Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 19

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 19
0IN kona var á undan henni í biðstofunni - tví tug stúlka, með fölt órólegt and- lit. Hendur henn ar, sem héldu á brúna umslag- inu, titruðu of- urlítið. Umslag- ið var frá opin- berri stofnun og prentað á eitt hornið: Konunglega heilbrigðis- ráðið — þjónusta. Hjúkrunarkonan kallaði á hana inn og Grete Rosenberg varð ein í biðstofunni. Tímarit- unum á borðinu var raðað í snyrtilegan hlaða. 1 blómaborð- inu undir glugganum voru sex þrifleg pottablóm. Gulir birki- stólarnir sýndust óþægilegri en þeir voru. Af gólfinu var dauf hreingerningaiykt. Nafnskiltið á dyrum Iækningastofunnar virtist svo blátt áfram og skrumlaust: DR. HOFFMANN. Grete Rosenberg tók efsta tímaritið í hlaðanum, fletti þvi, reyndi að lesa en varð þess fljót- lega vör, að hún skildi ekki það sem hún las. Hún lagði blaðið frá sér aftur og reyndi að slappa af. Hugur hennar hvarflaði úr bið- stofunni. Hún sá tekk-afgreiðslu- borðið í ferðaskrifstofunni þar sem hún vann — á þessum tima dags var lítið um að vera þar en um fimm leytið myndi aftur vera kominn iðandi ferðamanna- straumur. Hún sá sjálfa sig bak við borðið selja hópferðalög til Miðjarðarhafslandanna eða Kan- aríeyja. Hún heyrði sína eigin rödd skýra fyrir viðskiptavinun- um hvers vegna ferðir þeirra væru dýrari en hinar ódýrustu auglýsingaferðir minni ferða- skrifstofanna, sömu leiðinlegu romsuna upp aftur og aftur: gæði, þjónusta og öryggi. Sú, sem sat í biðstofu doktor Hoffmanns var einhver önnur, óþekktur líkami, líkami, sem var kvalinn og hræddur. Hræddur við vissuna, hræddur við lækn- inn, hræddur við sjálfan sig. Hin yfirþyrmandi óttatiifinn- ing fór að grípa um sig aftur, fyrst eins og hnefastór klump- ur undir bringsmölunum, sem síðan óx stöðugt, þar til hjartað tók að ólmast og brjóstkassinn virtist of þröngur fyrir lungun. Þetta var engin ný og skyndi- leg tilfinning. Nei, hún var þegar orðin henni kunnug eins og leið- um og ógnvekjandi gesti, sem hún gæti ekki flúið undan. Henni hafði tekizt að halda henni mjög leyndri. Hún var einn bezti sölumaður ferðaskrif- stofunnar. Hún hafði orð á sér fyrir að geta nálgazt ókunnugt fólk og sannfært það. En samt sem áður — nú gerði óttinn vart við sig aftur, hann var að gagntaka hana, brátt myndi hún finna hann eins og kalda, kremjandi greip um hjart- að. Hún hefði átt að fara til sál- fræðings fyrir mörgum árum og láta hann hreinsa þessi óþæg- indi úr undirvitund sinni. En jafnvel sálfræðingur var oftast karlmaður í hvitum slopp — einmitt maðurinn, sem vakti hjá henni þennan óskýranlega ótta. Opinskáa, jafnlynda Grete Rosenberg ... Hún brosti beizkju blöndnu brosi. Opinská út á við, skelfd hið innra. Einsömul með karlmanni var hún ávallt spennt og á varðbergi. Einsömul með karlmanni, sem þar að auki var yfirvald varð hún þurr í munn- inum og gat ekki fært hugsanir sínar í búning. Einsömul með manni í hvítum læknisslopp — hún varð jafn skelfingu lostin í hvert skipti, sem slíkt kom fyr- ir hana. Konan, sem setið hafði í bið- stofunni á undan Grete Rosen- berg kom nú út úr lækninga- stofunni. Hún virtist fegin og glöð. Brúna umslagið hafði hún skilið eftir inni hjá lækninum. Hjúkrunarkonan var komin að litla borðinu aftur einhvers stað- ar að. Rödd hennar var þýð: — Læknirinn getur tekið á móti yður núna, ungfrú Rosenberg. Hún fór inn, fann aðkenningu að svima. Hertu þig nú upp, hugsaði hún. Hættu að láta eins og barn! — Hoffmann ... Hún þvingaði sig til að horfa á hvítklædda manninn. Hoff- mann var hávaxinn, sennilega meira en 190 sentímetrar, þrek- lega vaxinn, hvíti sloppurinn sýndist svo ofboðslega stór og ábúðarmikill. Hann var farinn að grána í vöngum, hátt ennið rann saman við byrjandi skalla, kröftugir andlitsdrættirnir voru mýktir af fitulagi, hann gat ver- ið á ofanverðum sextugsaldri. — Fáið yður sæti á meðan, sagði hann og benti á stól. Sjálf- ur settist hann hinum megin, beint andspænis henni, og tók upp spjaldið. Hann raulaði fyrir munni sér meðan hann las og framkoma hans bar vott um hrjúflega glaðværð, sem litla samúð hefði með kjökri og kveinstöfum. A M M... Rosen- berg ... tuttugu og sex ára ... fyrsta skoðun.. þrautir i kviðar- holi. Hann dró niður gleraugun, sem hann hafði skotið upp á enn ið, leit á Grete Rosenberg og sagði: — Má ég nú heyra hvað að er? Grete Rosenberg svaraði engu. Læknirinn sá aðeins tvö stór sjúklingsaugu og smá kipring við munnvikin, sem gaf til kynna, að hún væri að reyna að tala en gæti það ekki. Hann veifaði uppörvandi til hennar fingrum hægri handar, eins og hann vildi toga út úr henni orð- in. — Þér skuluð vera öldungis ófeimin, ég hef heyrt sitt af hverju á langri læknisævi. Við skulum tala um þetta eins og um smávegis bilun i bílnum yðar sé að ræða — eigið þér ef til vill bíl? Grete Rosenberg kinkaði kolli játandi. — Sjáum til, sagði doktor Hoffmann og hló vingjarnlegum stórkarlahlátri. Ég er vélvirkinn og nú komið þér akandi til mín og eitthvað er að. Hvernig lýsir það sér helzt? — Það eru þrautir, sagði Grete Rosenberg hvíslandi. Þær koma og fara. — Hvenær koma þær og live- nær fara þær aftur? Þér vitið þegar þér sitjið í bílnum hvort það er í brekkunum eða í beygj- unum eða þegar hemlað er, sem eitthvað bjátar á? — Ég veit ekki, svaraði Grete Rosenberg. Ég — ég hef óljósa hugmynd, en hún er svo fárán- leg ... aðeins ímyndun. — Látið mig heyra hana alla vega. Hún gæti varpað ljósi á málið... Grete Rosenberg forðaðist að líta á lækninn. Augnaráð henn- ar leitaði út um gluggann, þangað sem fyrsti roði haustsins var að byrja að gera vart við sig í laufskrúði sjúkrahússgarðsins. Hún var enn hrædd við hann en glaðleg einurð hans dró ofur- lítið úr spenningnum. — Það er sem sagt ef til vill eintóm ímyndun, endurtók hún hikandi. En — nei, ég held ekki, að ég geti sagt það. — Hvers vegna eruð þér blygð- um allt í móttökustofu yfirlæknisins. tafi sem voru á hand' komið frá Þýzkalandi rétt verið í fangabúðunum FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.