Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 27

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 27
iLUKKAN rúmlega 7 um morguninn, þegar | lestin var komin nokkra kílómetra frá járn- | brautarstöðinni við Rinteln í V-Þýzkalandi | opnaði Evelyn Balaccanu, 17 ára gömul j klinikdama, dyrnar og fleygði sér út. Eng- um samferðamanna hennar datt í hug að grípa í neyðarhemlana, en á næstu stöð tilkynntu þeir um atburðinn og klukkan að verða átta jannst stúlkan stórslþsuð og meðvitundarlaus á teinunum. Lestin sem fann hana sneri síðan við og hélt með hana aftur til Rinteln, þar sem hún var lögð á héraðs- sjúkrahúsið. Yfirskurðlæknirinn, Albert Jonas, framkvæmdi aðgerð á stúlkunni, sem hafði hlotið höfuðkúpubrot, olnbogabrot á vinstri handlegg og sár og skurfur um allan líkamann. Fimm dögum síðar lét Jonas taka röntgenmyndir af stúlkunni, þar eð hún kvartaði stöðugt yfir verk í kviðarholinu. Þegar hann sá myndirnar munaði minnstu að hann félli í ómegin af undrun. Myndirnar sýndu 20 sentímetra langt skurðlæknis- áhald í kviðarholi stúlkunnar. Handfangið nam við lífbein stúlkunnar, en hinn endinn lá að nýrnasvæðinu hægra megin. Síðar sagðist Jonasi lækni svo frá, að í fyrstu hefði sér dottið í hug að stúlkan hefði leitað til skottulæknis vegna fóstureyðingar og áhaldið hefði verið skilið eftir í móðurlíf- inu af ófyrirgefanlegri vanrækslu. Hann fræddi foreldra Eve- lynar þegar um hvernig komið var, en hann varð að fá sam- þykki þeirra fyrir aðgerð á stúlkunni, þar eð hún var ekki búin að ná lögaldri. Jonas fékk framúrskarandi kvenlækni til að vera viðstadd- an aðgerðina, og þar eð um mjög óvanalegan hlut var að ræða fengu allir læknar, stúdentar og hjúkrunarkonur sjúkrahúss- ins að vera viðstödd í skurðstofunni. Aðgerðin staðfesti fljót- lega að hugmynd Jonasar um fóstureyðinguna hafði ekki við nein rök að styðjast. Hún heppnaðist hins vegar vel og lækn- irinn gat fullvissað móður Evelynar um að allt myndi ganga að óskum. Við nánari rannsókn kom í ljós að áhaldið hafði gleymzt i kviðarholi stúlkunnar, þegar hún var skorin upp við botn- langabólgu þann 11. nóvember 1963 á þessu sama sjúkrahúsi. Þá var hinn þekkti skurðlæknir Kurt Schröder yfirlæknir. Fyrir nokkrum vikum yfirgaf Evelyn sjúkrahúsið og kenndi sér einskis meins. Enginn sem ekki hefur reynt. getur ímynd- að sér hvílíkar vítiskvalir stúlkan hefur liðið i tvö og hálft ár algerlega að nauðsynjalausu. Aðeins er hægt að gera sér hugmynd um það af frásögn hennar sjálfrar. Þegar Evelyn útskrifaðist af sjúkrahúsinu eftir botnlanga- skurðinn, kvartaði hún um þjáningar í kviðarholinu. Henni var sagt að það væri eðlileg afleiðing af skurðinum og hún gerði sig ánægða með þá skýringu. En þjáningarnar hurfu ekki, heldur jukust. Evelyn vildi verða aðstoðarstúlka hjá tannlækni og áður en hún hóf námið, var hún rannsökuð af heimilislækninum. Hann kvað hana vera við óvenjulega góða heilsu, nema eymsli væru i nýrnastað hægra megin. Þess vegna var henni ráðið frá að vinna i kulda, raka og í snögg- um hitabreytingum. Ekki voru teknar af henni röntgenmyndir í þetta sinn og ekki heldur síðar, er hún lét skoða sig hjá öðrum lækni, sem ráðlagði henni jurtate og hitameðhöndlun. Tvisvar leið yfir hana af kvölum á tannlæknastofunni þar sem hún vann. Hún sagði að Þjáningarnar í kviðarholinu hefðu stöðugt aukizt með hverjum mánuði sem leið. Þegar hún fór niður á bað- ströndina með félögum sínum, gat hún ekki farið með þeim í sjóinn, en varð að halda sig í flæðarmálinu með höndina á kviðnum. Þá vissi enginn orsökina fyrir þjáningum hennar. 10. janúar á síðasta ári kynntist hún tvítugum pilti, Henner Droste að nafni, en hann vann í bílaverksmiðju í Rinteln. Þá var hún enn ekki orðin 17 ára. Hún varð svo ástfangin, að hún vílaði ekki fyrir sér að dansa við hann, þótt það kostaði hana óbærilegar þjáningar. Henner Droste var samt ekki lengi að komast að því, að eitthvað væri að Evelyn. Þegar hinir unglingarnir dönsuðu twist, stóð hún upp við vegg og fyigdist með þeim með myrku augnaráði og smátt og smátt varð lengra á milli þess sem hún brosti. Nokkrar af vinkon- «m hennar fóru að kvarta yfir að hún væri reglulegur fýlu- púki. Henner Droste lét þetta ekki á sig fá og var unnustu sinni trúr. Á hverjum degi kom hann stundvislega á bílnum sínnm að tannlæknastofunni, til að aka Evelyn heim og nú voru kvalirnar orðnar svo miklar, að Evelyn gat ekki einu sinni farið með strætisvagninum heim til sín. Nótt eftir nótt lædd- ist hún niður í eldhús til að búa sér til kamillute og þetta endurtók hún oft á hverri nóttu, vegna þess að nú var hún orðin svefnvana af kvölum. Gat aðeins fest hænublund öðru hverju. En hún var hugrökk stúlka og kaus heldur að bita á jaxlinn en að valda foreldrum sínum áhyggjum. Móðir hennar var veiklunduð og faðir hennar átti við efnahagslega örðugleika að etja. Húsið. sem fjölskyldan hafði látið byggja reyndist ekki sem bezt fjárfesting. „Og hvers vegna skyldi ég valda þeim frekari áhyggjum?“ spurði hún unnusta sinn. Hún gat ekki leynt vanlíðan sinni fyrir honum, en þorði samt ekki að viðurkenna hve slæmt ástandið var í raun og veru. Hún varð æ dulari, ráðvilltari og óöruggari. Það eina sem hún var viss um var að hún myndi fyrr eða síðar missa unnusta sinn, vegna þess að það hlutu að vera takmörk fyrir hve lengi ungur maður getur verið með stúlku, sem hrekkur við og sendir honum biðjandi augnaráð í hvert skipti, sem hann ætlar að taka hana i faðm- inn. Foreldrar Henner Droste voru mjög ánægðir með Evelyn og ungu hjónaleysin héldu siðustu jól hátíðleg heima hjá þeim. Andrúmsloftið var hlýlegt og gott, því að Evelyn Framh. á bls. 38. Þetta er áhaldið sem konan haíði innan í sér, og inn í mynd- ina er sett mynd af lœkninum. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.