Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 12
Geysir sefur. Strokkur er myndaður í bak og fyrir, og hrifning útlendinganna nær hámarki. Sartre minn er vopnaður kvikmyndavél. og hann lætur ekki sitt eftir liggja. Ég hugsa um, hvort Strokk- ur sé fáanlegur til þess að lána honum hugmyndir. Hann hlýtur að þykkja líf- ið undir niðri. Kristján segir frá gangi mála í sambandi við hveri og hvera- gos. Hann kann sitt fag, maðurinn sá. Og konurnar tísta. Ein af konunum er þýzkur Gyðing- ur en búin að vera búsett lengi í Ame- ríkunni, svo helztu einkennin eru horf- in. En nefið leynir sér ekki. Þessi er um sjötugt, með gleraugu og vel til höfð. Ekkja. Og fyrirtækið er komið í hendur barnanna. Hún er búin að vera í nokkur ár á ferðalagi. Henni er hjálp- að yfir helztu hjólförin á veginum. En hún lætur ekki á sig fá, konan sú. Og hún virðist skemmta sér hið bezta. Næst er Gullfoss áætlaður. Miðja vegu er Hekla á hægri hönd. Fyrrver- andi dyr helvítis. Svo er Brúará til. Þar var Jóni Gerrekssyni drekkt á seinni hluta 15. aldar. beint undir brúnni. Það fahnst konunum voðalegt, karlmennirn- ír hugga þær. Ég er hlutlaus. Svo er komið að Gullfossi. Þar tekur á móti hópnum Sigríður veitingakona. Hún hefur sitthvað að segja, ekki sízt frá viðskiptum sínum við stjórnarvöld- in. — Ég hef rekið hér veitingaskála í 13 ár. segir Sigríður. — Og það ættuð þér að vita, að það er skömm að því, hve lítinn áhuga stjórnarvöldin sýna þessum stað. Nú nýlega var lagt raf- magn hér í sveitina, en það var ekki lagt nema að næsta bæ hér við, þremur kílómetrum hér fyrir neðan. Það mundi kosta 270 þúsund að leggja hingað upp éftir. Ég hef talað við Ingólf á Hellu en hann segir að það séu ekki til pen- ingar fyrir Þessu. En það þarf sko ekki að segja fullorðnu fólki, að ríkissjóður eigi ekki 270 þúsund krónur. Ég er ákveðin í að leggja þetta fyrir alþingi í haust. Ég er með dísil núna, gamla vél. Það er skelfing leiðinlegt að hávað- inn úr henni skuli spilla fossniðnum. Þessi staður gætí verið mikið aðdrátt- aráfrfyrir ferðamenn, ef eitthvað væri gert fyrir’ hann. Timburhúsið er orðið afgamalt, þótt það líti sæmilega út. En það getur hæglega fokið hvenær sem er. Svo mörg voru þau orð. Ekki minnkar hrifningin við fossinn. Hann breytist ekki, þrátt fyrir dísel- inn. Sartre kvikmyndar stöðugt. Ný grunsemd er vöknuð. Kannski er mað- urinn bara að semja kvikmyndahand- 12 FÁLKINN DAGUR MEÐ TÚRISTUM rit. Ég veit það ekki. Þegar Gullfoss er runninn ásamt kaffi og kökum frú Sigríðar er haldið áfram, nú er farið í Grímsnesið og Kerið skal sýnt. Fólkið fyrir framan mig var af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum eftir- minnilegt. Gamall góðlegur maður geð- felld kona og tvítug dóttir. Ensk. Mað- urinn lætur svo vel að dóttur sinni, að það fer ekki á milli mála, að hann er faðir hennar. Öll fjölskyldan brosir, brosir og brosir. Og að því loknu bros- ir hún. Þau reykja. Þau reykja ógrynnin öll af sígarettum. Ef allir væru svona ánægðir, þá væri gaman að lifa. Enski maðurinn ætlar að hlusta á lögreglu- kórinn í kvöld. Sá hlær nú. Hjá Kerinu er áð. Frakkinn kvik- f myndar, Englendingurinn brosir, sú þýzk-júðsk-ameríska klórar sér í nef- inu, en Þjóðverjinn hreinræktaði telur peninga. Kerið er alltaf samt við sig. Og þegar þjóðirnar eða fulltrúar þjóð- anna hafa lokið skyldustörfum sínum láta þeir aðdáun sína í ljós. Síðan er haldið af stað. Ekki má gleyma að minnast á tvær sænskar blondur, sem sífellt eru að skipta um sæti. Þær bera utan á sér bragð velferðarríkisins, en svo skipta þær um sæti, flissa og snúa sér undan. Sagði einhver eitthvað? Ja, hvur djöfullinn, springur ekki á bílnum. Bjarni og Kristján hlaupa út, og það er ekki um að villast. Eitthvað vantar, því það verður að biða eftir bíl. Svo kemur bíll, Þjóðverjinn hjálpar til við að skipta um dekk, og blondurnar klappa fyrir hetjunum, þegar allt er komið í lag. Þetta er nú gaman. Og þá er það Hveragerði. Blómin í Eden eru skoðuð, og Bjarni kominn eitthvað bak við, líklega í eldhúsið eins og við Gullfoss og Geysi og hvar var nú aftur stanzað? Þegar útlendingarnir eru búnir að dást og kaupa og Kristján búinn að útskýra og Bjarni búinn að borða og klípa stelpurnar er haldið af stað. — Var þetta aldingarðurinn Eden? spyr sú þýzk-júðsk-ameríska Bjarna á leiðinni út. — Sástu ekki Evu? spyr Bjarni og bendir á afgreiðslustúlkuna. — Nú, en hvar er þá Adam? spyr sú þýzk-júðsk-ameríska. — Inni að klæða sig. Og nú er haldið yfir heiðina og til höfuðstaðarins. Home sveet home, — þar fornar súl- ur flutu á land, eins og við segjum fyrir kosningar. Það er glaður og reifur hópur sem keyrir inn í Reykjavík, þetta kvöld, seint í júní. Þeir Kristján og Bjiarni hafa svo sannarlega gert þessum útlend- ingum daginn ógleymanlegan. Og það voru glaðleg andlit, sem þökkuðu þeim fyrir góðan dag. Sólin er ekki ennþá komin upp og það er komið kvöld. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.