Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 33
— Elsku vinurinn min, ertu veikur? Lotta tók fegins hendi við tœkifærinu til að sýsla um hann. — Ég veit hvað við ger- um, sagði hún athafnasöm þegar þau voru komin heim. Þú skalt bara sofna og láta höfuðverk- inn iíða frá, og á meðan bý ég 'til eitthvað gott. Og við skulum skipta um föt fyrir kvöldverð- inn. Ég hef reyndar með mér síðan kjól. Mamma saumaði hann, því að hún hafði lesið að Englendingar hefðu alltaf svo mikið við og hún hélt auðvitað að ég myndi taka þátt I alls konar fínum samkvæmum. Og r ég ætla að mála mig eftir öllum kúnstarinnar reglum. Þú verður >að sofa lengi... Þegar Paul var búinn að vekja hjá henni löngun til að vera kyrr heima, hvarf höfuðverkur hans og hann smitaðist af leik- ■ gieði hennar. Hann klæddi sig í smokingföt og snjóhvíta skyrtu með Tom Jones linfellingum, og bjó til vínblöndu á meðan Lotta fetti sig og bretti fyrir framan spegilinn. Hún hafði greitt sítt hárið upp í háan hnút, borið grænan lit á augnalokin og svert gullin bráhárin. — Heyrðu, þetta ' er fjári > sterkt, sagði hún og gretti sig ofui’lítið þegar hún hafði bragð- að á drykknum sem hann rétti henni. — Það er bara sítrónúbragðið, sem gerir það rammt, það er ekki mikið áfengi í þessu, sagði hann. Ljúktu úr glasinu svo við getum gætt okkur á búðingnum hennar Eileenar. Ég fer upp á meðan og næ í vínið. Það var ekkert venjulegt vín, sem hann hafði keypt. Það var raúnverulegt kampavín og fjör- legur smellur í tappanum jók á gleðskapinn við matborðið. — Ég hef aldrei skemmt mér svo vel á ævinni, endurtók hún hvað eftir annað. — Nei, helltu ekki aítur i glasið mitt, elskan, ' ég er þegar orðin ör í höfðinu ... — Manstu það sem ég sagði ‘ við þig í dag? spurði hann. Um að þú vektir villimannseðlið í mér? Nú er það að vakna aftur. Hann kom upp að hlið hennar 1 óg þrátt fyrir spriklandi og hlæjandi mótþróa hennar, lyfti hann henni upp og bar hana út ' úr herberginu. — Þér tekst aldrei að bera mig upp stigann, stríddi hún honum. Slepptu mér niður, þá skal ég ganga sjálf. — Nú ertu búin að lofa þvi, muldraði hann loðmæltur og enda þótt hann léti hana frá sér á gólfið, sleppti hann henni ekki. Hann kyssti varir hennar háls og axlir, heitar af sólinni gegnum þunnt kjólefnið. — Gættu að kjólnum, aðvar- aði Lotta. Þetta er bezti kjóllinn sem ég á. — Farðu þá úr honum ... Með gæiinni handhreyfingu dró hann niður fennilásmn á bakinu á kjólnum hennar, og á sama augnabliki kviknaði á ljós- inu í ganginum. Hvorugt þeirra hafði heyrt i bílnum. Þau höfðu verið allt of upptekin hvort af öðru, allt of viss um að enginn myndi trufla þau. Nú stóðu þau þarna og kipruðu augun við sterku ljós- inu og Mrs. Gardiner, sem þrýsti höndinni flemtruð að hjarta sér. — Mig hefði átt að gruna það, þegar ég réði sænska stúlku í húsið, hvæsti hún. — Þið með ykkar frjálsa uppeldi... en ég hélt samt að þér mynduð sýna ofurlitla virðingu... Að svona almúgastúika skuli reyna að véla Paul son minn ... og það í mínu eigin húsi... — Mamma, stilltu þig, þú veizt ekki hvað þú ert að segja... Lotta stóð hreyfingarlaus og horfði á hann ganga til móður sinnar og leggja arminn utan um hana. Þegar hún þurfti hans mest við, fór hann frá henni. 1 stað þess að ieggja handlegg- inn um hana og tala hreinskilnis- lega um að þau elskuðu hvort annað, þá sneri hann við henni baki. Hún flúði snöktandi upp stig- ann. FJÓRÐI KAFLI Það var ekki fyrr en Lotta var komin upp á herbergi sitt sem hún fann að rennilásinn í bak- inu var niður. Hana hitaði í kinnarnar, er henni varð ljóst hvað Mrs. Gardiner hlaut að hafa haldið, þar sem hún stóð I ganginum og sá hálfnakið bak hennar. Var nokkuð tiltökumál þótt hún missti stjórn á sér og segði ýmislegt, sem hún iðraðist sennilega þegar? Lotta reyndi að vera réttlát. Ef hennar eigin foreldrar hefðu komið að henni og einhvei’jum pilti í svo grunsamlegu ástandi, myndu viðbrögð þeirra áreiðan- lega hafa orðið jafn ofsaleg. Þau myndu hafa rekið piltinn á dyr. Mrs. Gardiner hafði þó ekki rek- ið hana. Það var Paul að þakka. Hann þekkti móður sína og vissi að hann yrði umfram allt að sefa hana. Lottu hafði fundizt hún svikin þegar hann hafði yfirgef- ið hana, en nú eftirá skildi hún, að hann hafði breytt skynsam- lega og hugsað um það sem henni væri fyrir beztu. Það var ekki aðeins um liðandi stund að ræða, heldur allt lífið. Ef til vill var hann einmitt núna að segja móður sinni frá ást þeirra. Á morgun yrði allt gott aftur. En morguninn eftir lágu tárin enn eins og þurr sand- korn milli augnaháranna og höfuð hennar var þungt og verkjaði. Vínblandan hlaut að hafa verið sterkari en Paul hafði látið i veðri vaka. — Það er sennilega enn erfið- ara að eigá fri én að vinna, sagði Eileen og horfði á hana rannsakandi augnaráði. Hvað hafðistu eiginlega að i gær? Lotta brosti. — Ég fór niður að ströndinni með Paul... — Með Paul? tók gamla mat- reiðslukonan fram í, agndofa. — Já, hvað er svo undarlegt við það? Eileen hristi höfuðið. — Þú skilur það ekki einu sinni. Það er auðfundið að þú ert útlend- ingur. Þú hefur ekkert liugboð um, hvað við á. Ef frúna grun- aði þetta ... — Hún veit það, sagði Lotta þrjóskulega. Eileen varð orðfall. Ekki fékk Lotta neina upp- reisn. Mrs. Gardiner umgekkst hana eins og hún væri loftið tómt. Það var eins og atburður- inn í stiganum um nóttina hefði alls ekki átt sér stað. En hún hafði ekki augun af syni sínum allan daginn. Lotta sendi Paul biðjandi augnatillit, en árangurslaust. Hann þorði ekki að lita á hana. Aldrei áður hafði hún tekið eins vel eftir því hve löng og upp- sveigð augnahár hann hafði, eins og núna þegar hann horfði stöð- ugt niður fyrir sig. Hún vildi ekki sjá hann eins og smástrák, sem hefði verið ávítaður af mömmu sinni, en annað var hann ekki. Klukkustundirnar snigluðust áfram, hver af annarri þar til kvöldið kæmi og þau gætu talað út. Lotta sat niðri i litlu dimmu kjallaraeldhúsinu og fægði silf- >ur. Henni fannst það eins óg refsiaðgerð og útlegð. Neglur hennar urðu svartar og hana sveið i lófana. — “Þau eru þó vonandi góð við þig?“ hafði móðir hennar spurt í síðasta bréfi sínu. „Þú skrifar ekkert um námskeiðið? Þú ert þó ekki látin vinna of mikið? Maður les svo mikið um hvernig sænskum stúlkum er þrælað út.. Þetta hafði John H. Hewitt einnig sagt, hugsaði Lotta bitur og var örg út í hann vegna þess að hann hafði haft rétt fyrir sér. Hún var látin vinna of mikið, því gat hún ekki borið á móti. Samkvæmt auglýsingunni sem hún svaraði, átti hún aðeins að hjálpa til við léttari störf og fá fyrir það frítt uppihald og vasa- peninga. Enn hafði hún enga peningá séð. Þeir áttu að greið- ast um mánaðamót. Þá átti hún að fá tíu pund. Það samsvaraði eitt hundrað og fimmtiu sænsk- um krónum. 1 Svíþjóð myndi engin vinnukona fást fyrir þau laun. Þetta voru heldur ekki laun... það voru vasapeningar. Nei, hugsaði hún og bældi niður reiði sína. Hún mátti ekki hugsa illa um fjölskyldu Pauls. Paul hafði sjálfur skýrt fyrir henni að móðir hans væri alin upp i allt öðrum anda. Það var af skilningsleysi en ekki vísvit- andi illvilja, sem hún lt vinou- dag Lottu verða of langan. En einnig lengstu dagar taka enda. Þegar kvöldið kom, klæddi Lotta sig i síðbuxur og þægilega peysu og gekk út í garðinn. f bókastofunni var kveikt ljós og gegnum gluggann sá hún Paul með foreldrum sínum. Faðir hans lagði kapal, móðirin reykti og Paul stóð frammi fyrir þeim og pataði ákaft með höndunum meðan hann talaði. Hún var nærri viss um, að þau voru að tala um hana. Ef til vill myndi hann snúa máli sinu til föður síns ef móðir hans reyndist ó- hagganleg. Hún gat nærri ímyndað sér samtalið, sem fram færi. — Þetta er alls ekki eins og þú heldur, mamma. Ég viðurkenni að það leit einkennilega út i nótt, en Lotta er alls ekki þann- ig. Ég elska hana. Ég ætla að kvænast henni. Hún er alls engin almúgastelpa eins og þú kallað- ir hana, og enda þótt hún hefði verið það, þá skiptir það engu. Og sænskar stúlkur eru ekki frekar ósiðlátar en Skotar eru nízkir. Það eru aðeins heimsku- legir sleggjudómar, barnaleg hjátrú. Ég veit að þú vilt aðeins það sem mér er fyrir beztu, en einmitt þess vegna verðið þið að skilja að við Lotta eigum saman. Við elskum hvort ann- að... Lottu fór að verða kalt þar sem hún gekk úti í kvöldmyrkr- inu. Við förum upp á herbergið þitt, hafði Paul stungið upp á um kvöldið, þegar kalt var í lofti. Þá hafði henni ekki dottið í hug að' taka það östinnt upp, en í einmanaleika hennar réð- ust að heOni óboðnar, Ijótar grunsemdir. Þegar piltur biður stúlku um að fá að fylgja henni upp á herbergið hennar ... Hvers vegna kom Paul ekki? Hún þarfnaðist nærveru hans til þess að geta varizt hugsunum þeim er ásóttu hana. Franski glugginn út á sval- irnar var opnaður og rödd Pauls barst til hennar gegnum myrkr- ið: — Ég ætla að sleppa Mahjong í garðinn. Stutt augnablik bar svartan skugga hans við lampaljósið fyr- ir innan, síðan var hurðinni aftur lokað: Hundurinn gelti eins og til að reka burt ósýnilega fjandmenn. Siðan fékk hann veð- ur af Lottu og kom hlaupandi á móti henni yfir vott grasið. — Hæ, sagði hún döpur og beygði sig ósjálfrátt niður til að strjúka honum. Þegar hann reyndi að flaðra upp um hana, lyfti hún honum upp og-lét tár- in falla niður í hlýjan feldinn. — Þú ert Ijótur og þú ert leiðinlegur og eiginlega geðjast EFTIR CUMILLA HJELMARS FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.