Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 49

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 49
var á gólfjnu þegar ég kom inn,. Ég hrasaði um hann.“ Það var iðrunarkeimur í rödd hans. „En ég kom honum upp á borðið aftur og það kviknaði á honum, til allrar hamingju. Það var slæmt augnablik." „Á gólfinu?" George varð undrandi. „Á gólfinu?" át Miss Sills eftir. „Jæja, ég heyrði alls ekki í honum. Ég heyrði yfirieitt ekkert. Það ætti að reka mig. Ég veit aðeins að Mr. Cory hristi mig svo tennurnar skröltu í munninum á mér, og Mr. Man- son hljóp i hringi. Afsakið, Mr. Mason.“ „Kæra Miss Sills, þetta eru meiðyrði. Ég hljóp þráðbeint — í vitlausa átt. Beint niður bak- dyrastigann vegna þess að ég heyrði heróp Hattie. Þegar svo ég var kominn hálfa leið niður, heyrði ég Cory þrábiðja yður há- stöfum að sýna á yður lifsmark.“ Doktor Bobcock vissi ekki hvort hann átti að hlæja eða gráta, andvarpa eða brosa. „Hræðilegt, hræðilegt, en á þó sinar spaugilegu hliðar." „Ég heyrði ekkert," endurtók Miss Sills. „Það ætti að reka mig, en ég vona að þér gerið það ekki.“ „Þér ættuð að fá yður meira sherry." Bruce gekk til Miss Sills. „Hérna, allt er gott sem endar vel. Og fyrst við erum að tala um Hattie hefur nokkurt ykkar heyrt elg baula?“ Þau gripu nafn Hattie, fegins hendi, hentu því á milli sín. Hattie var elgur. Hún líktist elg. Vinstri vangasvipurinn? Nei, asninn þinn, sá hægri! Og er ekki varta þar líka? Á nefinu? Hættu, hættu, ég hef ekki hleg- ið svo mikið árum saman. Kæra Mrs; Manson myndi hafa gaman af þessu. Við verðum að segja henni það þegar henni batnar. Hattie er eins og elgur með vörtu. Hattie ... Emma kallaði hinum megin úr herberginu. Hún virtist ánægð. „Sjáið! Sjáið hérna! Það er sprunga 1 lampanum. Hann er ekki nothæfur lengur; ekki öruggur. Þennan lampa sendum við á fornsöluna." Snúran og tengillinn féllu mjúklega í gólfið. „Emma, það er hreint og beint dásamlegt!" sagði Mrs. Perry. „Mr. Manson látið okkur hafa hann á bazarinn. Ég er formað- ur í ár, og það er alveg hræði- legt hve fólk er fastheldið á hluti til að gefa okkur." „Ég veit ekki, en ég get ekki séð að neitt sé því til fyrirstöðu." „Ég get ekki þakkað yður nóg- samlega ... elskan, viltu bera ... George, hættu þessu blistri. Það er ekki fallegt, þegar veslings Mrs. Manson ... George!" George sagði: „Allt í lagi. En hvernig haldið þið að þungur lampi eins og þessi hafi getað dottið? Gæti það einnig hafa verið vindurinn?" „Vindurinn? Jú, vafalaust. Hún hefði ekki gert það sjálf, þessi elska." „Fjúkandi blöð og jafnvel trjá- greinar, svo ekki sé minnzt á mölina og moldarkögglana. Á hreina gólfinu minu. Við verð- um að hafa þessar svaladyr lok- aðar,“ sagði Emma. „Fyrir alla muni, hafið þær Iokaðar," sagði George. „George, hvað ertu að tauta í barm þér?" spurði Alice Perry. „Ég er að rifja upp vísur fyr- ir sjálfan mig. Or litlu ljóða- bókinni." „Jæja, hættu því. Það -hefur enginn áhuga á þeim." Donnr gefur vinsælustu plötuna frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einþvers staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunum fær sá fundvísi nýja plötu, sem hann velur sér cftir listanum hér að neöan og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur í Vesturveri. — Dregið verður úr réttum laúsnum. Vinsælar plötur í dag: 1. Sag inte nej. — Sven Ingvars 2. Kristine Frán Wilhelmina — S. Ingvars 3. “What now, my love — Sonny & Cher 4. Hjem — Kristi 5. Secret Agent Man — Ventures Platan er á blaðsíðu Nafn: .................................. Heimili: ............................... Ég vel mér nr............. Til vara nr. Verðlaun úr 22. tölublaði: Heiðrún Ágústsdóttir. Smáratúni 7. Selfossi. VINNINGS MÁ VITJA Á SKRIFSTOFU FÁLKANS. „Ég hef áhuga á þeim. Sér- staklega þeirri um vindinn sem rifur vafningsvið af svölunum og feykir fimmtán punda lampa á gólfið... Ég held við ættum að fara heirn." Samstundis heyrðist skark í stólnum; glös voru látin niður á borðin og arinhilluna; raddir blönduðust; setningar runnu saman. Mr. Perry, þér hafið ekk- ert sagt. George, elskan, ekki meira sherry. Lampinn, Mrs. Perry gleymið ekki bazarnum yðar! Hann er yndislega falleg- ur, og þetta rennur allt til trú- boðsstarfsemi. George, ég sagði ekki meira sherry, þú verður svo skrýtinn í augunum. Þakka yður fyrir komuna, þakka yður fyrir. Já, við erum á leiðinni út, Miss Sills. Þér þurfið ekki að vera svona ánægð á svipinn, við er- um öll að fara. Þessi litlu sherry samkvæmi eru okkur öllum holl. George? George, ég tala ekki við þig framar. Farið. Allt saman farið. Emma er að taka saman glöii in. Emma þvær allt af, fingra- förin, forarblettina. Emma er búin að gefa lampann. Ekkert eftir, ekkert, og förin á gólfinu voru greinileg, jafnvel ég gat séð hvað þau voru ... Emma sá sprunguna í lampanum, og þau sögðu að vindurinn hefði gert það. Framh. í næsta blaði BANGSI OG LISTA- VERKIÐ Láki lögga hljóp fram og aftur um gólf- ið í Bangsahúsi og rannsakaði. „Leystu mig!“ þrábað Bangsi. „Þjófarnir sem reyndu að stela málverkinu mínu eru hérna ennhá!“ ..Ef heir ætluðu að stela því.“ sagði Láki lögga hugsandi. og heitti nú allri sinni snilligáfu, „hlýtur það að vera verðmætt." Hann gekk að glugganum og skoðaði myndina betur. „Vitanlega!“ vældi Bangsi örvæntingar- fullur. „En flýttu þér nú! Þeir geta komið aftur á hverri stundu.“ „Hafðu engar áhyggiur.1 svaraði Láki lögga. „Málið er komið í mínar hendur.“ Ekki hafði hann fyrr sleppt orðunum en hönd birtist fyrir ofan höfuð hans og brifs- aði myndina af honum. „Vittoria!“ var hróoað hástöfutv. fvrir utan. (V!f<oria þýðir sigur) ..Ég er búinn að ná í AfiGA gév. óncuyjgt *T....;0 fi:Atur nú, dragðu mig upp!“ FALKINN 49

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.