Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 36
í SVIÐSLJOSINIJ Bl:\Eb.KT VIGGOSSON SKRIFAR FYRIR LNGA FOLKID LÉTTLEIKI -HRAÐI - -OÓÐ LÖG- ERU EINKUNNAORÐ ÞÁTTARINS Á NÓTUM ÆSKUNNAR Það vakti mikla athygli á sínum tima, þegar Jónas Jónasson byrjaði að kynna vinsælustu slagarana þætt- inum LÉTTIR TÓNAR. Það vakti ekki síður minni at- hygli 10 á^’um síðar, þegar tveir ungir og áhugasamir menn, Pétur Steingrímsson og Jón Þór Hannesson fóru af stað með svipaðan þátt, að því undanskildu, að þeirra þáttur var ekki í óskalagaformi, heldur kynntu þeir á léttan og skemmtilegan máta nýjustu dægurlögin þennan hálftíma sem þeir höfðu til umráða og einmitt þess vegna nýtur þáttur þeirra, Á NÓTUM ÆSKUNNAR, mikilla vin- sælda. En það eru margir, sem hafa litla sem enga hug- mynd um þá miklu vinnu, sem liggur að baki einum slíkum þætti. Þetta viðtal við piltana, sem fer hér á eftir, gefur nokkra hugmynd af því m. a., hvernig þeir vinna þáttinn. Er þátturinn sniðinn eftir erlendri fyrirmynd? PÉTUR: Þátturinn, sem slíkur er ekki nýr af nál- inni í útvarpinu. Úlfar Sveinbjörnsson á heiðurinn af tilkomu hans. Þá hét hann Fjör I kringum fóninn, Síðan tók Andrés Indriða- son við, en ég og Jón erum fyrstir til að vera tveir um stjórnina. Frá byrjun hefur hann verið á laugardags- eftirmiðdögum. Hvað þetta snið á þættinum snertir tök- um við ekki neinar erlend- ar útvarpsstöðvar til fyrir- myndar. Hins vegar gætir auðvitað einhverra áhrifa þaðan. JÓN: Ég get ekki ímynd- að mér, að stjórnandi svip- aðs þáttar, t. d. í Radio Caro- line myndi verða lengi við lýði, ef hann kynnti og af- kynnti lögin ávallt á sama máta: Þetta er og þetta var. Við verðum skiljanlega að nota þessi orð við og við, en reynum að forðast ofnotk- un á þeim. Kjörorð þáttar- ins er: Léttleiki — hraði — góð lög. Nú, svo er annað mál, hvort að úr þessu verði sú heild, sem hlustandinn meðtekur. Þetta snið hefur ekki verið notað fyrr í út- varpinu, heldur hefur þetta ávallt hjakkað í sama far- inu, ár eftir ár, og ef ein- hver hefur vogað sér að breyta til og segja eitthvað frá eigin brjósti, þá hefur sá hinn sami verið álitinn eitthvað tæpur til heilsunn- ar. Hvernig vinnið þið þátt- inn? JÓN: Maður er að hugsa um þetta alla vikuna. Hug- myndirnar fær maður úr enskum músíkblöðum og frá útvarpsstjöðvu. Út frá þessu kjöftum við í kring- um lögin og ef andinn kem- ur yfir mann, þá segir mað- ur eitthvað frá eigin brjósti. Það fer yfirleitt eitt kvöld í upptökuna, en tvö, ef það á að kynna íslenzka hljóm- sveit. PÉTUR: Þá má gjarnan bæta því við, að þessar hljómsveitir koma lítt sem ekkei’t æfðar í upptökuna, en skiljanlega er það mjög bagalegt, því við höfum nóg með okkar verkefni, þó við förum ekki að standa í því að benda strákunum á það, hvaða lög þeir eigi að flytja og á hvern hátt. Þó ótrúlegt sé, eru þær hljómsveitir, sem koma fram í fyrsta sinn, bezt undirbúnar að öllu leyti. Voruð þið ekkert óstyrkir fyrir fyrsta þáttinn? JÓN: Langt því frá. Pétur er daginn út og daginn inn að telja kjarkinn í menn, sem eru að koma í fyrsta sinn í útvarpsstúdíóið, þess vegna hefði það verið ófyrir gefanlegt, ef hann hefði klikkað, þegar hann stóð sjálfur fyrir framan hljóð- íxemann. PÉTUR: Þetta er nú kann- 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.