aðgerð er framkvæmd á konum, sem orðið hafa að gangast undir ítrekaðar skurð- aðgerðir vegna meinlausra æxla og hafa fengið eins konar „krabbameinsmeinloku“. Ráð- leggur þá skurðlæknirinn þeim ef til vill að láta fjarlægja allan brjóstvefinn og setja sili- cone púða í staðinn til þess að firra þær frekari áhyggj- um. Silicone prosthesis aðgerð er einnig framkvæmd ef brjóst- in hafa misst allt lag og slapa. En til er einfaldari aðferð til að stækka vanþroskuð brjóst, sem annars hafa góða lögun. Hún er einnig miklu ódýrari (um £105) og konan þarf ekki að fara á sjúkrahús. Framh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.