Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 17
hverri viku sem ekki rata til baka úr „ferð“ sinni, bara í New York einni. Að minnsta kosti eitt morð (30 ára fyrrver- andi læknanemi, Kessler, stakk tengdamóður sína til bana með búrhníf) skrifast á LSD. Um tölu sjálfsmorða er ekki hægt að segja með vissu, en ekki færri en þrjár manneskjur hafa stokkið beint af augum út um glugga, af því að þær héldu að þær gætu flogið. Fólk undir áhrifum LSD verður algjörlega á valdi hverra þeirra utanaðkomandi áhrifa, sem það kann að verða fyrir, meðan það er í vímunni. Þrálátur orðrómur hefur verið á sveimi um að stórveldin, hvert sem annað. Sovétríkin, Banda- ríkin og Rauða-Kína, séu búin að koma sér upp miklum birgð- um af LSD til þess að vera viðbúin „efnafræðilegum “ hernaði. Hálfur lítri af LSD, sem settur væri í vatnsból Lundúna, nægði til að allir íbúar borgarinnar yrðu kolruglaðir í 12 klukkustundir. Brezki varnarmálaráðherrann neitaði að gefa nokkurt svar við þeirri spurningu á þingfundi. frá einum þingmannanna, hvort ríkisstjórn hennar hátignar hefði umráð yfir LSD. Meðan við drekkum úr kaffibollunum, setur Iona nýja plötu á spilarann, vinsæla plötu með hinum unga ameríska þjóðlagasöngvara Donovan. Með dapurri, kveinkandi drengs- rödd sinni syngur Donovan um „Candy Man“, sykursalann sem hann getur hvergi fundið, en er bráð nauðsyn á að hitta. Milljónir unglinga um allan heim hlusta á þetta ljóð um „Candy Man“ með þýðu undirspili munnhörpunnar og gítars- ins. En fáir þeirra sem hlusta, vita, að þetta er LSD-ljóð, að Donovan kvelst af hræðilegum ofsjónum á „ferð“ og þráir sykurmanninn sinn, því að sykur dregur úr áhrifum ofskynj- ananna, og rekur burt ógnarsýnir neytandans. Bart Huges brosir. — Dæmigerð sykurvöntun. Við erum við öllu búin. Á eldhúsborðinu hjá Ionu liggja hrúgur af sæt- indum. Fyrsta hálftímann gerist ekkert. Þá finn ég einhvern yl, ekki óþægilegan, stíga til höfuðs mér. — Við erum að hækka, segir Bart. Rödd hans hljómar skyndilega miklu sterkar og háværar en venjulega. Söngur Donovans er líka orðinn magn- aðri en hann var. — Gott fólk, við erum á leiðinni, hrópar Joe. Augu hans eru gljáandi. Joe Mellan er aðstoðarmaður Barts. Hann sér um öflun LSD, en einnig hamptoppa og maríhúana. Dökkblái liturinn á stofu Ionu hefur tekið á sig fjólubláan blæ með rósrauðum röndum. Nei, það eru sólargeislarnir, sem falla skáhallt að ofan inn í stofuna. En nú hefur Iona fengið tvö andlit. Annað er gert úr andlitssnyrtingu hennar eingöngu, stirðnuð hvítleit gríma með dökkrauðar varir. Tæp- um sentimetra að baki þess er hitt andlitið, og er það á litinn eins og léttreyktur lax. Ég skima í kringum mig eftir Evu. Það er sama sagan með hana. Og hvað um Monique? Hún hefur aðeins eitt andlit. Eðlilega, hún er ómáluð. Það er orðið lægra undir loft í stof- unni, loftið hefur lækkað. Dyrnar út á götuna hafa einnig minnkað. Ég kem til með að þurfa að beygja mig, þegar ég fer út. Ég lít á úrið mitt. Tæp klukkustund er liðin, síðan ég gleypti rósrauða bréf- snifsið. 250 milljónustu hlutar úr grammi, það samsvarar um það bil þrjú hundruð milljónasta hluta af líkamsþyngd minni — það er gífurlegt afl, sem þetta efni býr yfir. Sekúndu- vísirinn dregst í hring, makráður eins og asni við egypzka vatnsdælu. Hefur tíminn líka hægt á sér? Ég ætla að spyrja Bart. En Bart er niðursokkinn í að skoða kampavínslitaðan gullhamstur, sem trítlar fram og aftur í rimlabúrinu sínu. Bráðum segir hamsturinn: — Eckermann farið að skrifa. Bart Huges neytir ekki aðeins LSD. Hann reykir maríhúana og hamptoppapípu. Hann gaf dóttur sinni nafnið Marie — Juana. Þessi þrjú nautnalyf orsaka öll þenslu meðvitundar- innar, valda ofskynjunum. LSD er sterkast, ennþá sterkara en hið skylda Mescalin, en áhrifum þess lýsir enski ádeiluhöf- undurinn Aldous Huxley í bók sinni „Hlið sannleikans“. Herbergið snýst hægt í hring. f einu horninu sitja Amos og Rufus og flissa. Gullhamsturinn er kominn út úr búrinu sínu og æfir táhopp á teppinu. Fjórir litlir kríkar á takt- fastri hreyfingu. Allt í einu hrópar Joe: — Nú förum við á útiskemmtistað. Allir eru stórhrifnir af þessari uppástungu og troða vasana fulla af sykri áður en lagt er af stað. Bart tekur appelsínu í hönd sér. Það stirnir á appelsínuna, og nú er allt orðið appelsínugult, allt herbergið, loftið, Bart sjálfur. Hressandi loftið úti er þægilegt. Við köllum á tvo leigu- bíla. — Til Battersea Park, takk. Hvort bílstjórinn sér, hvað er á seyði? Það verður ekkert ráðið af andlitssvip hans. Hann brosir m. a. s. góðlátlega svo að skín í tennurnar. Allar falsk- ar. Ég sé það alveg greinilega. Heimurinn í kringum mig er eins og. hann á að sér. Nei, litir hans hlýta ekki sömu lögmálum og venjulega. Blámi himinsíns nær til húsþakanna, þau eru líka blá. Lítill rauður flutningabíll fer fram úr okkur og skyndilega er allt rautt, allt logar. Fljótlega er það um garð gengið. Við stígum út úr bílunum, og ég er orðinn ákaflega léttur, veg í hæsta lagi 50 pundi Aftur á móti hafa fæturnir á mér stækkað upp í skónúmer 48, ég er í risastórum svörtum skóm. En enginn glápir á lappirnar á mér, enginn tekur eftir nokkrum hlut. GEFÐU AUMINGJA SKINNINU SYKUR Það er reyndar ekki að undra. Hér er yfirleitt ekkert venju- legt fólk. Aðeins meira og minna vanskapað og lýtt. Piltarnir tveir þarna hinum megin eru mjaðmaskakkir, þeir haltra báðir, ekki mikið, en þó greinilega. Maur gengur fram hjá, hann er fjólublár í framan. Nefið á honum er hrikalegt og hann glotti illúðlega. Hann er ágjarn. Ágirndin skín út úr augum hans. En enginn snýr sér við á eftir honum. Eintómir skrumskældir munnar. Þykk efrivor. framstæðar tennur, rak- ar hendur. Allt í einu rennur úpp fyrir mér hvar ég hef séð slíkt fólk áður — á m'yndum eftir Hieronymus Boschr Það er það, Hieronymus Bosch í Tívolí. Fyrir framan skottjald stendur maður með opinn munn. Hann er eins og rostungur. Hávaðinn er óþolandi. Byssudrun- urnar eins og í fremstu víglínu, lírukassaglymjandi á hálfum hraða, taktmúsík, gítarar og hundraðfalt slagverk. Við reikum inn í speglasalinn, gegnum dimma ganga eftir gólfi, sem er mjúkt undir fæti, beygjum fyrir þúsund horn og stöndum skyndilega frammi fyrir glampandi flötum spegl- Framh. á bls. 35. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.