Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 46

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 46
AV R»Aror Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur BLÁNEFCR Daginn áður en Labbi átti að fara aftur á slysavarðstofuna kom amma gamla í heimsókn. Hún var ögn íbyggin og hafði frá mörgu aS segja. Svo var hún líka með Skræpuskjóðu, það er stór tuðra, sem amma heklaði sér úr allavega- litum garnspottum. Þegar amma kemur með SkræpuskjóSu vita bræðurnir að von er á einhverj- um glaSningi, því aS skjóðan sú er aldrei tóm. Amma gamla var ekkert aS flýta sér. Hún lét fara vel um sig, og það var ekki fyrr en hún var búin úr kaffibolla, að hún fór að leysa frá SkræpuskjóSu. Fyrst tók hún upp Ijómandi fallegan kassa, sem var eins og hús í laginu og var reyndar fullur af konfektmolum. „Þetta er pönnukökuhúsið fræga,“ sagði amma og rétti bræSrunum kassann. „Varið ykk- ur nú á norninni.“ Amma hló og fékk sér aftur í bollann. Svo varð hún alvarleg á svipinn, kallaði á Labba til sín, og nú tók hún strák upp úr skjóð- unni. Það var aldeilis skrítinn strák- ur. Maginn var köflóttur, hendur og fætur röndótt en hausinn svart- ur, þó var nefið lang skrítnast. Það var afar stórt og skærblátt á litinn. Labba þótti strákurinn fallegur. „Heitir hann Blánefur,“ spurSi hann. „Eiginlega átti þetta að vera Gosi. Þú skalt bara kalla hann Blá- nef, það er réttnefni.“ „Hefur hann meitt sig, amma?“ Labbi tók eftir því, að bundið var um aðra höndina á stráknum. „Það er nú saga að segja frá því,“ sagði amma. „Ég átti í hrein- ustu vandræðum með hann. Hann sótti svo í skápana hjá mér. Hann hélt víst að þar væri eitthvað gott, svo klemmdi greyið lúkuna' á sér á milli. Hann á mjög bágt í hend- • «44 ínni. „Ég skal fara með hann til læknisins,“ sagði Labbi. „Þú ert góður drengur, Labbi minn, ef þú ferð með Blánef til læknisins á morgun máttu eiga hann, en þú verður að lofa að passa, að hann fari ekki að stelast í skápana og klemma á sér fing- urna.“ Labbi kyssti ömmu sína og lof- aði að passa Blánef vel. Mamma og pabbi höfðu kviðið fyrir því, að Labbi yrði hræddur að fara aftur á slysavarÖstofuna, en nú var hann fullur eftirvænt- ingar. Snemma næsta morgun fóru þau mamma með Blánef til lækn- isins. Þegar röðin kom að þeim rigs- aði Labbi inn, fram hjá hjúkrunar- konunni, beint til læknisins- „Blánefur klemmdi sig.“ Lækmrmn tók Blánef og lagÖi hann á borðið hjá sér. Hjúkrunar- Framh. á bls. 50. BANGSI OG LISTA- VERKIÐ „Þetta málverk er ekki til sölu,“ svar- aði Bangsi virðulega. „Það er gjöf til mín frá vini mínum, og ég hef ekki hugsað mér að selja það.“ „Þá tek ég það með valdi!“ grenjaði litli náunginn bálreiður. „Marío! Gefðu honum bomm- bomm með báðum hnefum!“ Þá gekk sá stóri fram, greip Bangsa og Dódó og kastaði þeim beint í vegginn. Mynd- irnar af forfeðrum Bangsa duttu á gólf- ið eða skekktust á krókunum við þenn- an óskapagang, Marío hrifsaði eina þeirra og hljóp burt í fylgd félaga síns. „Þetta eru ljótu þorpararnir,“ stundi Bangsi og reis upp með erfiðismunum. „Þeir stálu myndinni sem þú gafst mér.“ „Það var nú verri sagan,“ emjaði Dódó. 46 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.