Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 32
„Var hann það svo?“ „Já, hann var það.“ Moreton leit út í garðinn, eins og honum væri meinilla við hann. „Mér er líka sama þótt ég viðurkenni það, að mér fannst ég sjálfur töluvert gamall og þreyttur á þeirri stundu. Þetta var síðast í ágúst, og eftir útvarpssending- um að dæma, lék ekki mikill vafi á því, að styrjöld myndi brjótast út í Evrópu áður en vikan væri liðin. Ég vildi fara heim. Ég hef aldrei haft neina löngun til að vera þar, sem átök- in eru farin að hárðna. En samt gat ég ekki fengið af mér að fara, fyrr en ég hefði leitt rann- sóknina til lykta. Einn sólar- hringur í viðbót var allt, sem ég þarfnaðist." „Og hvað gerðuð þér svo?" Nú, þegar George hafði aflað sér þeirra staðreynda, sem hann óskaði eftir, fór hann að verða dálítið óþolinmóður yfir skraf- hreifni gamla mannsins. „Ég fór til Bad Schwennheim með lestinni og hafði þá áður sent túlkinn heim til Frakklands. Hann var hálf miður sin yfir ástandinu og vildi komast til konu og barna, áður en nokkuð gerðist. 1 Bad Schwennheim leit- aði ég uppi prest staðarins, sem til allrar hamingju talaði ágæta ensku." „Og presturinn sagði, að Fried- rich Schirmer væri látinn?" „Já. En hann sagði einnig, að það væri leitt, að ég skyldi hafa komið of seint.“ „Of seint til hvers?“ „Til þess að vera við jarðar- förina." „Þér eigið við, að hann hafi lifað Amelíu?" „Rúmlega tíu mánuði." „Var hann kvæntur?" „Kona hans var látin fyrir mörgum árum.“ „Nokkur börn?“ „Einn sonur, Jóhann að nafni. Það er hann, sem er á myndinni I kassanum. Tengdadóttirin hét Ilse. Jóhann ætti að vera um fimmtugt i dag, eftir því sem ég kemst næst.“ „Er hann þá á lífi?" „Það hef ég ekki hugmyhd um, ungi vinur,“ sagði Moreton glaðlega. „Ef hann er á lífi, þá er hann tvímælalaust erfinginn að öllum milljónunum." George brosti. „Þér eigið við, að hann hafi verið erfinginn, er það ekki, herra? Sem Þjóðverji getur hann ekki komið til mála. Ríkið legg- ur hald á eignirnar." Moreton hristi höfuðið og hló ánægjulega. „Það skuluð þér nú ekki vera svo viss um. Að sögn prestsins starfaði Friedrich í meira en tuttugu ár í verksmiðju nálægt Schaffhausen í Sviss, og þar er Jóhann fæddur. Lagalega séð er hann Svisslendingur!" George hallaði sér aftur á bak i stóln- um. Andartak var hann of ringl- aður til að geta hugsað skýrt. Rjóðar kinnar Moretons iðuðu af kátínu. George fann vakna hjá sér óljósa reiði. „Já, en hvar bjó hann,“ spurði hann. „Hvar býr hann?“ „Það veit ég ekki heldur. Presturinn vissi ekkert um það. Eftir því sem ég komst næst, flutti fjölskyldan heim til Þýzka- lands kringum 1920. En Fried- rich Schirmer hafði ekki frétt frá syni sínum og tengdadóttur árum saman. Þar að auki var ekkert í reytum hans, er sannað gæti, að þau hefðu nokkurn tíma verið til, nema myndin og fá- ein orð, sem hann hafði látið falla við prestinn." „Samdi Friedrich erfðaskrá?" „Nei. Hann lét ekki eftir sig nein verðmæti. Hann hafði dreg- ið fram lífið á fátæklegum líf- eyri. Hann átti varla nóg fyrir jarðarförinni." „En þér reynduð að finna þennan Jóhann?" „Það var ekki margt hægt að gera, eins og sakir stóðu. Ég bað séra Weichs — svo hét presturinn — að gera mér að-. vart, ef hann frétti eitthvað af Jóhanni, en styrjöldin brauzt út þrem dögum seinna. Ég hef aldrei heyrt af því síðan. Svo var árásin gerð á Pearl Harbo- ur, og hún batt enda á allt saman hvað okkur viðkom." Moreton lét fallast út af i svæflana og lokaði augunum. Hann hafði haft sína skemmtun af þessu. Nú var hann þreyttur. George sagði ekkert. Hann kom auga á frú Moreton út- undan sér. Hann stóð á fætur. „Það er aðeins eitt atriði, sem liggur ekki ljóst fyrir mér, herra," sagði hann hikandi. „Já, ungi vinur." „Þér sögðuð, að þegar þér af- hentuð herra Sistrom málið 1944, hefðuð þér ekki óskað eftir, að honum yrðu þessar staðreyndir ljósar. Hvers vegna ekki?" Moreton opnaði augun hægt. „Snemma á árinu 1944 var sonur minn myrtur af SS eftir flótta úr stríðsfangabúðum í Þýzkalandi. Þáverandi kona mín var ekki heil heilsu, þeg'ar það gerðist, og áfallið varð henni að bana. Þegar ég svo átti að fela málið i hendur Sistrom, gat ég hreint og beint ekki sætt mig við þá tilhugsun, að rann- sóknir mínar ættu að verða til þess, að Þjóðverji fengi arfinn." „Ég skil.“ „Ekki sérlega viðeigandi frá lögfræðilegu sjónarmiði," bætti gamli maðurinn við með van- þóknun. „Ekki frá siðferðilegu sjónarmiði heldur. En þannig var tilfinningum mínum varið. Nú —hann yppti öxlum, og augnaráð hans varð skyndilega glaðlegt aftur — „nú reyni ég aðeins að gera mér i hugarlund, hvað Harry Budd muni segja, þegar þér færið honum frétt- irnar!" „Því er ég líka að velta fyrir mér,“ sagði George. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.