Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 28

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 28
JÁ=1966 < . í../' •; Brcytingarnar eru kannski ekki stórvægilegar, en það munar því sem dugar til þess að þið klæðizt tízkunni 1966, en eikki 1965. Þið sjáið þessa stutterma peysu; þið getið not- að hana jafnt við pils, síðbux- ur, stuttbuxur eða yfir baðföt- in þegar tekur að kólna í sól- baðinu. Djarfir litir eru í tízku og enn djarfari litasamsetning- ar. Peysan á að vera há í háls- inn og helzt með rúllukraga, algerlega ermalaus, eins og á myndinni að ofan. Ef þið eigið peysu eins og þessa á neðri myndinni skuluð þið leggja hana til hliðar þangað til í haust, en þá getið þið notað hana undir golftreyju. Slétt pils sem ná nið- ur fyrir hné eru for- boðin vara í ár. Ef þið eigið pils eins og á litlu myndinni, skul- uð þið flýta ykkur að stytta það og setja á það mjótt belti. Pilsið á stærri myndinni er úr ljósu bómullarefni, og slær sér svolítið út að neðan. Og það má ekki síðara vera, miðað við hina síhækkandi pilsfalda. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.