Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 44

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 44
HVAÐ GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. avríl: Vertu f.iölskyldurneðlimum þínum til upp- órvunar og veittu þeim það öryggi sem þú eetur, og þeir þarfnast. Fólk, sem býr ná- lægt þér mun á einhvern hátt verða þér h.iálplegt, ef þú þarft þess með og leitar eftir því. Nautið, 21. apríl—21. mai: Fólk, sem þú umgengst daglega og hefur ekki mikla þýðingu í lífi þínu verður allt 5 einu til að vek.ia sérstaklega eftirtekt þína og iafnvel hafa nokkur áhrif á gang einka- mála binna. Tvíburarnir, 22. mai—21. júní: Nýtt tungi l byriun vikunnar gæti orðið til að koma heilmiklu skriði á f.iármálin h.iá þér, en aðal vandamálið í því sambandi er hvernig bezt verði gengið frá f.iármál- unum þannig að allt renni ekki út úr hönd- unum á þér aftur. Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Lífið ætti að brosa við þér þessa dagana og skaltu notfæra þér hagstæða strauma til að fleyta þér áfram. Ef þú ert á ferða- lagi verður þú þó að gæta varkárni og eins að legg.ia ekki of mikið á þig með vökum. Ljónið; 2U. júlí—23. ápúst: Þessi vika verður á margan hátt öðru- vísi en þú hefur vonað. Viturlegast væri fyrir þig að taka lífinu með ró og geyma allar mikilvægar framkvæmdir um stund. Fréttir sem þér kunna að berast valda þér óþægindum. Meyjan, 2h. áaúst—23. sept.: Gamall óskadraumur þinn gæti orðið að veruleika í þessari viku og orðið þér mikil- vægur, sérstaklega í sambandi við persónu- leg málefni þín. Persóna, sem þú hefur augastað á sýnir þér áhuga. Vopin, 2h. sept.—23. okt.: Notaðu sem mest af tíma þínum til að styrk.ia starfsaðstöðu þína og afla þér viður- kenningar hjá ’yfirmönnum þínum. Leggðu samt ekki of mikið upp úr loforðum þeirra sem þú vinnur með. og gefðu ekki loforð nema þú sért viss um að geta staðið við það. Drekinn, 2h. olct.—22. nóv.: Aðaláhugaefni þín þessa stundina virð- ast vera ferðir til útlanda. Það er hætta á dálitlum vonbrigðum í ástamálunum hjá yngra fólki. Notaðu tímann að einhver.iu leyti til að gera áætlanir fram í tímann. Boqmaöurinn, 23. nóv.-~21. des.: Þú verður máske fyrir óvæntri heppni í fiármálunum og er mikið undir því komiö að þú farir rétt með þessa heppni þína. Þú hefðir gott af að kynna þér betur verzlunar- og viðskiptamál. Steinqeítin, 22. des.—20. janúar: Fyrir þá sem eru í giftingarhugleiðing- um er þetta án efa bezti tíminn til að ganga í h.iónaband. Fyrir þá sem kvæntir eru, er heppilegt að stofna til félagsskapar með vináttu fyrir augum. Ferðalög eru ekki heppileg. Vátnsberivn, 21, janúar^-19. febrúar: Þú mátt búast við að verða fyrir ein- hverjum óvæntum fjárútlátum þessa viku, annað hvort vegna gamallar skuldar eða<i sambandi við atyinnu þína. Vertu várkár i mataræði, sérstaklega ef þú ert ekki heima hiá bér. Fiskarnir, 20. febnXar—20, marz: Þetta ætti að verða skemmtileg vika fyr- ir þá sem eru að taka sér sumarfrí. Þeir sem hafa hugsað sér að breyta um starf ættu að láta það biða betri tíma. Reyndu að hlúa að fiölskvldunni eftir því sem kost- ur er á. munað, én hréint og þokkalegt qg hefur gott orð á sér. Eigand- inn er guðhrædd ekkja. Eigum vað að fara? — Hef ég nú verið að tefja yður? spurði Lotta full iðrunar þegar hann leit á klukkuna og það rann upp fyrir henni, að þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann gerði það. — Það hafið þér reyndar, sagði hann með ofurlitlu brosi, sem dró úr ásökuninni í orðunum. Þér komuð mér satt að segja til að gleyma tímanum — og það geri ég mjög sjaldan. Ég vildi óska að ég heíði haft tima til að fylgjast með yður og sjá um að þér lendið ekki á villi- götum, en ég þarf að ljúka við grein í sunnudagsblaðið og henni átti ég að skila fyrir stundar- fjórðungi siðan. Hann gaf þjón- ustustúlkunni merki og hún hraðaði sér til þeirra með reikn- inginn. Lottu þótti mikið til koma. Þótt hún hefði sjálf teygt tvo fingur upp í loftið þá hefði ekki nokkur lifandi sála tekið eftir þvi. En það var eitthvað við John sem krafðist athygli og hlýðni. Og það hlaut að byggj- ast í einu og öllu á persónuleika hans sjálfs en ekki neinu með- fæddu yfirstéttarfasi. Eftir því sem Patricia sagði var hann kominn af öreigum. Hún brosti er hún hugsaði til þess sem Eileen hafði sagt um eigingirni og duttlunga hinnar fögru Patriciu. Það myndi hún ekki lengi komast upp með, við mann eins og John. Hún myndi aldrei geta vafið honum um litla fingur sinn. í honum hafði Patricia Morris fundið sinn of- jarl, það var Lotta sannfærð um. Hún vissi ekki hvers vegna það var, en þessi sannfæring fyllti hana einhvers konar meinfýsi. I dyrunum leit Lotta við og horfði lengi inn i matstofuna. þetta var í fyrsta skipti sem hún var stödd á ensku veitinga- húsi og ef til vill yrði það einn- ig hið siðasta. Hún horfði á háar, brúnar viðarþiljurnar á veggjunum og koparstungurnar með veiðimannamyndunum og hún lagði allt á minnið til þess að geta sagt frá því í næsta bréfi heim. Bíll' Johns var lítill og illa með farinn, en hann var lipur í um- ferðinni og það leið ekki á löngu áður en þau námu staðar fyrir utan gistihúsið. Lotta óskaði að ökuíerðin hefði tekið lengri tíma. Þegar hann rétti henni höndina, fann hún strax til ótta og ein- manakenndar. — Ég óska yður góðs gengis, sagði hann, og hringið til mín og segið mér frá nýja starfinu, þegar þér hafið fengið eitthvað. Simanúmerið hafið þér. — Já. Og ég þakka yður inni- lega fyrir ... fyrir allt. Hún var ekki að hugsa um þóknunina, sem hann hafði greitt henni. Þegar hann ók burt og hún stóð eftir með ferðatöskuna sina á gangstéttlnni, varð henni ljóst hve mikinn stuðning hann hafði veitt henni. Enda þótt hann væri tímabundinn, hafði hann leitt huga hennar frá því sem skeð hafði og gefið henni aftur rósemi og kjark. Fyrir að- eins örfáum klukkustundum síð- an hafði henni fundizt sem allt hennar líf væri hrunið í rúst og nú stóð hún reiðubúin til að hefja baráttuna fyrir tilverunni að nýju. Fyrir þetta myndi hún ávallt vera honum þakklát. Hin trúrækna hótelstýra virti nýja gestinn fyrir sér með tor- tryggni og Lottu fannst hún vera allt annað en velkomin. En lengur en eina nótt ætlaði hún sér ekki að dvelja hér. Það var hörgull á vinnustúlkum í London og þar sem hún gerði engar sér- stakar launakröfur gæti ekkl orðið erfitt fyrir hana að fá nýja atvinnu. Uppi á ritstjórnarskrifstof- unni hljóp John beint í flasið á yfirmanni sínum, sem veifaði flugfarmiða. — Það var lán að þú skyldir loks koma. Hve langan tíma tekurðu þér eiginlega í hádegis- verð? Þú verður að leggja af stað til Berlínar tafarlaust. Það er aftur eitthvað í aðsigi við múrinn. — Tafarlaust? John horfði á litla, feitlagna ritstjórnarfulltrú- ann sem hann hafði átt í ótöld- um brösum við um árabil. — En það er ekki í minum verkahrig. Hvers vegna er Henry ekki send- ur? — Vegna þess að konan hans liggur á fæðingardeildinni. Strák- urinn er ómögulegur, hann getur ekki sagt orð af viti og enn síð- ur skrifað neitt. Það er bölvun ykkar piparsveinanna, að verða að taka að sér verkefni svona fyrirvaralaust. Flugvélin fer eft- ir tvær klukkustundir. — En ég átti eftir að skrifa þessa grein fyrir sunnudags- blaðið... — Hún er þegar tilbúin. Hafðu engar áhyggjur af henni. Komdu þér bara af stað ... Það vannst enginn timi til spurninga eða útskýringa. Til allrar hamingju bjó John í námunda við skrifstofuna og stundu seinna stóð hann í hinu litla piparsveinsherbergi sínu og tók saman farangurinn sem hann þurfti að hafa með sér. Ráðskonan hafði tekið sér frí þennan dag og hann varð feg- inn að snúa baki við herberginu þai’ sem særtgurfötin lágu í óreiðu í rúminu og skjöl og bæk- ur voru dreifð yfir skrifborðið. Árum saman hafði hann ætlað sér að skipta á þessu herbergi og stærri íbúð, en aldrei látið verða af því. Staðurinn var hent- ugur fyrir hann — þegar allt kom til alls var hann sjaldan heima... Framh. i næsta blaði. 44 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.