Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 6
Fálkinn 27. tbl. — 39. árg. — 18. júlí 1966. E F N I SVARTHÖFÐI SEGIR ................... 6 — 7 ALLT OG SUMT ....................... 8 — 9 DAGUR MEÐ TÚRISTUM .................. 10—13 SÁLFRÆÐI DAGLEGALÍFSINS ................ 13 EITUR HINNA FJÓLUBLÁU DRAUMA, grein um LSD neyzlu í Bretlandi............. 14—17 YFIR ATLANTSHAF Á ÁRABÁT ............ 18—20 UNDARLEGIR HLUTIR ...................... 21 LEIKIÐ FJÓRHENT ..................... 22—24 HÖFRUNGAR OG TÆKNIFRAMFARIR............. 25 FURÐUR HIMINS OG JARÐAR, eftir Hjört Hall- dórsson ........................... 26—27 SUMARTÍZKAN ......................... 28—29 RAQWELCH, grein um nýja kvikmyndastjörnu 30—31 UNG STÚLKA ÓSKAST, framhaldssaga eftir Gunilla Hjelmars .................. 32—34 STJÖRNUSPÁ ............................. 35 f SVIÐSLJÓSINU ...................... 36—37 BANGSI ............................... 49 KROSSGÁTA .............................. 50 FORSÍÐUMYND: Stúlka við Gullfoss. Ljósm.: W. Keith. 1 NÆSTA BLAÐI heíst bróðskemmtilegur — og vonandi gagnlegur — greinaflokkur um „uppeldi eiginmanna". Þá segir frá konu, sem sá manninn sinn hengdan í sjónvarpinu. Sovézki stórnjósnarinn Abel segir frá því hvernig hann var handtelcinn í Bandarikjunum, og hvernig honum fókst a3 Iosna vi3 mikilvœg sönnunargögn. Myndaopna verður um hjartaskurð, sem raunar mistókst. Greint er frá sundfata- tízkunni og tilheyrandi gleraugum. Stuttar greinar eru um menningarsjúkdóminn „stress" og tilraunir meS mannapa. Þá er og grein er nefnist: FegurSin og auSœvin, en hvorutveggja er eftirsóknarvert út af fyrir sig. Föstu þcettirnir verða eins og venjulega. Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson (áb.). BlaSamenn: Steinunn S. Briem, Grétar Oddsson. Ljósmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Hrafn Þórisson. Auglýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Kristján Arngrímsson. Útgefandi: Vikubiaðið Fálkinn h.f. AÖsetur: Ritstjórn, afgreiösla og auglýs- ingar: Grettisgötu 8, Reykjavík. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — Verð í lausasölu 30,00 kr. Áskrift kostar 90,00 á mánuöi, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun meginmáls: Prentsmiðja Þjóðviljans. Myndamót: Mynda- mót h.f. TRUMAN Bandaríkjaforseti sagði á örlagastundu, að hann héti flokksmönnum sínum tvennu, að stytta stríðið og vinna friðinn. Þetta orðtak, að vinna friðinn, hefur verið hent á lofti síðan, enda óvenju spaklega mælt af leiðtoga ( þjóðar, sem ætlaði sér heimsforustu. Margrómuð Marshall- hjálp var einn liðurinn í því að vinna friðinn og sá mannleg- asti, en í kjölfarið fylgdu áhrif og óbein völd, sem hefur hrundið nokkrum hluta Evrópu út í eins konar frelsisbaráttu, eða manndómsstríð gegn þeim svefnþornum allsnægtanna, sem bandamaður okkar í vestri beitir af hörkublandinni alúð í þeirri viðleitni sinni að gera friðinn að sínu einkafyrirtæki, einskonar Kanafrið. Truman vissi hvað hann var að segja, þegar hann talaði um að vinna friðinn. Slík forsjá er stjórn- málmönnum nauðsynlegur eiginleiki, bæði í stóru sem smáu. Kannski er það vegna óvenjulegs forsjárleysis, sem íslenzkum stjórnmálamönnum hefur ekki síðan stríðinu lauk tekizt að vinna nokkurn þann frið, sem stóð til boða, og hver ríkis- stjórnin á fætur annarri hefur orðið að gefast upp, ef ekki vegna gengisfellinga, þá vegna verðbólgu. Nú er ísland svo lítið fyrirtæki miðað við aðrar þjóðir, að þeir Wilson, De Gaulle eða Johnson gætu stjórnað því í matartímanum eða þá þeir fengju frúm sínum það í hendur til að glingra við. En hér hvílir mikil alvara yfir öllum athöfnum og ákvörðunum, og ábyrgðarþunginn og virðuleikinn setur feigðarsvip á um- hverfið. Menn, sem ráða ekki við frið og geta ekki unnið stríð, sem hér eru háð án vopna, þyrftu öðru hverju að geta hlegið — með sjálfum sér. « Þrjár hreyfingar ÞRÁTT fyrir langvinnar hrakfarir og miklar, eru þrír af ^ fjórum flokkum landsins búnir að ná töluverðum aldri. Þegar litið er yfir farinn veg, hefur enginn þessara þriggja flokka unnið neitt annað en það, sem sjálfsagt hefur þótt að koma í kring í siðmenntuðum löndum Evrópu á sama tíma, nema þeir hafa komið sér upp nokkrum vandamálum, sem virðast næsta óleysanleg. Fjórði flokkurinn hefur svo setið álengdar eins og nákráka og farið að dæmi kamelljónsinsi skipt um lit eftir því hvernig birtan hefur fallið á hann í frumskógi stjórnmálanna innanlands og utan. Öllum þessum flokkum er það sameiginlegt að hafa horft niður með nefinu á sér í þjóðmálum og niður með nefi annarra í utanríkismál- ■ Sam- norræna Kæri Fálki! Mig langar til að fá álit ykk- ar á þessari Sam-norrænu sunddellu sem ennþá einu sinni grasserar um landið. Hvað á það að þýða að vera alltaf að keppa á móti þessum svoköll- uðu bræðraþjóðum okkar, sem hafa komið stigaútreikningn- um þannig fyrir að það sé ómögulegt hjá oklcur að vinna keppnina. Mér er sagt að eftir að við burstuðum þá svo glæsi- lega þarna um árið, þá hafi þeir búið svo um hnútana, með þvi að láta reikna stigin í raf- magnsheila að við höfum eng- an sjens, þó að þetta líti nógu vel út á pappírnum til að plata þessa forráðamenn okkar hérna, til að gangast inn á þessa vitleysu. Hvað finnst ykkur? Eigum við að láta setja rafmagnsheila í okkar sund-eð- jóta, svo að þeir geti séð við Skandinövunum, eða finnst ykkur að þessi deila geti hald' ið svona áfram? Eitthvað verð- ur að gera Því okkar menn virðast vera kornnir með vatn á heilann. Ó-Syndari. Svar: Alit okkar á „þessári Sarn- norrænu sunddellu" er nánast þaö sama og þitt og reyndar má segja þaö um allt sem nefn- ist Sam-norrœnt yfirleitt. Enn- fremur finnst okkur aö viö /«' FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.