Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 26
FUK 11131 HVERS VEGNA ER SÓLIN ALLTAF JAFNHEIT ÞRYSTIIMCSJAFNVÆCI RÁ upphafi vega hafa menn horft til sólar með undrun og spurn í huga: Hvað er innan í henni? Þegar inn úr Ijóshvolfinu kemur, eykst bæði hiti og þrýst- ingur jafnt og þétt unz komið er inn að miðju sólar, þar sem hitinn er um 13 miiljón stig og þéttleikinn er 50 sinnum meiri en vatns. Þessi gífurlegi þrýstingur er nauðsynlegur til þess að hinn innri þrýstingur fái staðizt ofurþunga hinna efri laga. Þrýstingur sá sem útheimtist til þess, nemur um 500,000,000,000 kg á ferþumlung. Til samanburðar má hafa, að þrýstingurinn við jarðarmiðju er um 25,000,000 kg við jarðarmiðju, og ekki nema um 7% kg á þverþumlung við yfirborð jarðar. Hvernig færi nú ef sólin hefði ekki þennan geysilega innri þrýsting? Hún mundi hrynja saman — ekki hægt og hægt, eins og hún gerir í sambandi við þær breytingar, sem lýst verður seinna í þessum kafla. heldur svo hratt og óðfluga að sýnilegt væri berum augum á nokkrum mínútum. Eins og steinn öðlast orku í falli sínu, þannig mundi og leysast mikil orka við slíkt hrun yfirborðslaga sólar, og mundi hún verða til að hita svo mjög innviðina. svo að brátt mundi nema meir en 10 milljón stigum. Yxi þá þrýstingurinn jafn- framt, unz hann yrði nægilegur til að standast þunga efri laganna og mundi samdrátturinn þá stöðvast. Má því skilja, hvers vegna hinn innri hiti sólar verður að vera mikill. Væri hann það ekki, mundu fljótlega verða breytingar, sem hækk- uðu hitann, unz þrýstingsjafnvægi væri náð! ♦ Hægt er að sýna fram á að ef sólin með einhverjum töfrum væri svipt hita sínum, mundi hún ná nýju jafnvægisástandi á tæpri klukkustund, og þá minnka um helming frá því sem nú er. ORKUJAFIXIVÆCin OC YFIRBORÐSJAFMVÆCIÐ ÆRI þessi tilraun í raun og veru framkvæmanleg, mundi koma í ljós, að jafnvægi það, sem sólinni hlotnaðist, væri með nokkuð óstöðugum hætti, þvi að sólin mundi ekki taka sér neina ákveðna stærð, heldur þenjast út og dragast saman á víxl, og sveiflast þannig um hið komandi jafnvægisástand. Ein sveifla slikrar tegundar tæki nokkrar klukkustundir. Sólin yrði þannig furðulegt fyrirbæri og ægilegt í senn, sí- fellt að breyta um lit og stærð — hvítglóandi þegar hún er stærst, en biáljómandi þegar samdrátturinn nær hámarki. Undir slíkum kringumstæðum er vafasamt að líf gæti hald- ist við á jörðu, og þá helzt á heimskautasvæðunum. Eftir nokkrar aldir mundu þessar sveiflur dvína og sólin yrði að blárri stjörnu, nokkru bjartari en hún nú er. En það yrði þó ekki endirinn. Sólin mundi smám saman þeniast út og ná núverandi stærð sinní á nokkrum miniónum ára Orsök þessa endurvaxtar til núverandi stærðar er bundinn öðru jafn- vægisástandi í sólinni, auk þess sem hér hefur verið lýst. Þetta annað jafnvægi felst í því, að sú orka, sem sólunni glatast að staðaldri fyrir útgeislan lofthvolfsins, bætist henni upp fyrir atverkan frumeindakjarnanna, en sú framvinda framleiðir orku djúpt í innviðum sólar. Orsök þessa annars jafnvægis — orkujafnvægis er mikilvæg. Og aftur er aðferðin til að skilja þessa orsök sú, að gera sér grein fyrir hversu fara mundi ef engu orkujafnvægi væri til að dreifa. Ef hin stöðuga orkustarfsemi ylli meiru orku- tapi en hin innri kjarnastarfsemi fengi bætt upp, mundi þrýst- ingurinn hið innra stöðugt hneigjast til að falla niður úr því marki, sem þrýstingsjafnvæginu er nauðsynlegt. Samkvæmt því sem áður var sagt um þrýstingsjafnvægið. hlýtur þetta að valda samdrætti sólar. Samdráttur þessi mundi þó vera mjög hægfara og taka margar milljónir ára, en ekki fáeinar mínútur, í hugsaða falli, sem fyrr getur, að hinn innri þrýst- ingur væri skyndilega brottnuminn. Samdráttur sólar. sem mundi fara fram með þessum hætti mundi valda hvoru tveggja — minnkandi orkutapi við útgeislan ljóshvolfsins og aukinni orkuframleiðslu fyrir kjarnastarfsemi, og fyrr eða síðar mundi orkuframleiðslan verða nægileg til að vega upp tapið. Svipað yrði uppi á teningnum í hinu öðru tilfelli, þar sem gert er ráð fyrir, að orkumyndunin sé upphaflega hraðari en orkutapið. Þá hneigist hinn innri þrýstingur til að fara yfir það mark, sem þrýstingsjafnvægi er nauðsynlegt til við- halds. Þetta hlýtur að leiða til hægfara útþennslu sólar, og hlutfallsleg minnkun orkumyndunar verður þá meiri en minnk- un orkutapsins. Þannig hlýtur orkuframleiðslan að komast aftur í jafnvægi við orkutapið. ÁSTAMP SÓLAR EMCIM TILVILJLM IÐ annað þessara tilvika leiðir fram ástæðuna fyrir því, að sólin hljóti að siðustu að þenjast út til núverandi stærðar, eftir að hin hugsaði, skyndilegi samdráttur hennar hefur átt sér stað. Uppistaða þessara hugleiðinga verður því sú, að núverandi ástand sólar er ekki bundið neinni tilviljun. Það er afleiðing tvenns konar jafnvægissóknar — þrýstingsjafnvægis og orku- jafnvægis. Væri öðru hvoru raskað með einhverjum töfrum um stundarsakir. mundi sólin óhjákvæmilega leita aftur til núverandi ástands. Þetta skeið nokkurra áramilljóna, sem orkujafnvægissókn sóiar mundi taka, hefur vakið þá hugmynd, að hið óvenju- lega loftslag, sem jörðin hefur búið við síðustu milljón ár (ísöldin), hafi getað stafað af því, að sólin hafi á einhvern hátt orðið fyrir jafnvægisröskun. Þótt varla verði hægt að vísa þessarj hupmvnd á bug með öllu virðast likur yfirleitt 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.