Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 20
Myndirnar eru af leið- inni sem þeir félagar reru yfir Atlantshafið frá Sandy Hook í Bandaríkjunum til Le Havre í Frakklandi, farkostinum, með þá sjálfa undir árum og heiðursmerkinu, sem bandaríska blaðið sæmdi þá að sigrinum unnum. * * borð, af því að báðar líniirnar voru festar sömu megin. Bátúr- inn var fullur af vatni, og í hvert skipti, sem það virtist ætla að heppnast öðrum okkar að komast um borð fór báturinn aftur á hliðina. Að lokum heppnaðist það mér að draga Harboe um borð, en þá var hann orðinn svo máttfarinn, að minnstu munaði, að hann drukknaði í vatninu um borð í bátnum. Eftir þessa erfiðleika lítur út fyrir, að lítið gagn yrði meira af Harboe. Hann er orðinn stokkbólginn í andlitinu, og átti erfitt með að hreyfa sig. En þetta batnar þegar við getum farið að róa aftur.“ En skyldu þeir missa móðinn eftir þetta — og 76 tíma sveínleysi? Það var því að þakka, að svo varð ekki, að nú kom gott veður, þeir sáu reykjarmekki út við sjóndeildar- hringinn, og gleðin yfir því að vera ekki gleymdir af guði og mönnum. Þetta kemur greinilega fram í þeim stuttu setningum, sem meiri hlutinn af því sem efti- er af dagbók- inni samanstendur af. I fyrsta skipti skýra þeir þarna frá því, að þeir hefðu skrifað fjölskyldunum bréf, og að þeir hefðu skrifað lýsingu á þeim hluta ferðarinnar, sem lokið var. Það var fyrir New York World Telegram. ★ SKEMMTILEGUR FUNDUR Á HAFINU Miðvikudaginn 15. júlí mæta þeir norsku skipi, Cito frá Larvik. Veðrið er gott, og þeir geta farið um borð og borðað góða máltíð. í dagbókinni segir: „Við gátum varla gengið, þegar við komum upp á dekkið, en við vorum meðhöndlaðir eins ’og greifar. Þ EIR á Cito hjálpuðu þeim líka til þess að endur- nýja matarbirgðirnar, sem voru orðnar litlar, vegna þess hve mikið þeir höfðu misst. Þeir fengu leika brúsa með drykkjarvatni, og ná- kvæma lýsingu á því að þeir „hefðu mætt Cito á 47 10 N og 31 20 V, 15 júlí, 1896. Þetta var undirskrifað af skipstjóranum á Cito. Samuelssen skrifar hér — til viðbótar við athugasemdir Harboes í dagbókina: „Við fengum einnig tvær flöskur af geniver, það kom sér vel, því við höfðum ekkert áfengi með okkur frá New York. Klukkurnar okkar voru einnig lagaðar, þannig að við gátu aftur farið að fylgjast nákvæmlega meðþ ví, hvað timanum leið. En það liðu ekki margir dagar, þangað til þær stönzuðu aftur. Eftir að hafa yfirgefið Cito, héldu þeir áfram, og við tok góðviðristímabil, þeir voru í ólíkt betra skapi. Þeir fundu tunnu, sem innihélt ljósaolíu. Þeir höfðu 'enga þörf fyrir hana, svo hún var aftur sett fyrir borð. 24. júlí mættu þeir litlum norskum fiskibát. Þeir voru drifnir um borð og fengu góða máltíð. Og ennþá fá þeir nákvæma lýsingu á því „að þá vanti bæði segl of mótor“. Dagarnir líða hver öðrum líkari. í dagbókinni frá þessum dögum er aðeins að finna tæknilegar athugasemdir, — þangað til laugardaginn 1. ágúst. Nótt var góð og það var þægilegt að róa. Klukkustundu fyrir sólsetnr urmwötva þeir fjall í norðri,'og tveim tímum seinna náðu þeir landi, í fyrsta sinn eftir 56 sólarhringa á sjó. Það er Scilley Island, sem þeir voru komnir til, það fengu þeir að vita á rússneskri skonn- ortu, sem þeir höfðu mætt. Klukkan 11 um morguninn gengu þeir á land. En ferðinni var samt ekki lokið, því lokatakmarkið var Le Havre í Frakklandi. Og þegar næsta dag lögðu þeir af stað, eftir að hafa sofið um nóttina, — í bátnum! Þeir reru á daginn, varpa akkeri um næstur og taka öllu með ró, þeir voru jú búnir að sigra Atlantshafið. Föstudaginn 7. ágúst komu þeir að Frakklandsströndum, en mikið óveður gerði það að verkum, að þetta varð allt annað en skemmtireisa. Sjórinn gekk yfir bátinn og þessa nótt urðu þeir að ausa stöðugt til þess að halda bátnum á mloti. Klukkan 9 þann 8. ágúst um morguninn komu þeir til Le Havre, eftir 62 sólarhringa frá því að þeir lögðu af stað frá New York. ★ GLEYMDUST f NANSEN HRIFNINGUNNI « Frá Le Havre fóru þeir til Parísar, þar sem þeir tóku á móti tveimur gullmedalíum, — og þaðan til London, þar sem þeir stilltu bátnum til sýnis og græddu á því peninga. En svo héldu þeir til Noregs, þar sem þeir væntu mikils heiðurs. En einmitt um þetta leyti hafði landkönnuðurinn frægi, Friðþjófur Nansen, nýlokið ferð sinni og allt snerist um hann og félaga hans. Þeir reyndu að stilla bátnum til sýnis í Tivoli-garðinum, en enginn hafði áhuga á litlum árabát, þegar hægt var að heiðra Fram með því að horfa á hann. Það var fyrst í Farsunds, Framh. á bls. 4L 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.