Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 48

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 48
skerminn úr allri hættu. Hrædd- ar burt, en léku hlutverkið til enda. Hefði Miss Sills vaknað myndi hún hafa séð ólögulegt flykki skríðandi á fjórum hönd- um Hún myndi hafa æpt og Hattie æpti. Síðan yrði sagt: „Kæra Miss Sills, þér eruð ekki með sjálfri yður. Þetta hefur verið yður of erfitt. Nokkurra vikna hvíld...“ Svo yrði ekki framar nein Miss Sills. Svo yrði ekkert framar. Verður lampinn fjarlægður áður en einhver sér hann, ein- hver sem er vinveittur? Og ef það verður, hvaða skýring verð- ur gefin á því...? Brjóttu ekki heilann um það, þú veizt að lampinn verður tekinn. Gleymdu lampanum, reyndu að muna hitt. Það gæti verið eitthvað, eitthvað smávegis. Hattie. Hve löngu seinna var það? Einni mínútu, tveim mín- útum ? Hver gerir sér grein fyrir tíma i slíku myrkri. Nýi læknir- inn, sem Ralph náði í var of ungur, of óreyndur, en alúðieg- ur og átti töluverðar eðlisgáfur. Hann hafði strax skilið að til einskis væri að bjóða henni töfl- ur úr hennar eigin glasi, en hann reyndi ekki að finna ástæð- una. Glas hans var nýtt og hann hafði látið hana sjá þegar hann tók það upp. Hættulaust, nýtt glas og þar sem Emma var i herberginu og Miss Sills sömu- leiðis ... Þetta er nóg, þetta er nóg, byrjaðu aftur á Hattie. Kannski Hattie ... Nýi læknirinn sagði að Hattie hefði veinað vegna þess að hún hefði haft martröð. En Miss Sills sagði, að Hattie hefði orðið hrædd við vafningsviðinn fyrir utan gluggann. Þau trúðu því sem þau sögðu; það var þetta sem þeim hafði verið sagt. En Hattie þekkti hvert lauf á þess- um vafningsvið, hverja lykkju og sprota. Það sem Hattie hafði séð, var svart flykki með fjórar hendur, en henni myndi verða talið hughvarf. Ef Hattie gæti aðeins talað áður, talað alls stað- ar, við alla. Jafnvel við kaup- mennina. Kaupmenn töluðu oft og dreifðu fréttum. Hafði verið nógu bjart til þess að Hattie gæti séð hendurnar? Ef Hattie minnist á hendurnar og það bærist réttum aðilum til eyrna — Hver er réttur aðili í þetta skipti? Hver veit um hendurn- ar? Hver veit um þær. Þú sást hann búa þær til. Það var laun- ungarmál, gletta. Hánn sagði þér að hann ætlaði að gefa þær. Hann sagði: „Hver er alltaf að óska þess að liann hafi fjórar hendur?“ Hann hló er hann sagði það. Hugsaðu, hugsaðu. Það var einhver annar sem vissi það, einhver sem kom inn í herberg- ið og sá þær. Hver? Hver kom inn...? Svona, svona, nú ferðu aftur rangt að. Þú lætur hug- ann reika, þú sérð andlit hans fyrir þér. Það er slæmt fyrir þig. Þú heyrir rödd hans aftur. Hættu augnablik og hugsaðu um eitt hvað annað. Kallaðu sjálfa þig gælunöfnunum, sem Miss Sills kallar þig. Það er alls ekki svo vitlaust. Gerðu það nú. Kallaðu sjálfa þig góðu telpuna, ljúf- una... Ég er góða telpan, ljúfa. Byrjaðu nú aftur á kvöldinu í gærkvöldi. Ef til vill hefur þér sézt yfir eitthvað, eitthvað sem getur talað fyrir þig, bent fyrir þig. Fljótt. Fljótt. Lampinn, sem valt niður á gólfið. Myrkrið. Biðin. Ópið. Síðan ekkert. Ekkert, ekkert. Gefst upp. „Þú ert vakandi," sagði Emma. „Það er gott. Og Miss Sills hef- ur fært þér morgunverðinn. Þú svafst eins og engill, og það er vegna þess að þú vissir af mér við hliðina á þér.“ Emma mataði hana með skeið og glerpípunni, skríkjandi og þusandi, og var mikið niðri fyr- ir. „Síminn hringdi í sífeilu — allir hafa frétt af áfallinu sem þér fenguð og vilja láta í ljósi samúð sina. Klukkan er aðeins tíu og fólk er þegar farið að koma í heimsókn. Doktor Bob- cock, Perryhjónin, og viðkunn- anlegi nýi læknirinn. Mrs. Perry kom með indælt hlaup handa yður til hádegisverðar og flösku af Sherry. Borðið þér nú eggið yðar og þá læt ég þau öll koma inn til yðar.“ Miss Sills hagræddi stólnum hennar. „Það er of kalt til að vera úti á svölunum," sagði Miss Sills. „Ég held ég láti hann við gluggann. Það er svo notalegt við sólrikan gluggann og þú get- ur blundað eins og lítiil kettling- ur. Þú þarfnast meiri svefns, skal ég segja þér... Heyrðu Emma, hún vill fá gömlu ábreið- una. Gott og vel, þú getur feng- ið hana, þegar við erum búnir að koma þér fyrir. Þú ert nú meira dekurbarnið. Næstu viku ætla ég að beita aga.“ Emma lét morgunverðarbakk- ann frá sér í ganginum og þær hjálpuðust að við að aka henni að glugganum. Hún heyrði fleiri koma, ganga hljóðlega eins og hæfði því fölki sem vissi að hún hefði átt érfiða nótt. „Leyfið mér að sjá á ykkur fæturna, öllsömun," sagði Emma. „Ég sá ykkur úti i garð- inum og ég ætla ekki að láta bera meira rusl inn á hreint gólf- ið hjá mér.“ „Rusl?“ George Perry. „Lauf og möl um allt. Vaðið hér út og inn í nótt og ég verð að þrífa þetta liggjandi á hnján- um.“ Þau umkringdu stól hennar brosandi og slógu henni gull- hamra. Hún væri hugrökk, hún væri sannur hermaður. Hún væri hraustbyggð kona, færi batnandi með hverjum degi, enginn efi á því. Hún var góðan dag Mrs. Manso; hún var kæra Mrs. Man- son, sem hefði gert' þau svo hrædd. Hún var allt i lagi Mrs. Manson, allt í lagi... Hún lokaði augunum vegna þess að hún vildi ekki sjá andlit þeirra. Radd- irnar sögðu henni hvar þau stóðu og sátu. Miss Sills, sem sat í glugga- kistunni, sagði við einhvern. „Nei, takið ekki ábreiðuna burt. Ég veit að það er heitt, en hún vill hafa hana.“ „Er hún sofandi, Miss Sills?" „Hún hvilist aðeins. Það er góðs viti. Hún er alltaf svona, þegar þér komið inn. Hættið ekki að tala, haldið áfram. Henni þykir gott að heyra raddir í kringum sig, er það ekki, doktor Babcock?" „Vissulega, vissulega. Og hver, með leyfi að spyrja, eiga að verða örlög sherryflöskunnar frá hinni vinsamlegu nágranna- konu?“ Ralph, efablandinn, hikandi. „Ja, ég býst við að við gæt- um...“ „Kiukkan er ellefu," sagði doktor Babcock. „Við höfum staðið í ströngu í nótt.“ „Þessir karlmenn; Þessa flösku á Mrs. Manson ein!“ „Emma, heldurðu ...“ Emma, nöldrandi ánægjulega yfir hinni samkvæmislegu stefnu, sem heimsóknin hafði tekið, flýtti sér að sækja sherry úr borðstofunni. Raddirnar möl- uðu áfrám. Emma glamráði i glösum, þusti fram og aftur, kyrrðist svo loksins. „Ég er fegin að fá að setjast. Mig verkjar í fæturna. Ég er gömul kona, en enginn hugsar um það. I þessu húsi þyrfti maður að hafa fjórar hendur." Hlustið! Hlustið! Hlustið þið öll! Emma er að vitna i einhvern, Emma er að stríða einhverjum — heyrið þið það ekki? Horfið á augu Emmu, sjáið hvert Emma horfir. Segðu það aftur, Emma. Emma, segðu það aftur! „Þakka yður fyrir,“ sagði Emma. „Ég hefði ekkert á móti því. Mig snarsvimar strax af því, en mér þykir gott að fá sopa einstöku sinnum." „Þú getur fengið hvað sem þú vilt, Emma. Húsið allt, eins og það leggur sig.“ „Það gleður mig að heyra,“ sagði Emma, „vegna þess að ein- mitt núna er nokkuð sem ég vil fá.“ Svo kom það. Emma sagði: „Ég vil fá leyfi yðar til að farga þessum lampa þarna við rúmið.“ „Hvað er að honum?“ „Hann er óhentugur. Skermur- inn er of stór. Hann flækist fyr- ir.“ Emma. Líttu á lampann. Líttu á hann. Er Emma — nei, bíddu við, opnaðu ekki augun. Þau eru að ganga um; einhver hefur numið staðar fyrir aftan stólinn þinn. Varlega. Einhver er að bíða eftir því að þú . .. Taktu hendurnar burt af hálsinum á mér. Geturðu ekki beðið þar til dimmt er orð- ið? „Hæ!“ Miss Sills var við hlið hennar. „Hæ, hvað gengur á hérna? Hvernig stendur á því að þú skelfur? Þér er sjóðheitt. Svona, vina, svona. Er nú allt í lagi?“ „Lampi,“ sagði George. „Það minnir mig á svolítið. Segið mér, gerir nokkuð til þótt minnst sé á nóttina í nótt?“ „Því ætti það að vera?“ dok- tor Babcock. „Nóttin er þegar gleymd. Lampi, sagðirðu?" „Jamm. Á augnabliki, sem ég býst við að hafi verið mikilvægt, slökkti einhver á honum.“ „Um hvað eruð þér að tala-“ „Lampann, sem Emmu er i nöp við. Ég hékk út um glugg- ann hjá mér allt í einu varð niðamyrkur hér í þessu her- bergi. 1 hér um bil tvær eða þrjár mínútur. Það var þegar búið að slökkva á litla lampan- um við skerminn. En á þessum stóra var slökkt, síðan var myrkur nokkra stund og þá var kveikt á honum aftur.“ „Þú ert ruglaður, George,“ sagði Miss Sills. „Það var kveikt á honum þegar ég fór að sofa og það var líka kveikt á honum, þegar Mr. Cory vakti mig. Var það ekki, Mr. Cory — eða er það ég sem er orðin rugluð?" „Enginn er ruglaður og George hefur rétt fyrir sér. Lampinn — Nei, ég hef engum sagt það — ég vissi ekki, að það var leyndarmál. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.