Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 49

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 49
• Arfur án erfifigja Framh. af bls. 45. hæð í nýtízku sambýlishúsi rétt hjá Barbarossa Platz. Þau fóru þangað þrisvar sinnum, áður en þau hittu hana heima. Hún var digur, andstutt kona, nálægt sextugu. Ibúðin var í fyrirstríðs fúnkis-stíl ofhlaðin af týrólskum skrautmunum. Hún hlustaði með tortryggni á skýr- ingar þeirra, áður en hún bauð þeim sæti. Svo gekk hún inn- fyrir og hringdi til manns sins. Að stundu liðinni kom hún aftur og kvaðst reiðubúin að svara spurningum þeirra. Ilse Schirmer var frænka henn- ar og æskuvinkona, sagði hún. „Eru þau enn á lifi?“ spurði George. „Ilse og maður hennar fórust í sprengjuárásunum í maí 1942,“ túlkaði ungfrú Kolin. „Hefur Frau Gresser erft lóð- ina frá þeim?“ Frau Gresser hlýddi á spurninguna með öll merki um hneykslun og svaraði fljótmælt: Framh. í næsta blaði. Kæri Astro! Mig langar mikið til að vita eitthvað um framtíðina. Eg cr fædd 1950. Ég hef mikinn áhuga á leiklist, teikningu og ferðalögum, mestan þó á leiklist. Heldur þú, að það væri ráðlegt fyrir mig að læra hana? Mig langar einnig til að vita, hvaða starf mundi henta mér bezt. Einnig hvort ég á eftir að ferðast eitthvað til útlanda, og ástamálin, hvernig þau ganga, hvort ég giftist seint eða snemma. Hvernig ætli efna- hagurinn verði? Hvað eignast ég mörg börn? Ég er með strák núna, hvernig eigum við saman, og verður eitthvað meira úr því? Með fyrirfram þökk. Svar til Dúnu: Þú talar um, að þú hafir áhuga á að læra leiklist. Þú ert fædd í fiskamerkinu, og einmitt í því merki eru margir fæddir, sem hafa náð langt á listabrautinni. Það er einnig fleira í stjörnukorti þínu, sem bendir til, að þú hafir hæfi- leika í þá átt. Þeir, sem fæddir eru í þessu merki, eiga mjög auðvelt með að taka á sig gervi annarra og lifa sig inn í hlutverk og leggja mikla tján- ingu í hlutverkin. Ég tel, að þú hafir mikið til að geta orðið leikkona, en það er ekki nóg að hafa hæfileikana, því að það kemur ekki af sjálfu sér frekar en annað. Þú býrð ekki yfir miklum metnaði eða eld- móði, sem áreiðanlega er nauð- synlegur til að komast áfram. Þú þarft ávallt að hafa ein- hvern sterkan persónuleika til að ýta þér áfram og bvetja þig. Það gæti til dæmis þessi pilt- ur, sem þú talar um í bréfi þínu, gert. Ég teldi þig mjög heppna, ef þú fengir hann fyrir lífsförunaut. Hann virðist vera Dúna. mjög jákvæður og duglegur og það sem meira er, hann virðir, að ég held, vilja annarra. Þú skalt ekki búast við, að það gangi fljótt fyrir sig, að þessi piltur gangi í hjónaband. Hann mun vilja kynnast tilvonandi konu sinni vel, og þá er það þér í óhag, ef þú verður of óþolinmóð við hann. Árið 1967 er mjög heppilegt fyrir þig að hefja nám. Einnig til ferðalaga. Árið 1966 ættir þú ekki að taka neinar mikilvægar fram- ttíðarákvarðanir, því fyrir fiska- merkinga er þetta ár nokkuð erfitt á margan hátt. Þú munt varla giftast innan við tvítugt, en þú munt búa erlendis síðari hluta ævinnar. Þú munt varla eignast fleiri en eitt til tvö börn. Það munu vera nokkuð miklar sveiflur í lífi þínu, það mun ganga upp og ofan, og svo verður einnig með fjárhag- inn. Þér er ekki mjög sýnt um að halda á peningum, og hvað mikið sem aflast er ávallt hætt við, að meiru verði eytt. Ég tel þó, að þú eigir fyrir hönd- um gott hjónaband. HRAÐBÁTAR UTANBORÐSMÓTORAR SJÓSKÍÐI FROSKMANNATÆKI SÓFASETT VANDAÐ, STERKT OG STÍLHREINT SÓFAR TVEGGJA-, ÞRIGGJA- OG FJÖGRASÆTA VERÐ ER SÉRETAKLEGA HAGSTÆTT GGÐ GREIÐ5LUKJÖR HNOTAl%í HÚSGAGNAVERZLUN ÞÖRSGÖTU 1 SiMI 20820 FÁLKINN 49

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.