Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 43

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 43
FALKINN Blæfagur fannhvítur þvottur meS Sjálfvirka þvottavélin yðar verður fyrst full- fímm ■ fL komin, er þér notið Skip — þvf það er ólíkt ffjlmM ' æ, Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem ílfflf \h,n Kf 'ÍÉE» veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar ||*W- "'3 ™ þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin Pvottahccfni Skip er svo gagngcr að þér fáiS *®\WrJry Notið Skip og sannfærist sjálf. JÁjb-serstaklega framleítt fyrir sjálfvirkar þvottavélar ástfangin í unga stúdentinum og í bláeygu sakieysi sínu hafði hún haldið að ástarævintýri hlytu að enda með brúðkaupi. Hún hafði verið barnaiegri en leyfilegt mátti teljast. — Og hvað ætlist þér fyrir næst? spurði hann, meðan Lotta borðaði með beztu lyzt og horfði forvitin í kringum sig. — Ég verð liklega að útvega mér einhverja vinnu, sagði hún róiega. Hann hristi höfuðið. — Þá hefðuð þér átt að sækja um at- vinnuleyfi áður en þér fórum frá Sviþjóð. Eina starfið sem þér getið fengið er sem au pair stúlka. Bíðið hérna, ég ætla að ná í simaskrá og skrifa upp nokkrar vinnumiðlunarskrifstof- ur, sem þér getið snúið yður til. — Hvað þér eruð vingjarn- legur, sagði Lotta umhugsunar- laust, og augnatillit hennar var hiýtt og bjart, þegar hún horfði á eftir þessum föngulega manni með ófriðlega rauða hárið. En það var auðvelt að sýna vinsemd þegar maður hafði fengið vilja sínum framgengt, hugsaði hún siðan. 1 fyrra skipt- ið hafði hanri verið allt að þvi ósvifinn. Þegar hann bað hana um að segja frá sjálfri sér, var það vitanlega til að gera blaða- viðtalið nákvæmara. Það var harla ólíklegt að hann hefði neinn persónulegan áhuga fyrir henni. Atburðirnir hjá Gardiner- fjölskyldunni höfðu orðið nyt- söm lexía og hún hafði ekki hugsað sér að gieyma henni. 1 þessum heimi hjálpaði manni enginn vegna þess eins að mað- ur hafði falleg augu — hversu falleg sem þau kunnu að vera ... Lotta fann að karlmennirnir við borðin í kring gutu til henn- ar hornauga og það jók á sjálfs- traust hennar. Aðeins í gær- kvöldi hafði hún verið gripin óstjórnlegri heimþrá, en nú gat hún ekki lengur skilið hvernig henni kom til hugar að fara aftur heim með skömm eftir tæpan mánuð. Þá myndu allar ólánskrákurnar heima í Broköp- ing hrósa sigri og miklast af hrakspám sínum: „Var það ekki eins og ég sagði...?“ Það var til að ná sér niðri á þeim, sem hún hafði viljað koma heim með Paul. Skyndilega varð henni ljóst hve ýkt og barnaleg ást hennar á Paul hafði verið. Hún hafði látið sig dreyma meira um brúðkaupið en um framtíðina með honum. Að sínu leyti hafði hann ef til vill kært sig meira um hana en hún um hann. Hún hafði verið ástfangin í ástinni, en ekki í Paul Gardiner, það skildi hún nú. John kom aftur með sima- skrána og hélt henni á hnján- um meðan hann skrifaði upp nöfn á nokkrum vinnumiðlunar- skrifstofum, sem hún gæti snú- ið sér til. Hún sat og horfði á hann og geðjaðist vel að snöggu og einbeittnislegu fasi hans. Það var mjög framtakslegt og mjög traustvekjandi. — Svona, sagði hann og ýtti pappírsörkinni til hennar. Nú er aðeins eftir sú spurning, hvar þér eigið að sofa i nótt. Þvi haf- ið þér sennilega ekki leitt hug- ann að? Réttmætt yfirlætið í rödd hans kom henni til að roðna. — Ég hef ekki haft tíma til þess, sagði hún sér til varnar. En það eru líklega tii gistihús, bætti hún við þrjózkulega. — Satt er það. Og þau bæði dýr og ódýr. Hafið þér nokkra peninga? Hún tók upp peningaveski sitt og hellti innihaldi þess yfir dúk- inn. Þegar hún hafði greitt fyrir strætisvagn og leigubíl, var ekki mikið eftir af vasapeningunum. — Þér eigið líka að fá þókn- un fyrir viðtalið, sagði hann og sér til mjög óblandinnar ánægju sá hún, að hún fékk jafnmikið fyrir einn hálftíma á ritstjórnar- skrifstofunni og hún átti að fá fyrir heilan mánuð sem heimilis- hjálp. — Ó, hvað mér finnst. ég vera rík, hrópaði hún þakklát. Hann kimdi. Það er ekki víst að þér fáið neina vinnu á morgun, né heldur hinn daginn, svo þér skuluð fara variega með aurana. Ég veit um Htið gott hótel, sem þér getið flutt inn í. Það er á ieiðinni til blaðsins. svo ég get ekið yður þangað. Það er ódýrt og býður ekki upp á neinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.