Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 13
SKÓLASKOÐUN Á 7 ÁRA BÖRNUM Eftir Ófeig J. Ófeigsson lœkni TENNUR. Nú tala allir og skrifa um tannlæknaskort. Úr þessu er hægt að bæta stór- Iega á sania hátt og gert er i Bandarikjunum og Canada. I>ar er viss stétt kvenna, sem kallaðar eru „dental liygien- ists“. Þessar stúlkur, sem ég ætla að nefna tannsérfræð- inga, stunda, að ég held, 4 ára nám. Þær læra eiginlega allt það sama um tennur og venjulegir tannlæknar að undanskildum tannúrdrætti, tannviðgerðum og tannsmíði. Starf þeirra er í því fólgið að starfa sem aðstoðarstúlk- ur tannlækna í skólum, á sjúkrahúsiun eða í „prívat praxis“. Þær skoða tannhold og tennur, hreinsa burt tann- stein og merkja á sérstök eyðublöð allt, sem tannlækn- irinn þarf að gera við. Hann lítur ekki á sjúklinginn fyrr en jætta er búið og gerir þá við þær tennur, sem merkt hefur verið við. Þegar þess er gætt að sum börn og ungling- ar liafa allar tennur lieilar og önnur ekki meira en 1—2 skemmdar þá liggur í aug- um uppi live mikill tími spar- ast hjá tannlæknunum og lika hversu miklum tíma er sóað liér í starf, sem tannlæknar ættu helst aldrei að koma nærri. Ég býst við að einn tannsérfræðingur ætti að konia á móti hverjum tann- lækni. Þetta myndi stórlækka koStnað við tannlæknaþjón- ustu í skólum og annars stað- ar og gera tannlæknunum starfið ánægjulegra og létt- ara. KOKEITLAR OG NEF- KOKSEITLAR geta verið of stórir, skemmdir eða hvort- tveggja, sem mun aigengast. Of stórir nefkokseitlar geta lokað fyrir neföndun og ef kokeitlarnir eru líka of stór- ir geta þeir þrengt svo munn- kokið að ekki sé neina smá rifa á milli þeirra fyrir neðan úfinn. Barnið verður þá að anda i gegnum iminninn og oft með talsverðiim erfiðis- munum. Það verður því opin- móður sinnar hafi náð yfir- ráðum yfir sér. Þegar faðir hennar er far- inn út aftur kemur Hoff- mann aðvífandi og tryggða- tröllið Nikulás auðvitað með honum. Elskendurnir fallast í faðma og syngja saman ást- arsöng sem þau hafa lengi haft dálæti á. En þau fá ekki að vera í friði nema stutta stund. Antonia heyrir föður sinn koma og hleypur út úr herberginu, en Hoffmann fer í felur. Þjónninn á heimilinu, hinn heyrnardaufi Franz, til- kynnir komu dr. Miracles. Crespel vill varna honum inngöngu, en verður of seinn. Og dr. Miracle, Lindorf í epn einu gervinu, kemur inn hlakkandi og spyr um Antoniu sem hann þykist ætla að lækna með galdra- lyfjum sínum. Crespel harð- neitar að leyfa honum að sjá ungu stúlkuna, en dr. Mira- cle kveðst þá muni skoða hana og gefa henni lækningu úr fjarlægð. Hann lyftir höndunum og bendir á hurð- ir.a að herbergi hennar, hún opnast tafarlaust, og þótt Antonia komi ekki fram læt- ur hann sem hann leiði hana að stólnum og býður henni sæti. Hann spyr hana nokk- urra spurninga og þykist taka púls hennar. Að síðustu skipar hann henni að syngja, Svala Nielsen syngur hlutverk hinnar tæringarveiku Antoniu. og rödd hennar heyrist úr næsta herbergi. Crespel and- mælir kröftuglega og skip- ar honum að fara burt undir eins, en dr. Miracle yfirgef- ur ekki húsið fyrr en hon- um sjálfum sýnist. Nú er Hoffmann farinn að skilja hvers vegna Anto- nia má ekki syngja, og hann ieggst á eitt með föð- ur hennar að sárbæna hana að hætta við sönglistina. Hún lofar með hálfgerðri Framh. á bls. 50. Þeim virðist koma ágætlega saman á æfingum, þótt þeir séu verstu fjandmenn í óper- unni. Guðmundur og Magnús glugga í partítúrinn og ræða eitthvert vafaatriði. LÍF OG HEILSA mynnt og andlitssvipurinn sljór og þreytulegur. Ef kok- eitlar eru sýktir má venju- lega finna bólgna eitla á hálsi undir kjálkabörðum. Bólgu í kokeitlum má skipta i tvennt: 1. bráða (,,akut“) bólgu sem í venjulegu tali er nefnd „liálsbólga“ og 2. lang- varandi („króniska") bólgu, sem oftast er nefnd „skenund- ir liálskirtlar". Bráðri kok- eitlabólgu (hálsbólgu) fylgir liár hiti, „beinverkir" og önn- ur vanlíðan. Hún stendur venjulega ekki nema í nokkra daga. Helstu fylgikvillar lienn- ar geta verið miðeyi-nabólga („hlustarverkur"), aðallega hjá börnum, nýrnabólga, bólg- ur í lijarta og liðuni (bráð liðaglgt). Ef eitlarnir verða skemmdir (sjúkir að stað- aldri) eru þeir eins og litlar eiturverksmiðjur, seni spýta eitrinu stöðugt út í blóðið og geta orsakað marga langvar- andi sjúkdóma eða sjúkleg einkenni svo sem blóðleysi, gigt í vöðvurn, bandvef og liðum kvefgirni, lystarleysi, magnleysi, taugaveiklun auk þess sem víst er að sýktir kokeitlar geta dregið inikið úr andlegum og líkamlegimi vexti og þroska barna og unglinga. Ég álít að miklu oftar ætti að nema burt sýkta hálseitla úr börnum og ungl- ingum en gert er hér. Besti tíminn til þess væri fyrri liirAi sumars, eftir að skólasctur og verkefni eru um garð gengin. Nokkuð er það algengt að annað eða bæði ei; /in hafi ekki gengið niður úr kviðar- holi á 7 ára drengjum, en ganga svo niður á næstu 3—4 árum. Ef þau eru ekki geng- in niður á 11—12 ára drengj- um er talið sjálfsagt að úr þessu sé bætt Og þá oftast með uppskurði, því bæði geta mein sest í kirtlana og pilt- arnir nái ekki fullum þroska. Eftirprentun bönnuð. Næsta grein: Skóiaskoðun á 7 ára börnum. Þriðji liluti. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.