Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 34
sjá þá, faðir? Það myndi eflaust þykja vel viðeigandi, ef ég gæti sagt vandamönnum hans í Ame- ríku, að ég hefði séð þá.“ „Jú, auðvitað, ef þér óskið þess.“ Hann hafði búið um það aiH saman og lagði það fyrir framan mig. Þetta var aumkunarlegt samsafn af einskisverðum smá hlutum — hljómleikaskrár, sýn ingarskrár, sveinsbréf, matseðil! frá starfsmannahófi í Schaff hausen, meðrtiæiabréf, her mannabókin. Og svo voru tvæi Ijósmyndir — önnur sú sem þéi hafið séð af Jóhanni og Ilse og hin af frú Schirmer sálugu. Ég vissi, að ég yrði að fá myndina af Jóhanni, hvað sem það kost- aði, en ég Iagði þær á borðið og lét engan bilbug á mér finna „Eins og þér sjáið, er þetta ekkert athyglisvert," sagði séra Weichs. Ég kinkaði kolli. „En finnst yður ekki, að það myndi vera greiði við amerísk ættmenni hans að færa þeim eitt- hvað til minja? Ef þessir munir verða eyðilagðir siðarmeir hvort eð er, þá finnst mér nærri því synd að hafa ekkigeymteitthvað, sem hefur verið i hans eigu ...“ Presturinn hugsaði sig um and- artak, en fann ekkert tii fyrir- stöðu. Hann stakk upp á talna- bandi gamla mannsins. Ég var honum óðara sammála og færði aðeins myndina i tal sem eftir- þanka. „Ef þörf verður fyrir hana hér, gæti ég sent yður eftirmynd," sagði ég. Þetta var öll sagan, ungi vin- ur. Kona mín hefur vinsamlega skrifað þetta niður fyrir mig, og ég vona, að það megi verða yður til gagns. Ef annars er nokkuð, sem ég get gert fyrir yður, verðið þér umfram allt að láta mig vita. Og ef þér sjáið yður fært að leyfa mér að fylgj- ast með gangi málsins án þess að bregðast trúnaði yfirboðara yðar, myndi mér þykja afar vænt um að heyra frá yður. Ég skal segja yður það, að sá eini af öllum Schneider og Schirmer ættmennunum, sem ég komst í kynni við og fannst eitthvað til um, var Franz gamli liðþjálfi. Ég gæti hugsað mér, að hann hafi verið reglulegt karl- menni. Hvað er það, sem gerist í svona ættum? Ég veit að sjálf- sögðu vel, að það á eitthvað skylt við krómosom og þess háttar. En ef þér skylduð rekast á Schirmer með skegg eins og Franz gamli hafði, þá látið mig vita! Gæfan fylgi yður! Yðar einlægur, Robert L. Moreton. George braut bréfið saman og stakk þvi í umslagið. I sama bili hringdi síminn við rúmgafl- inn. Hann lyfti heyrnartólinu. „Mademoiselle Kolin vill fá að tala við yður, herra.“ „Ágætt. Ég kem niður.“ Þetta var túlkurinn, sem sendiráðið hafði mælt með við hann. „Ungfrú Kolin?“ hafði George sagt. „Kvenmaður?" „Já, vitanlega er hún það.“ „Ég bjóst við að geta fengið karlmann. Þér vitið, að ég þarf að ferðast um og dvelja nætur- sakir á gistihúsum. Það verður nokkuð erfitt, ef...“ „Hvers vegna það? Þér þuríið ekki að sofa hjá henni!“ „Er enginn karltúlkur fáan- legur?“ „Enginn sem jafnast á við ungfrú Kolin. Þér sögðuzt vilja fá einhvern, sem við gætum mælt með, með tilliti til viður- kenningar réttarins. Okkur er óhætt að mæla með ungfrú Kolin. Við látum alltaf hana eða ungfrú Harle fást við áríðandi mál, og það gera Bretarnir sömu- leiðis. Harle er upptekin við annað starf í Genéve eins og er, en til allrar hamingju var ung- frú Kolin laus.“ „Þá það. Hve gömul er hún?“ „Rúmlega þrítug, og hún er mjög lagleg." „1 guðanna bænum ...“ „Þér skuluð ekki gera yður neinar grillur!" Sendiráðsmaður- inn hafði rekið upp undarlegan hlátur. George hafði látið sem ekkert væri og spurt um æviferil henn- ar. Hún var fædd í serbnesku þorpi i Júgoslavíu og hafði tekið próf við háskólann í Belgrad. Hún hafði undraverða tungu- málahæfileika. Brezkur majór hafði fundið hana í flóttamanna- búðum árið 1945 og ráðið hana sem einkaritara. Seinna hafði hún starfað sem túlkur fyrir amerískt lögfræðingalið, sem var að undirbúa striðsréttarhöldin í Niirnberg. Þegar því var lokið, hafði einn þeirra kynnt hana við sendiráðið í Paris, og þar hafði hún fljótlega látið til sin taka, og nú hafði hún náð mikilli viðurkenningu við alþjóðlegar verzlunarráðstefnur fyrir leikni sina og nákvæmni. Hún var mjög eftirsótt. 1 forsalnum sátu margar kon- ur og biðu, svo að George varð að biðja dyravörðinn að benda sér á hana. Maria Kolin var sannarlega mjög lagleg. Hún hafði þann líkamsvöxt og limaburð, sem lætur venjuleg föt sýnast dýr. Andlitsdrættir hennar voru greinilega slavneskir, breið kinn- bein og þung augnalok. Hún notaði ekki annar farða en vara- lit, en hann notaði hún líka óspart. Hún var eins gullbrún á húð og hún væri nýkomin úr skíðaferðalagi. En þrátt fyrir að hún hlyti að hafa séð dyravörðinn benda George á sig, sat hún sem fast- ast og starði fram fyrir sig, meðan George nálgaðist hana, og lét sem ávarp hans kæmi henni á óvart. „Ungfrú Kolin? Ég er George Carey." „Góðan dag.“ Hún tók í hönd hans eins og hún væri saman- brotið dagblað. „Það gleður mig, að þér gátuð komið,“ sagði George. Hún yppti öxlum þóttalega. „Það er aðeins eðlilegt, að þér óskið eftir að hafa tal af mér, áður en þér ráðið mig.“ „Mér var sagt í sendiráðinu, að þér væruð mjög eftirsótt, og að ég væri heppinn að hitta yður lausa." Hann leitaðist við að brosa vingjarnlega. Hún horfði kuldalega fram hjá hon- um. „Einmitt það?“ Hún fór að fara i taugarnar á George. „Eigum við ekki að setjast og tala saman, ungfrú Kolin?" „Vitanlega." Hann gekk á undan henni að tveimur djúpum stólum við barinn. Hún fylgdi á eftir — heldur treglega. Gremja hans fór vaxandi. Það gat vel verið, að hún væri glæsi- legur kvenmaður, en það var engin ástæða til að hegða sér eins og hún væri að verjast klunnalegri ástleitni. Hún var hingað komin út af starfi. Vildi hún fá starfið eða ekki? Ef hún vildi það ekki, hvers vegna í ósköpunum kom hún þá? „Segið mér nú, ungfrú Kolin," sagði hann þegar þau voru setzt, „hve mikið hafa starfsmenn sendiráðsins sagt yður um vinn- una?“ „Að þér ætlið til Þýzkalands til þess að gera fyrirspurnir hjá ýmsu fólki í sambandi við mála- ferli. Að þér óskið eftir ítarleg- um skýrslum af hinum þýddu viðræðum. Að siðar muni ef til vill reynast nauðsynlegt að fá skýrslurnar eiðsvarnar. Þér munuð þurfa mín við að minnsta kosti einn mánuð, í mesta lagi þrjá. Ég fæ mín venjulegu laun greidd mánaðarlega, ferðakostn- að og uppihald." Hún leit aftur fram hjá honum og var hnakka- kert — dama af betri stéttinni, sem verður fyrir áreitni af hendi verkamanns. „Þetta er öldungis rétt. Var nokkuð minnzt á eðli málaferl- anna?“ „Mér var sagt, að málið væri mikið trúnaðarmál og að þér mynduð eflaust sjálfur segja mér það, sem með þyrfti." Dauft, kæruleysislegt bros — karlmenn voru svo barnalegir með þessi litlu leyndarmál sín. „Fyrirtak. Hvernig vegabréf hafið þér, ungfrú Kolin?" „Franskt." „Mér skildist, að þér væruð júgóslavneskur rikisborgari." „Ég hef þegnrétt í Frakklandi. Vegabréf mitt gildir til Þýzka- lands." „Já, það var það, sem ég vildi vita." Hún kinkaði kolli, en sagði ekkert. Maður gat verið þolin- móður gagnvart hinum tornæmu en maður var ekki nauðbeygður til að smjaðra fyrir þeim. George hafði margar setning- ar á takteinum, og myndu flest- ar þeirra hafa bundið bráðan enda á samtalið. Hann kyngdi þeim aftur. Þótt hún vildi ekki þykjast heimskari eða áfjáðari í starfið en hún í rauninni var, þá var það engin ástæða til að Framh. á bls. 39. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.