Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 21
VALDAMENNIRNIR ERU MANNLEGIR EINS OG ALLIR AÐRIR - segir frú Mary Wilson forsætisráðherrafrú ^______ ^——- Bretiands FRÚ Mary Wilson er fjörutíu og sjö ára gömul, en lítur út fyrir að vera yngri. Grannvaxin með gullið hár og fín- gert hörund. Framkoma hennar er kyrrlát. Hún er skynsöm kona og látlaus, og hún er fastráðin í að láta upphefðina ekki stíga sér til höfuðs. Það er vandasamt hlutverk að vera forsætisráðherrafrú Bretlands og sífellt í almennings auga, en frú Wilson gerir sér ekki óþarfa áhyggjur af umtali og gagnrýni sem allir í háum stöðum hljóta að verða fyrir. Hún er trygg sínum gömlu vin- um, og hún leggur áherzlu á eðlilegt heimilislíf eftir því sem tími gefst til. „Maðurinn minn hefur alltaf verið svo störfum hlaðinn, að ég lærði snemma að standa á eigin fótum og vera ekki að íþyngja honum með smávægilegum vandamálum," segir hún. „Stundum hafði ég áhyggjur af lasleika drengjanna eða ef þeir duttu og meiddu sig eða eitthvað þvíumlíkt. En það dugði ekki að rella og rausa um svoleiðis hluti. Stærri ákvarð- anir tókum við þó alltaf í sameiningu.“ Nú er eldri sonurinn, Robin, kominn til Oxford, en Giles er enn í menntaskóla. Þeir hafa báðir áhuga á stjórnmálum, en eru ekkert sérstaklega pólitískir. „Sem betur fer. í póli- tíkinni má aldrei vera nein hálfvelgja — maður sem gerir stjórnmál að atvinnu sinni verður að vera viðbúinn að fórna einkalífi sínu og frístundum. En maðurinn minn hefur samt alltaf tekið sér tíma til að vera með drengjunum og tala við þá, helzt á hverjum degi. Og í lengri fríum erum við náttúr- lega öll saman.“ Hún er eldheitur sósíalisti, ef til vill meira af tilfinninga- semi en rökvísi, og þau hjónin ræða oft saman um stjórnmál. „Ég reyni auðvitað ekki að hafa áhrif á skoðanir hans í stjórnmálum sem ég hef ekki nægilegt vit á, en ég segi hon- um hvað mér finnst.“ f veizlum drekkur hún í mesta lagi eitt glas af víni, borðar afar lítið. „Við borðum oftast kalt kjöt og hrásalat þegar við erum ein heima. Ekkert okkar er hrifið af íburðarmiklum réttum eða mikið krydduðum mat." Hún klæðir sig látlaust og smekklega. Áður fyrr var hún mest í peysu og pilsi, en nú eru það kjólar og dragtir. „Ég reyni að líta þokkalega út og vera snyrtileg, enda þarf ég ekki að óhreinka mig lengur við garðyrkju og gólfþvott. En ég kann ekki við mig í skrautlegum fatnaði." Þegar hún hefur tíma aflögu yrkir hún ljóð. Frú Wilson er hlédræg kona og dálítið feimin, og til að byrja með kveið hún alltaf fyrir stórveizlum. „En það var ástæðulaust. Ég hef komizt að raun um, að flest fólk er hjartahlýtt og alúðlegt og svarar í sömu mynt ef maður sýnir því vináttu. Þar eru valdamennirnir engin undantekning. Þeir eru mannlegir eins og allir aðrir... og einmitt af því að fólk þorir ekki að nálg- ast þá þarfnast þeir hlýju og góðvildar, kannski meira eni nokkur venjulegur maður." FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.