Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 11
ara hin prýðilegustu tæki- færi til að sýna list sína í hlutverkum sem krefjast bæði söngs og leiks á háu stigi. Offenbach auðnaðist ekki að sjá þessa frægustu óperu sína á sviði, því að hann dó fjórum mánuðum fyrir frumsýninguna og hafði ekki unnizt tími til að ganga frá hljómsveitarbún- ingi verksins. Tónlistin ber þess þó engin mei'ki, að hún hafi verið samin af deyj- andi manni; hún sindrar einmitt af lífi og léttleika, og viða bregður fyrir þeirri ómótstæðilegu kímni sem einkennir gamanóperur hans eða óperettur. Ævintýri Hoffmanns eru óumdeilan- lega meistaraverk Offen- bachs, en léttari óperur hans eins og Orfeus í undirheim- um og Helena hin fagra eru einnig í fullu gildi enn þann dag í dag — kannski leyfir Þjóðleikhúsið okkur ein- hvern tíma seinna að sjá Orfeus þar sem gömlu helgi- sögninni er snúið upp í dill- andi grín og guðirnir á Olympos dansa cancan og skreppa niður í Hades til að skemmta sér á milli skyldustarfanna? AÐ eru til mismunandi útgáfur af Ævintýri Hoffmanns, og leikstjórinn hefur töluvert frjálsar hend- ur við sviðsetninguna. En fyrst og fremst snýst óperan um hinn síástfangna Hoff- mann sjálfan, konurnar sem hann fellir hug til, og and- stæðing hans og keppinaut sem birtist í nýrri mynd í hverjum þætti. Ákjósanleg- ast er, að sama söngkonan leiki öll fjögur aðalkven- hlutverkin — Stellu, Olym- piu, Giuliettu og Antoniu — og sami barítóninn hinar fjórar manngerðir óvinarins — Lindorf, Coppelius, Da- pertutto og dr. Miracle. En oftast eru fleiri en ein söng- kona látnar leika hlutverk- in, vegna þess að það er afar sjaldgæft, að hár kóloratúra- sópran sem ræður við út- flúr og trillur dúkkunnar Olympiu geti jafnframt orð- ið sannfærandi sem hin ástríðufulla gleðikona Giuli- etta og hin tæringarveika Antonia. Og dramatískur sópran er venjulega of þung- ur fyrir hlutverk Olympiu. í uppfærslu Þjóðleikhúss- ins leikur Guðmundur Jóns- son barítónhlutverkin fjög- ur, en kvenhlutverkunum verður skipt milli þriggja ágætra söngkvenna: Eygló Viktorsdóttir leikur Olym- piu, Þuríður Pálsdóttir Giuli- ettu og Svala Nielsen Antoniu (hlutverk Stellu er mjög lítið og í sumum út- gáfum talað en ekki sungið). Hoffmann verður Magnús Jónsson sem hefur hlotið mikið lof í Danmörku fyrir túlkun sína á hlutverkinu hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Nick- lausse eða Nikulás, vin Hoff- manns og félaga, leikur Sigurveig Hjaltested, Cres- pel, föður Antoniu, leikur Jón Sigurbjörnsson, og eru þá flest veigamestu hlut- verkin upptalin. APERAN hefst á forspjalli eða prologus sem gerist í vínkrá Lúthers í Nurnberg, eins konar Þjóðleikhúskjall- ara, því að kráin er einmitt í kjallara óperuhússins þar sem gestirnir geta fengið sér hressingu milli þátta. Það er verið að sýna óperu Moz- arts, Don Giovanni, og hin fræga prímadonna frá Mila- no, Stella, leikur þar hlut- verk Donnu Önnu. Nú er komið að hléinu eftir fyrsta þátt, og inn í krána gengur erkióvinur Hoffmanns, Lin- dorf, ásamt Andrési, einka- þjóni hinnar töfrandi Stellu sem Lindorf er ástfanginn af. Andrés heldur á bréfi, en Lindorf tekst að sölsa það undir sig með hótunum og mútum. í því játar Stella Hoffmann ást sína, og með fylgir lykillinn að herbergi hennar. Lindorf hlakkar yfir feng sínum og er fastráðinn í að vinna sjálfur ástir prímadonnunnar. Hópur lífsglaðra stúdenta streymir inn og pantar bjór hjá Lúther og þjónum hans, og náttúrlega syngja þeir fjörugan drykkjusöng. Von bráðar birtist Hoffmann í dyrunum og vinurinn Niku- lás á hælum hans. En Hoff- mann er dapur í geði og þungbúinn, og það kemur í ljós, að ást hans til Stellu veldur honum hugarangri. Hún minnir hann á fyrri ástarævintýri sem hann vill helzt gleyma. Vinir hans heimta, að hann syngi fyrir þá, og hann byrjar á sögunni um dverg- inn Kleinzach, en allt í einu hvarflar hugur hans að öðru og hann fer að lýsa fegurð konunnar sem heillaði hann. Stúdentarnir átta sig ekki fyllilega á samhenginu, en þegar þeir spyrja hann fá þeir enga skýringu, heldur aðeins framhald sögunnar um Kleinzach. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að bjórinn sé ódrekkandi, og þeir panta púns í staðinn. Hoffmann verður dreymandi, og enn víkur hann talinu að Stellu. f henni sér hann sameinaðar allar hinar konurnar sem hann hefur elskað heitast um ævina. Og hann býðst til að segja félögum sínum frá hinum örlagaríku ástar- ævintýrum sem hann hefur ratað í. Þeir taka boði hans með hrifningu, og þegar kráreig- andinn Lúther kemur til að minna þá á, að nú sé annar þátturinn af Don Giovanni um það bil að hefjast, vilja allir viðstaddir fremur hlusta á ævintýri Hoff- manns. Meira að segja Lin- dorf situr kyrr í sæti sínu. Fyrsta ævintýrið, segir Hoffmann, fjallar um Olym- piu. XT'YRSTI þáttur gerist á heimili prófessors Spa- lanzanis sem er að kenna Hoffmanni eðlisfræði. Hann fæst líka við alls kyns upp- finningar og er hreyknastur af því afreki sínu að hafa getað búið til vélknúna dúkku í fullri líkamsstærð. Dúkkan sú leikur ýmsar list- ir, syngur og dansar, og bráðlega er von á hópi gesta sem Spalanzani hefur boðið heim til að verða vitni að hinum fuiðulegu kúnstum hennar. Hoffmann kemur inn, og Spalanzani lofar að kynna hann fyrir dóttur sinni, Olympiu hinni fögru. Hoff- mann gægist bak við tjaldið sem er dregið fyrir herbergi dúkkunnar og sér hana liggja að því er virðist sof- andi á legubekk. Hann ræð- ur sér ekki fyrir ást, og Nikulás reynir árangurs- laust að koma fyrir hann vitinu. Nei, Olympia og engin önnur skal verða kon- an hans! Þá kemur Coppelius á vettvang, keppinauturinn Lindorf í nýrri mynd. Hann vill selja Hoffmanni töfra- gleraugu sem hafa meðal annars þann eiginleika, að jafnvel dauðir hlutir sýnast lifandi þegar horft er gegn- um þau. Ekki kosta þau nema þrjá dúkata, og það er lágt gjald miðað við þá hrífandi sjón sem mætir aug- um Hoffmanns þegar hann setur þau upp. Spalanzani og Coppelius lenda í rifrildi um eignar- réttinn á dúkkunni, en Spa- lanzani tekst að friða félaga sinn með því að borga út hans hluta í henni — með falskri ávísun. Þegar gestirnir koma kynnir Spalanzani Olympiu fyrir þeim sem dóttur sína. Og söngur hennar vekur hina mestu aðdáun. Hoff- mann veitir því enga eftir- tekt, að öðru hverju þarf að draga upp úrverkið sem stjórnar hreyfingum hennar og rödd, en Nikulás lætur ekki blekkjast. Gestirnir ganga að kvöld- verðarborðinu, og Hoffmann verður einn eftir hjá Olym- piu. Hann játar henni ást sina með mörgum fögrum orðum, og þegar hann snert- ir öxl hennar svarar hún með sínu venjulega „Já! Já!“ í gleði sinni grípur hann um höndina á henni, en þar er annar takki, svo að hún þýt- ur upp úr stólnum, snýr sér í nokkra hringi og hverfur síðan út úr herberginu. Hoff- mann eltir hana, þótt Niku- lás reyni að útskýra fyrir honum, að Olympia sé ekki annað en vélknúin dúkka. Coppelius geysist inn bál- reiður yfir ávísanasvikun- um sem hann hefur nú upp- götvað. Þegar gestirnir koma frá matborðinu felur hann sig í herbergi Olympiu. Það er farið að dansa, og Hoffmann fær dúkkuna sem dömu. En þegar hún er á annað borð byrjuð að snú- ast eykst hraðinn stöðugt án þess að nokkur geti við það ráðið, og á endanum steypist Hoffmann um koll og brýt- ur töfragleraugun sín. Spa- lanzani kemur Olympiu burt og hleypur síðan til að huga að unga manninum. Þá heyrist brothljóð úr bakherberginu, Coppelius hlær sigrihrósandi, og Spa- lanzani rífur hár sitt í ör- væntingu. Hoffmann þýtur á eftir honum fram og ger- ir sér að lokum grein fyrir, að ástmærin fagra er aðeins líflaus dúkka. Hann hnígur niður í stól, Nikulás huggar hann eftir beztu getu, Spa- lanzani og Coppelius eru komnir í handalögmál, og gestirnir hlæja dátt að öllu saman. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.