Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 23
FEGRAR KONUBRJOST Er hægt að furða sig á því? Eins og þessi læknir held- Úr fram, þá er barmurinn tákn kvenleika og kynþokka. í>að mun hann ávallt verða, hvað sem öllum leggjalöngum Og flatbrjósta tízkufatadrósum líður. Afstaða konunnar til barms síns er oft nátengd viss- unni um eigið aðdráttarafl. Árum saman hafa læknar leitað betri aðferða við að fegra og endurnýja útlínur brjósta. Þessi tegund skurðaðgerðar heitir á læknamáli mamma- plasty. Læknirinn, sem ég ræddi við, er einn fremsti skurðlæknir Bretlands á þessu sviði. Hann er hár maður. Af fasi hans og framkomu gætirðu dregið þá ályktun að honum væri skít- sama hvernig allt veltur, en þar myndi þér skjátlast hrapal- lega. Föt hans eru nýtízkuleg ■— og sama er að segja um skurðstofu hans, sem er klædd appelsínugulu silkifóðri, og hjúkrunarkonu hans í rauðum kjól, sem byrjar að minnsta kosti 10 sentímetrum ofan við löguleg hnén. Ef sjúklingarnir búast við notalegum, hæglátum manni með þýða rödd og hlýtt viðmót er viðbúið að hann skjóti þeim nokkurn skelk í bringu í fyrstu. Hann kemur beint að efninu, spurningar hans eru hispurslausar. Snögg- ar. Honum virðist nærri því leiðast. En hann hefur mikið sjálfsöryggi. „Eruð þér góður blaðamað- ur?“ spurði hann, þegar fund- um okkar bar saman. „Eruð þér góður læknir?“ spurði ég. „Vitanlega er ég það,“ sagði hann. Öryggi hans er smitandi. Og honum er í raun og veru annt um sjúklinga sína. Hann vill fá að vita, hvers vegna þeir vilji láta gera aðgerðina. Þetta er afar mikilvægt. „Ástæðan er sjaldnast sú, sem þær gefa upp,“ sagði hann. „Þær segja mér að það sé vegna þess að „fötin fari ekki vel á þeim“ eða „þær haldi að það myndi hjálpa þeim í starfi þeirra.“ Þetta er algeng ástæða hjá leikkonum og næturklúbba- söngkonum. En sumar þeirra hafa stundað sömu vinnu árum saman. „Hvers vegna halda þær þá allt í einu að tvö ný brjóst geti orðið þeim að liði í starfinu. Hinar raunverulegu ástæður grefur maður fram smátt og smátt. Þær eru venjulega af sama toga spunnar og stafa af óhamingju í hjónabandi eða ástarævintýri. Þeim finnst að eiginmenn þeirra eða elskhug- ar myndu elska þær heitar, ef brjóst þeirra væru ekki svo flöt — eða stór — eða slap- andi — eða ljót.“ En myndu þeir gera það? Eins og læknirinn segir, kenna margar konur lögun brjóstanna um ófarir sínar og halda að smávægileg skurðaðgerð geti kippt öllu í lag. Áður en nokkur aðgerð er hafin segir skurðlæknirinn sjúklingi sínum, hvað hann geti gert og hvernig hún muni líta út á eftir. „Gott og vel,“ segir hann. „ímyndið yður nú að þér hafið tvö óaðfinnanleg brjóst. Hvaða breytingu mun það valda í lífi yðar?“ Smávegis umhugsun um þessa spurningu fær sumar konurnar til að hætta við allt saman og fara heim. Samtalið sjálft verður læknisaðgerð og þeim verður ljóst, að enda þótt fagur árangur næðist með upp- skurðinum þá er hann ekki svarið við vandamálum þeirra. „Sjáið þessa til dæmis,“ segir hann. „Hún er dansmær. Lét laga nefið á sér fyrir skömmu. Var samt ekki ánægð. Nú hefur hún látið laga brjóst- in. Þjáist bersýnilega af ein- hverri vanmáttarkennd.11 En jafnvel þótt ástæðurnar eigi sér ávallt dýpri rætur og brjóst sjúklingsins séu sjaldan raunverulega orsökin fyrir van- sælu hennar, þá benda sjúk- dómstilfellin til þess að fegr- unaraðgerðir veiti sjálfsöryggi og geti átt þátt í lækningu meinsins. Það er t. d. frú C., 28 ára gömul húsmóðir. Hún var al- .gerlega flatbrjósta enda þótt hún hefði verið sæmilega vel vaxin áður en hún hafði börn- in á brjósti. Henni fannst hún vera gjörsneydd kynþokka og það jók enn á óhamingju henn- ar að eiginmaðurinn kom með athugasemdir eins og: „Hvað ertu eiginlega, karl eða kona?“ Að lokum yfirgaf hún mann sinn og fékk sér atvinnu, en skildi börnin eftir hjá móður sinni. Hún spurðist fyrir um hvort skurðaðgerð gæti orðið henni að liði, 'aðgerðin var framkvæmd, og hún lá í þrjá daga í sjúkrahúsi. Árangurinn varð fagurfræðilega mjög góð- ur. Sjúklingurinn varð ánægð- ari með sjálfa sig og fékk auk- ið sjálfstraust. Hún fór og heim- sótti mann sinn, sem spurði samstundis: „Hvenær kemurðu aftur til mín?“ Frú O. var einnig húsmóðir, þrítug að aldri og hafði sömu- leiðis aflagazt í vexti við að hafa börn á brjósti. Brjóst hennar voru aðeins tveir tómir húðpokar, sem henni var raun að. Hún gekk með gervibrjóst. Þessi kona stóð ofarlega í mannfélagsstiganum og þurfti oft að taka á móti gestum en gat aldrei verið í þeim fötum, sem henni geðjaðist bezt að. Árangurinn af aðgerðinni varð allsherjar verzlunarferð, þar Þessi litla flaska inniheldur silicone, sem dælt er í brjóst- in til þess að stækka þau. sem hún keypti öll föt, sem hana hafði langað í og sumar- leyfisferð til frægs baðstaðar á Rivierunni, sem hún hafði aldrei áður þorað að heim- sækja. Það fyrsta, sem skurðlæknir- inn gerir, er að taka skýrslu af konunni, hann spyr um aldur hennar, starf, hjónaband, fjölda þungana og fjölda barna eða fósturláta. Hann vill einnig fá að vita á hvaða stigi fósturlát hafi átt sér stað, hvort sjúkl- ingurinn hafi haft barn á brjósti eða brjóstin verið þurrk- uð upp. Allt hefur þetta mikla þýðingu, ef hann á að geta gert sér fulla grein fyrir verkefninu. Næst er það umkvörtunar- efnið. Eru brjóstin of stór, of lítil, vanþroskuð eða aflöguð eftir fyrri skurðaðgerðir? Hann spyr um megrunar- kúra. Strangir megrunarkúrar geta oft valdið aflögun á brjóst- um. „Konur fara í matarkúra og brjóstin megrast, en þær standa eftir með digur læri, feitar mjaðmir og brjóstalaus- ar,“ sagði hann. „Eins er það út í hött að gera uppskurð á Jsonu, sem kvartar um of stór brjóst, ef hún er of feit yfir- leitt. Hún verður fyrst að fara Stóra myndin: Skurðlæknirinn við skrifborð sitt. í opnu bók- inni fyrir framan hann eru myndir af brjóstum fyrir og eftir aðgerðina. FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.