Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 25
Höfrungar og tækni- framfarir eítir Sergei Shantyr Furðulegasta niðurstaðan af rannsóknum, sem gerðar hafa verið á höfrungum, er auðvitað skýrsla bandaríska vísindamannsins John Lilly, um að tilraunahöfrungur- inn hans hafi „fengið mál- ið“. Útlit er fyrir að dýrinu hafi á endanum skilizt, að maðurinn var ekki bara að horfa á það, heldur að rann- saka það. Daginn áður en höfrungurinn dó í þágu vís- indanna, sagði hann lágri röddu við annan höfrung — á ensku — „They deceived us.“ Sem þýðir: „Þeir sviku okkur“. Þessi segulbands- upptaka hefur verið rann- sökuð hvað eftir annað og ávallt valdið vísindamönn- um jafnmiklum heilabrot- um. Heimsbókmenntirnar eru fullar af lýsingum á furðu- legum atvikum tengdum höfrungum. Höfundarnir benda á gáfur, skarpan skilning og skapgæði þess- ara skepna, minnast atvika þegar höfrungar björguðu fiskimönnum úr bráðri hættu og fólki frá drukkn- un. Sergei Kleinenberg, sov- ézkur vísindamaður og dok- tor í náttúrufræði, segir eftir 12 ára rannsóknir á höfrungunum, að hann hafi hvað eftir annað orðið sann- færður um undraverða vin- áttu þeirra í garð mannanna. Fjöldi vísindamanna um allan heim, eru um þessar mundir að reyna að skilja þessa veru, sem ef til vill er næst manninum í þróun- inni Þeir bjartsýnustu halda því fram, að manninum verði fært að skýra mörg vandamál í sambandi við sjóinn og afla nýrra upp- lýsinga um líffræði sjávar- ins, siglingafræði, hljóð- myndunarfræði og starfsemi heilans, þegar þeim hefur tekist að komast í samband við höfrungana. Hvalfiskarn- ir munu hjálpa vísindamönn- um að finna óþekkta neðan- sjávarstrauma og mæla hita og seltu víðáttumikilla haf- svæða. Höfrungar laga sig prýði- lega eftir hitastigi, gtraum- þrýstingi, seltumagni og staðsetningu stjarna og sól- ar. Og það sem meira er um vert: Þeir vinna úr öll- um upplýsingum um um- hverfið með heilanum á einu augabragði. í stuttu máli: Það eru miklir mögu- leikar bundnir við sam- vinnu við þennan „merki- leg.. sjávarbúa“, eins og vís- indamennirnir eru farnir að kalla höfrunginn. Vísindamenn í haffræði- stofnuninni í Sevastopol hafa sett á sér það mark, að upplýsa leyndardóminn um hreyfingar fiska og höfr- unga í vatni. Yuri Aleyev náttúrufræði- doktor við eina af undirdeild- um stofnunarinnar segir: „Maðurinn hefur fyrir löngu komist fram úr dýr- unum í lofti og á láði, með því að gera bíla og járn- brautarlestir, sem fara með meiri hraða en nokkurt fer- fætt kvikindi, og flugvélar, sem komast lengra en nokk- ur fugl. En í vatni hafa frumbyggjarnir ennþá for- ystuna. Hraðskreiðasti kaf- bátur nær 50—60 km hraða á klukkustund, en túnfisk- ur kemst upp í 90 km hraða á klukkustund og sverðfisk- urinn allt upp í 130 km á klukkustund. í stríðinu var eitt sinn smíðuð flugvél með ófleyg- mynduðum vængjum, en hún reyndist illa. Lögun vængjanna var um að kenna og var nauðsynlegt að breyta henni og flugeigin- leikar vélarinnar bötnuðu um allan helming. En hjá höfrungum og fiskum náðist þessi áfangi í þróuninni löngu áður en maðurinn fann upp steinöxina fyrir mörgum milljónum ára. Nú- tíma tækni gæti grætt mikið á því að rannsaka það sem þegar er vitað. Höfrungurinn er einn af beztu sundgörpum heims. Hreyfiflötur þeirra er ugg- arnir og skrokkurinn, rétt eins og hjá fiskunum. Eitt sinn settu vísindamenn líkan af hákarli í vindgöng og komust að, sér til mikillar undrunar, að hákarlsskrokk- urinn, sem sekkur sé hann hreyfingarlaus, fékk flot þegar hann hallaðist 2 gráð- ur miðað við fallstefnu. Með núll gráðu halla var flot- ið 4,6%. Jafnvægisuggarnir eru mikilvægur þáttur í þessu máli. Þeir vinna líkt og „flaps“ sem flugvéla- smiðir fundu upp til að auka burðarflöt vængjanna. Og raunar má bæta því við, að staðsetning jafnvægisugg- anna á höfrungum, hákörl- um og styrjum, svarar ná- kvæmlega til „flapsanna“ á flugvélunum. Floteðlisfræði og flugeðlis- fræði (hydrodynamics og aerodvnamics) eiga margt sameiginlegt, og rannsóknir á sköpulagi höfrungsins hafa ekki aðeins heillað kafbáta- smiði, heldur flugvélasmiði ekki síður. Til þess að rannsaka flot- eiginleika höfrunga og fiska, bjuggu vísindamenn stofn- unarinnar til líkan af styrju, en lögun hennar er áþekk flugvélarvæng. Þetta var tré- líkan þrisvar sinnum stærra en venjuleg styrja. Líkanið hafði flotið aðeins fyrir neðan núll, en í ljós kom að við drátt skapaðist flot í fremri enda líkansins, líkt og gerðist með flugvélar og fyrir áhrif flotsins, hefur líkanið jafnvel komist upp á yfirborðið. Niðurstaðan varð sú, að stór hluti flotsins í fisk- um og höfrungum felst í skrokknum, en hinn í ugg- unum. Mikilvægt atriði í þessu sambandi er geta hvalsins til að kafa snöggt á mikið dýpi. Maður með súrefnis- geymi getur kafað hundrað metra niður, en skíðishval- ur kemst á kílómetersdýpi og stenst hinn gífurlega þrýsting sem þar er. Sannað hefur verið að svitaefni þeirra, myoglobin, er mikill þáttur í þessu máli. Áður en köfun fer fram bindur það mikið magn af súrefni, sem notast af vöðvunum. Mörg vandamál hafa leystzt með aðstoð höfrung- anna. T. d. hjálpuðu þeir til að finna ástæðuna fyrir ið- unni sem myndast, þegar hlutir hreyfast í vatni eða lofti. Hjá fiskum, eins og makrílnum, sem þó virðist vera alveg straumlínulagað- ur, ber mikið á þessari iðu. Sannast hefur að leyndar- dómurinn um mótstöðuleysi hvala og höfrunga liggur í hinni óvenjulega mjúku og sléttu. húð. Vísindamaður nokkur bjó til húð úr gervi- efnum og setti hana utan um tundurskeyti. Árangur- inn varð sá, að mótstaðan minnkaði um helming og hraðinn jókst að sama skapi miðað við sömu vélarorku. Með rannsóknum á sjávar- dýrum og fiskum, er hægt að læra margt sem kemur að góðu gagni í smíði kaf- báta. Sá dagur er ekki langt undan, að ýmsum náttúru- lögmálum verður snarað á vskiljanlegt mál af vísinda- mönnum og af því verði til tæki og vélar, sem taka langt fram þeim, sem nú eru þekkt. — APN. FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.