Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 18
 iiipte iJáiíiIí^II^wipíSp < *» .'>> »■ TVO sólarhringa hefur stormuxinn gnauðað, og sjórinn hefur risið hærra en nokkru sinni fyrr. Klukkan 3 um nóttina skall stór alda yfir okkur, og báturinn fór á hliðina. í nokkr- ar mínútur lágum við í sjónum. En við kom- umst aftur um borð. Við týndum mörgu í þess- ari veltu, drif-akkerinu með öllu því, sem til- heyrir, diskunum og steikarpönnunni. Allt sem við höfðum í bátnum var gegnumsósað af sjó, — nema brauð- ið. Þetta var þriðja nóttin, sem við höfðum sama og ekkert sofið. Þessar línur eru teknar úr einhvei’ri líflegustu bók, sem skrifuð hefur verið. Ég fann hana í Farsund, þar sem annar höfundur hennar bjó þar til 1946. Gabriel Samuelssen hét hann, og árið 1846 reri hann ásamt Georg Harboe frá Sand- firði yfir Atlantshafið frá New York til St. Mary á Shilly Island á opnum báti. Ferðin tók 56 daga, — en eina viður- kenningin, sem þeir fengu voru verðlaun frá Óskari konungi, sem svöruðu rúmra 60 króna íslenzkra. Samuelssen og Harboe. Hversu margir okkar þekkja þessi nöfn? Og hversu margir vita hvað það var, sem gerði það að verkum, að þessir tveir menn lögðu upp í þessa ferð, sem var engu síður ævintýraleg en Kon-Tiki leiðangurinn. Það er ekki vitað með vissu, hvernig Samuelssen og Harboe kynntust. Báðir höfðu þeir fai’ið frá Noregi í atvinnuleit til vesturheims. Samuelssen stundaði sjóinn, en hagfræðilega séð hafði hann það ekkert sérlega gott, og þegar hann hitti Harboe tók þá að dreyma um ríflega tekjuaukningu. Þeir vildu sýna það, að með sjómannsblóðið í æðum er flest hægt, — og því þá ekki að róa yfir Atlantshafið! Þeir þögðu fyrsta árið yfir leyndarmálinu, árið sem þeir voru að byggja bátinn eftir eigin teikningum. Stór var hann ekki, 18,5 fet á lengd og 5,5 fet á breidd. — En það fréttist, að þessir tveir Norðmenn ætluðu að sigla yfir Atlantshafið á þessum háskalega farkosti. Og fólkið brosti góðlátlega. ★ GULLMEDALÍUR Amerískublöðin höfðu heldur ekki neinn áhuga á málinu, — til að byrja með. Það var aðeins einn ritstjóri, sem styrkti þá, Richard G Fox, ritstjóri við vikublaðið New York Police Gazette. Hann hjálpaði þeim, og lofaði þeim báðum verð- launum, ef þeir kæmust heilu og höldnu til Englands eða Frakklands. Um peningalaun var ekki talað, og Norðmenn- irnir tveir höfðu enga hugmynd um. á hvern hátt svona ferð gat orðið þeim til tekjuaukningar. Þeir þekktu ekkert til þess, hvernig slíkt kynni að vera launað. Hvað viðkom sjálfri ferðinni var hvert smáatriði rætt fram og til baka, og laugardagseftirmiðdaginn 6. júní 1896 voru þeir sannfærðir um, að betur undirbúnir gætu þeir ekki verið. Nestið var hvers konar léttmeti, og þeir höfðu sjö pör af árum, — sem allar eyðilögðust áður en ferðinni lauk. Sjálfur Atlantshafsleiðangurinn byrjaði daginn eftir. Þeir höfðu kastað akkerum í vari um nóttina, eftir hið opinbera upphaf ferðarinnar daginn áður. Og hér byrjaði sögulegasta ferð yfir Atlantshafið, — og jafnframt sú ævintýralegasta. Þeir skírðu bátinn Fox, í höfuðið á hjálparhellunni. Og klukkan 4 á sunnudagsmorgun tóku þeir til við að leysa verkefnið. Annar þeirra, Gabriel, hafði skipt um fornafn og kallaði sig nú Frank, af ótta við að ellegar kynnu ættingjar hana að þekkja hann og óttast um afdrif hans. Georg, sem var eldri, 30 ára, en hinn var 26 var þess vegna skipstjóri, hafði ekki séð ástæðu til þess að skipta um nafn. Bókin um þetta hefst á umsögn blaðamanna áður en lagt var upp. Það sem þeir fyrst og fremst undrast, er það, að hvorki er sjáanlegt segl eða mastur um borð, aðeins árar. Og svo byrjar ferðin, og hún tók 56 sólarhringa. Veðrið var slæmt, mótvindur með þoku. Klukkan 11 á sunnudag, FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.