Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 20
SYKEHUS — Ég vona að við séum ekki of seinir, en við lentum í hádegisösinni. unarsöm? Það þurfið þér ekki að vera. Jœja, nú skulum við reyna aftur að afkróa kvill- ann... — Það kemur fyrir, sagði hún treglega, að ég hitti karlmann, sem hefur líkamlegt aðdráttar- afl fyrir mig. — Fyrirtak, tók doktor Hoff- mann fram í. Sem vekur hjá yður ástríður, ástarþrá, eins og það er kallað nú á dögum. Við skulum ljúka við heitin í skyndi, þá verður auðveldara að tala. Þér hittið fallegan karlmann og svo ... Verður yður þá illt? — Já, smám saman. Ég veit ekki, þetta er auðvitað ekki sál- fræðideild, en ég verð víst að nefna það samt sem áður ... Ég get ekki... — Getið ekki. Hvað? Elskað karlmann? Konan kinkaði kolli. — Stundum hef ég óskað svo innilega eftir því, sagði hún og sneri enn andlitinu undan. Eða réttara sagt — hvötin hefur ver- ið nærri ómótstæðileg. — Hraustleikamerki, sagði Hoffmann uppörvandi rómi. Jæja, og svo ... — Ekkert sérstakt, nema að ég verð gripin skelfingu ef karl- maður fer að snerta við mér. Ég... Hún tók fram í fyrir sjálfri sér og sagði: Hafið þér tima til að hlusta á þetta, lækn- ir, þetta er ekkert nema bull? — Bullið þér bara, sagði hann hjartanlega. Þér fáið meira að segja að borga mér fyrir að hlusta. — Ég held ekki að ég sé hald- in neinum meinlokum. Ég þjáist ekki af innilokunaræði eða hræðslu við opin svæði, ég er ekki hrædd við þrengsli i neðan- jarðarlestum eða strætisvögn- um. Ég verð ekki vör við ógeð þótt karlmaður haldi hend- inni um bakið á mér þegar ég dansa í kvöldkjól á veitingastað. En ég stirðna af skelfingu ef sami maðurinn leggur handlegg- inn um herðar mér fyrir utan veitingahúsið og þá skiptir engu máli þótt ég sé í kápu. Doktor Hoffmann var jafnó- hagganlegur og áhugasamur á svip og einu erfiðleikarnir væru í því fólgnir að finna stutt og laggott nafn yfir sjúkdómsein- kenni ungfrú Rosenberg. — Jæja, þér hafið einnig þraut- ir, sagði hann. Það var það, sem við minntumst á fyrst. Tiðni þrautanna. Eru þær í sambandi við tíðir? — Nei, sagði hún. En verkirn- ir koma oft fáeinum 'klukku- stundum eftir að ég hef skilið við mann, sem ég hef hrifizt af en ekki getað fengið sjálfa mig til að koma til móts við hann. Doktor Hoffmann kinkaði kolli. — Hafið þér farið á mis við alla kynferðislega reynslu? — Svo til, svaraði hún hljóm- laust. Ég neyddi sjálfa mig til að reyna tvisvar sinnum, þegar ég var nýorðin tuttugu og eins. 20 Mér tókst að ljúka við það — en með einum saman viljastyrk. — Laðizt þér að yðar eigin kyni? — Því fer fjarri. — Hafið þér orðið fyrir nokkru óhappaatviki nokkurn tíma? Grete Rosenberg var nú orðin styrkari. Hún hafði getað lagt fram vandamál sín og hafði nú gott vald á ótta sínum við hvít- klædda manninn. Hún vogaði sér að líta á hann um leið og hún sagði seinlega: — Ekki sem ég man eftir. En ég hef ör eftir uppskurð á maganum. — Lárétt eða lóðrétt? Spurn- ingin kom eldsnöggt. — Eilítið skásett og hægra megin, svaraði hún. — Botnlangabólga. Við verð- um líklega að líta á útsauminn. En við skulum byrja með að at- huga hjartað og lungun. Þér getið lagzt á bekkinn þarna. — Úr — úr hve miklu á ég að fara? — Það er nóg að fara úr káp- unni og peysunni. Hún leit á lækninn og reyndi að ímynda sér, að hann brosti aðeins vingjarnlega við henni, en brosið kom henni fyrir sjón- ir sem viðbjóðsleg gretta. Hún hafði ekki lengur taumhald á skelfingu sinni né heldur gat hún haft augun af Hoffmann. Hægt klæddi hún sig úr þunnri ullarkápunni og dró peysuna upp yfir höfuðið. Hún skjögraði að rannsóknabekknum, tókst að komast upp á hann og lá þar á bakinu. Hjúkrunarkonan kom inn í stofuna, eins og hún hefði verið kölluð þangað með ósýnilegu merki. Sennilega var hún einnig flestu vön, en það, sem fyrir augu hennar bar nú, var vand- skýrt. Sjúklingurinn virtist grip- inn æði. Hún einblíndi án afláts á doktor Hoffmann eins og lif hennar væri undir því einu kom- ið að horfa i andlit hans. Hoffmann var einnig sem upp- numinn. Glaðværð hans var sem strokin af honum. Hann stóð og barði hlustunartækinu við vinstri lófa sinn, vélrænt eins og hann væri horfinn úr tima og rúmi. Hann leit ekki í augu ungu kon- unnar. Það var allt annað, sem Hoffmann starði á. Hjúkrunarkonan gekk nokkur skref áfram og gægðist. Á hægri framhandlegg sjúkl- ingsins var bláleitt húðflúr, einn bókstafur og talnaröð: M 224 ol3. Allt gerðist svo skyndilega, eða var það ef til vill svo óraunveru- legt, að tímaákvörðun varð þar ekki við komið. Á næsta augna- bliki hallaði Hoffmann sér fram til þess að þrýsta hlustunartæk- inu að brjósti sjúklingsins. Hún horfði í sífellu á augu læknisins, og þegar Hoffmann snerti hana andartak, rak hún upp stutt hljóð, barnslegt hræðsluóp. Síðan varð hún hljóð og undarlega föl og doktor Hoffmann rétti sig upp, reif hlustunarpípurnar úr eyrunum og ræskti sig með miklum látum. Siðan sagði hann eins og með erfiðismunum: — Það verður ekki auðvelt að hjálpa henni. Það liður yfir hana af þvi einu að sjá lækni. Systir, viljið þér gefa henni hressandi sprautu og vera kyrr hjá henni þar til hún raknar við. Er Stenfeldt enn á deild- inni? — Ég sá hann fyrir stuttu fyr- ir utan einkastofurnar. Hoffmann hraðaði sér út úr herberginu. Hjúkrunarkonan fór að útbúa sprautu. Áður en hún setti nál í sprautuna, taldi hún æðaslög sjúklingsins. Þau voru um það bil sjötíu og fimm. Hjúkrunarkonan lagði frá sér sprautuna. Hennar gerðist ekki þörf. Sjúklingurinn þyrfti frem- ur að fá eitthvert róandi lyf, þegar hún vaknaði. Fyrsti aðstoðarlæknir, Lars Stenfeldt, sat í klefa deildar- hjúkrunarkonunnar og var að fara yfir lyfjalistana, þegar Hoffmann kom. — Strikaðu ekki yfir of mikið af lyfjunum, sagði yfirlæknir- inn. — Lyfjabakkinn frá því í gær- kvöldi gefur til kynna misnotk- un á svefnlyfjum, maldaði Sten- feldt í móinn. — Enginn er eins hamingju- samur og sá, er sefur, sagði Hoffmann. Láttu þær fá það, sem þær vilja, nema þessa á númer fjögur, með veika hjart- að. — Ég var að hugsa um að fara heim núna, sagði Stenfeldt og strikaði rólegur yfir svefnlyfja- skammtinn hjá öðrum hverjum sjúklingi. Þarftu mín meira við í dag? — Það gerðist ofurlítið atvik inni á lækningastofunni áðan. Það leið yfir sjúkling, áður en ég hafði snert við henni. Viltu fara inn og lita á hana og af- greiða hana síðan, þegar hún hefur rankað við sér. Stenfeldt hengdi lyfjalistann upp á snagann og stóð á fætur. — Nokkur sérstök meðferð? — Nei, það held ég ekki. Hún kvartar óljóst um þrautir í kviðarholi. Hún hefur sama sem enga kýnferðislega reynslu. Hins vegar held ég, að hún hafi merki- iega fjörugt hugmyndaflug. Þú getur virt hana fyrir þér sem stórkostlegt dæmi um imynd- unarveiki, en vitanlega geturðu látið hana hafa tilvísun á rönt- gendeildina. Segðu henni, að við munum hafa samband við hana, ef eitthvað skyldi koma í Ijós á myndunum. Hún þarf ekki að koma aftur nema við köllum á hana. Doktor Stenfeldt fór inn í lækningastofuna. Systir Maj var í þann veginn að láta vatnsglas á áhaldaborðið við rannsóknar- bekkinn. — Hún er að vakna, læknir. — Hefur hún fengið nokkuð? — Doktor Hoffmann gaf fyrir- mæli um sprautu, en æðaslátt- urinn var svo hraður, að ég lét það eiga sig. Vill læknirinn, að ég gefi henni sprautuna? 1 Framh. á bls. 50. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.