Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 45

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 45
EN y. Hl hefur hús brunnið. EN Blill hefur heimili misst eigur sínar í 1« eldsvoða. EN er fjölskylda illa á vegi stödd vegna þess að ll ekki var vátryggt. ÞÓ eru brunatryggingar ódýrari í dag en nokkru sinni áður. SjóvátruqqifÍiÍiag ísiands? UMBOÐSMENN UM ALLT LAND „Nei, þvi miðúr." „Jœja, það getum við grafið upp síðar. Hvert var nafn hans, séra Weichs, og tignarstaða i hernum?" „Hann hét víst aðeins einu fornafni — Franz, minnir mig. Franz Schirmer. Hann var lið- þjálfi." A SLÓÐ SCHIRMERS FALLHLÍFARHERMANNS Þau gistu í Stuttgart um nótt- ina. Við kvöldverðinn gerði George yfirlit yfir árangurinn af erfiði þeirra. „Við gætum farið rakleitt til Köln og reynt að hafa upp á þeim mörgu, sem bera nafnið Jóhann Schirmer með þvi að leita í manntaisskýrslum borg- arinnar," sagði hann að lokum. „Eða við gætum reynt manna- iista hersins, fundið skjöi Franz Schirmers og komizt yfir heim- ilisfang foreldranna á þann hátt.“ „Köln er stórborg — fyrir stríðið hafði hún nærri miiijón ibúa. En ég hef aldrei komið þangað." „Það hef ég. Þar var Ijótt um að litast, þegar ég kom þangað. Það sem RAF gerði ekki við þá borg, sá stórskotaiiðið okkar um. Ég veit ekki, hvort skjaia- safn borgarinnar bjargaðist eða ekki, en ég hef meiri hug á að reyna herinn fyrst.“ „Gott og vel.“ „Ég held raunar, að manntals- listar hersins séu vænlegri til árangurs, þegar allt kemur til aiis. Þá sláum við tvær flugur í einu höggi. Við verðum þess visari, hvað orðið hafi um Schirmer liðþjálfa, samtimis því að við höfum upp á foreldrum hans. Ég legg til, að við förum til Frankfurt á morgun. Þar get ég haft samband við okkar menn. Þeir vita, hvar þýzku hermanna- listarnir munu vera niður komn- ir. Viijið þér eitt gias af koníaki til viðbótar?" „Já, takk.“ Annað atriði, sem hann hafði veitt athygli hjá ungfrú Kolin, var, að þrátt fyrir að hún drykki senniiega rúma hálfflösku af koníaki yfir daginn, þá virtist hún aldrei hafa timburmenn! Það tók þau nærri tvær vikur að komast að því, hvað þýzki herinn vissi um Schirmer lið- þjálfa. Hann var fæddur í Winterthur árið 1917, sonur Jóhanns Schir- rner, vélvirkja og eiginkonu hans Ilse, sem bæði voru af hreinú, þýzku bergi brotin. Átján ára hafði hann gengið úr æskulýðs- íylkingunni i herinn og var gerð- ur að undirliðþjálfa 1937. Hann var fluttur úr fótgönguliðinu yfir í sérþjáifunardeild innan flughersins árið 1938 og gerður að liðþjálfa ári síðar. Hjá Eben- Emael fékk hann skot í öxlina. Hann hafði tekið þátt í innrás- inni á Krít og verið sæmdur járnkrossinum af þriðju gráðu fyrir vasklega framgöngu í orr- ustunni. 1 Benghazi veiktist hann af taugaveiki og mýrarköldu. Árið 1943 starfaði hann sem fallhlífarþjálfari á Ítalíu og skaddaðist á mjöðm. Þvi fylgdi réttarrannsókn til þess að hafa upp á þeim, sem ábyrgur væri fyrir skipuninni um að stökkva út yfir skógivöxnu svæði. Rétt- urinn hafði gert góðan róm að afstöðu liðþjálfans, hann hafði látið hjá líða að senda skipunina áfram, en hlýtt henni sjálfur. Seinna var hann úrskurðaður ófær til fallhlífarþjónustu og fluttur i hernámsliðið í Grikk- landi, þar sem hann var þjálfari í meðferð vopna við 94. setuliðs- herdeild i Saloniki. 1 undanhald- inu frá Makedoníu ári seinna var tilkynnt, að hann væri „týndur og talinn af“ eftir viður- eign við grísku neðanjarðar- hreyfinguna. Foreldrum hans, Schirmer, Elsass Strasse 39, Köln, var send viðeigandi skýrsla. George og ungfrú Kolin fundu Elsass Strasse, eða það sem eftir var af því, í leifum gömlu borgarinnar rétt við Neumarkt. Fyrir sprengjuárásina hafði þetta verið mjó gata með smá- verzlunum og birgðageymslu fyrir tóbak. Auðsjáanlega hafði sprengja fallið beint á birgða- skemmuna. Nokkrir veggir stóðu enn uppi af hinum byggingun- um, en að frátöldum þrem búð- um við enda götunnar, var hvert einasta hús eyðilagt. Illgresið óx. alls staðar í breiðum. Skilti höfðu verið sett upp, þar sem bannað var að vera á ferli um rústirnar og fleygja úrgangi. Númer 39 hafði verið bifvéla- verkstæði og staðið spottakorn frá götunni. Þar sást ennþá ryðg- að málmspjald með áski'iftinni: Garage und Reparaturwerkstatt J. Sehirmer Bereifung — Zubeliör — Benzin Þau gengu að staðnum, þar sem verkstæðið hafði verið. Grunnurinn hafði verið ruddur en þó mátti enn sjá, hvar vegg- irnir höfðu staðið. Þetta hafði ekki verið stórt fyrirtæki. Og nú var ekkert eftir nema við- gerðagryfjan. Hún var hálffull af rigningarvatni, og niðri i henni var umbúðakassi á floti. Meðan þau stóðu þarna, byrj- aði aftur að rigna. „Það er líklega betra að við reynum að komast að einhverju í búðunum við enda götunnar," sagði George. Eigandi búðar númer 2 gat gefið þeim smávegis upplýsiríg- ar. Þó hafði hann aðeins verið þarna í þrjú ár og þekkti ekki Schirmer. En hann hafði ætlað sér að fá grunninn leigðan og talað við eigandann. Það var einhver frú Gresser, gift verk- smiðjueiganda úti i Leverkusen. En hún hafði krafizt of mikils, svo.., Frú Gresser bjó í íbúð á efstu Framh. á bls. 49. 45 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.