Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 34
mér alls ekki að þér, tautaði hún, en þessa stundina ert þú sá eini sem ég hel... Hún varð allt i einu gagntekin af ægilegri heimþrá. Og um leið varð henni Ijóst hve litið hún vissi um Paul. Hann var laglegur og hún hafði orðið ást- fangin í honum, Og honum þótti vænt um hana. f þessa hugsun hélt hún dauðahaldi og reyndi að sækja sér kjark í hana. Hann hafði sagt, að honum þætti vænt um hana. En þetta kvöld kom hann ekki út. Skýringuna fékk hún daginn eftir, þegar Mr. Gardiner var farinn til skrifstofu sinnar í London og Mrs. Gardiner fékk óvænta heimsókn af vinkonu sinni. Meðan frúrnar sátu á svöl- unum og drukku te, stöðvaði Paul Lottu í garðinum, þegar hún var á leið aftur niður í eld- húsið með tóman bakkann. — Ég sá þig i garðinum í gærkvöldi, sagði hann fljótmælt- ur. En ég gat ekki komizt út. Þá myndi mömmu hafa grunað eitthvað. — Grunað? át Lotta eftir með uppglennt augu og hélt bakk- anum fyrir framan sig eins og skildi. — Horfðu ekki þannig á mig.. heyrirðu það? Rödd hans varð biðjandi og hann lagði höndina á öxl hennar. Svo gleymdi hann því sem hann ætlaði að segja og muldraði hásróma: — Guð minn góður, bara ef ég snerti þig verð ég viti mínu fjær. Næst skal ég búa betur um hnútana. Á miðvikudaginn fæ ég lánaða íbúð hjá kunningja mínum I borginni. Þar getur enginn ónáð- að okkur. Ef þú vissir hvernig mér leið i nótt... þegar ég hugsaði um hvernig það hefði getað orðið, ef mamma hefði ekki komið heim ... Lotta stóð hreyfingarlaus. Hún leit niður á hendi hans, eins og hún væri eiturormur, sem skrið- ið hefði upp á öxl hennar. — Og hvað var það sem átti að gerast, spurði hún mjög hægt og seinlega og horfði á hann eins og hún hefði aldrei séð hann áður. Augnaráð hennar gerði hann óstyrkan. Hann dró að sér hend- ina og hló við. — Vertu ekki með nein látalæti, hvíslaði hann. Þú vildir það engu siður en ég. Þú hefur viljað það allan tím- ann, það hef ég fundið svo ekki varð um villzt. Orð hans ollu henni hræðileg- um sársauka. En það var sams konar sársauki og þegar skemmd tönn er dregin hægt út með rótum. Tómleikinn á eftir var léttir, enda þótt blóðbragð væri í munninum. Hún reyndi að setja upp hæðn- issvip en úr honum varð aðeins biturleg gretta. — Það var þá 'ta sem þú meintir með því þú vildir eiga mig? Að þú vildir hátta hjá mér? Eingöngu 34 FÁLKINN vegna þess að ég er Svíi, hélztu... — Farðu nú ekki að vera reið, sagði hann, gleymdi móður sinni og allri varkárni og ætlaði að vefja hana örmum. Með snöggri ofsalegri hreyf- ingu barði hún bakkanum í and- litið á honum, svo hann hrasaði aftur á bak og hélt hendinni um helaumt nefið. — Já, þér getið tekið af borð- inu núna, sagði ísköld rödd Mrs. Gardiner utan af svölunum. Án þess að líta á Lottu fylgdi hún gesti sínum til dyra. En Lotta hreyfði sig ekki úr stað. Hún var eldrjóð i kinnum og svo æst að hún gat varla náð andanum. „ ... það var fallegt af þér að lita inn og vertu velkomin aftur á sunnudaginn ég bið hjartan- lega að heilsa Howard og börn- unum...“ Rödd Mrs. Gardiner kvakaði einhvers staðar i fjarska. Svo var útidyrunum lokað og disæt- ur málrómurinn harðnaði: — Stendur Lotta þarna enn- þá? — Já, enn stend ég hérna, en það skal ekki verða lengi. Ég hef hugsað mér að segja upp starfinu. Og það á stundinni. Aðeins vegna þess að ég er út- lendingur skulið þið ekki halda, að þið getið farið með mig eins og ykkur þóknast. — Hvernig farið er með mann veltur að miklu ieyti á fram- komu manns sjáifs, sagði Mrs. Gardiner og rödd hennar var köld og róieg og tilfinningalaus. — Ég held einnig að bezt myndi verða að þér flyttuð héðan án taíar. Yður er kunnugt um ástæðuna. Ég vildi aðeins að maðurinn minn ræddi við lög- fræðing sinn um möguleika á þvi að losna við au pair stúlku, sem tekin hefði verið inn á heim- ilið, en þar sem þér óskið sjálf eftir að fara, þá horfir málið öðruvísi við. Verið þér sælar. Hún sneri róleg bakinu við Lottu og hvarf út á svalirnar. Paul hafði ekki sagt eitt einasta orð. Þegar hann lét hendina falla, sá Lotta að nef hans var eldrautt og bólgið. Hún óskaði þess að hún hefði slegið fastar. Það hefði verið henni sönn ánægja að sjá honum blæða, enda þótt það væru aðeins blóð- nasir. — Þú með íbúðina þína í London ... Meiru gat hún ekki stunið upp, en í þessum fáu orð- um lá heil veröld vonbrigða og fyrirlitningar. Hún byrjaði ekki að gráta fyrr en hún kom upp á herbergi sitt. Hún grét illskulega og barna- lega, hástöfum, á meðan hún reytti saman eigur sínar og hrúgaði þeim saman i ferða- töskuna. Hún hugsaði ekkert um hvert halda skyldi, heldur um það eitt, að hún yrði að komast burt. Hún þvoði sér í skyndi í framan úr köldu vatni, og huldi öll merki um tárin með andlitsdufti. Paul skyldi ekki fá að hrósa sigri yfir því að hún hefði grátið hans vegna. Hann var ekki þess verð- ur, þessi skepna, þessi útsmogni kvennaflagari, þessi hvíslandi lygalaupur... Ókvæðisorðin söfnuðust fyrir I henni svo henni fannst hún vera að kafna og hún skálmaði niður stigann með þunga tösk- una í hendinni eins og hún væri að fara í strið. 1 forsalnum var enginn nema Eileen. Hún var hnuggin og skalf á svip og hélt á nokkrum peningaseðlum I hendinni. — Vasapeningarnir, nærri hvíslaði hún. Frúin bað mig að fá þér þá. Það verður ekki mikið fyrir svo stuttan tima, en... Lotta óskaði að hún hefði haft efni á að rífa seðlana í sundur og dreifa þeim 1 kringum sig á gólfið til þess að sýna fyrir- litningu sína á þessu yfirstéttar- hyski, en skynsemin var farin að segja til sin og hún tók við peningunum og stakk þeim nið- ur 1 handtösku sina. Þá kom hún auga á nafnspjaldið, sem hún hafði nærri gleymt. Nú skyldi John H. Hewitt svo sann- arlega fá viðtal sem lengi yrði í minnum haft! — Vertu blessuð, Eileen og þakka þér fyrir samveruna, sagði hún og hugsunin um að hún hefði einhvern þrátt fyrir allt, sem hún gæti snúið sér til, gerði hana rólegri. — Þú hefur allavega verið góð við mig. Eileen stirðnaði. — Mér finnst nú ekki að þú hafir haft ástæðu til að kvarta. ÞaS er ósköp skiljanlegt að frúin ... Það var enginn vandi fyrir Eileen að sýna skilning. Eileen sem var gömul og uppalin í sama anda og Mrs. Gardiner. En hjá Lottu var engan skilning að finna, aðeins vaxandi bræði, sem heimtaði útrás. Nafn og götunúmer dagblaðs- ins stóð á nafnspjaldi Johns, en hún var engu nær. 1 bænum voru bæði áætlunarbílar og neðanjarðarbraut, en hún vissi ekki í hvaða átt hún skyldi halda. Og hún hafði ekki efni á að taka leigubíl. í stað þess fór hún inn í litlu bjórstofuna við torgið og bað um að fá lán- aðan síma. Það var ekki fyrr en hún hafði valið númerið, að hún tók að óttast um að John væri ef til vill ekki viðlátinn. Hvert átti hún þá að fara? En þá heyrði hún rödd hans og nú var hún ekki kimin og yfirlætisleg held- ur þurr viðskiptarödd, dálitið annrík og stutt í spuna. — Hewitt, sagði hann og gegn- um símann heyrðist i glamrandi skrifstofuvélum. — Þetta er Lotta, þusaði hún út úr sér og mundi í sama bili, að hann vissi ekki hvað hún hét. Það er ég sem vann hjá Gardinerhjónunum... — Gardiner? Hann gérðist óþolinmóður. — Já, þér komuð þangað með Patriciu Morris. Leikkonunni. Mrs. Gardiner er systir hennar. Ég bar fram matinn og þér vild- uð hafa viðtal við mig ... Hún þagnaði þegar hann fór að hlæja. — Já, einmitt, litla argvítuga skessan, nú man ég það, sagði hann. Og hvað skyldi yður vera á höndum? — Það skal ég segja yður þegar við hittumst. Ég hitti þig á skrifstofu blaðsins. Ef þér vilduð aðeins segja mér hvernig ég á að komast þangað. — Skessan er víst eitthvað tamin og auðmjúk í dag? Hon- um virtist skemmt en röddin var ekki hæðnisleg, öllu heldur full meðaumkunar. — Hvar eruð þér núna? Hún sagði honum það og síðan skýrði hann fyrir henni hvaða strætisvagn hún skyldi taka, og hvar hún ætti að fara úr hon- um. — Þaðan er líklega bezt að þér takið leigubíl, ef þér hafið aldrei komið til borgarinnar áð- ur, ráðlagði hann henni og bætti síðan við af skilningi sem yljaði henni um hjartað: — Það kostar aðeins örfáa shillinga. Hann virtist nærri alúðlegur þegar hann sagði það. Lotta reyndi að geyma sér raddblæinn i minni, meðan hún sat I strætis- vagninum. Landslaginu veittl hún varla athygli. Enn var hún allt of æst og upptekin af þvi sem hafði skeð. Bræðin svall aftur í henni þegar hún fór að hugsa um hvað hún ætti að segja við Jolin. Hin ágæta Mrs. Framh. á bls. 42.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.