Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 40

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 40
Allt í viðleguna tjöldin eru sterk og gerð fyrir ís- lenzka veðráttu. Þau eru með föstum botni, sem gengur upp á tjaldið til varnar bleytu. Þau eru með ' þrem rennilásum. Þau eru með rissúlum í staðinn fyrir eina súlu í miðju. 5 manna fjölskyldutjöldin með bláu aukaþekjunni, eru tjöld ársins! Kosta aðeins kr: 3.890,— Þýzk hústjöld, svefntjöld og dagtjöld á kr: 5.850,— svefnpokarnir eru hlýjir, enda stoppaðir með íslenzkri ull. Verð frá kr: 685,— PALMA-vindsængur Verð frá kr: 485,— Ferðaborðbúnaður í tösku. — Pottasett, margar gerðir. — Ferðalagsprímusar. — Tjaldsúlur með rislagi. — Stög og hælar. Munið eftir VEIÐISTÖNGINNI en hún fæst einnig í PÓSTSENDUM Verzlið þar sem hagkvæmast er LAUGAVEGI 13. veiði og það er gaman að vinna úr þessu. Hvað finnst ykkur um skemmtanalífið í Reykjavík? PÉTUR: Það er vægast sagt mjög einhliða. Mér finnst, að það ætti að lækka aldurstak- markið niður í 18 ára aldur að vínveitingastöðunum, en af- greiða ekki fólk undir 21 árs á barnum. Allavega vantar mikið á til að verða við óskum æskunnar í dag. JÓN: Það hefur komið fram góð hugmynd í sambandi við þetta vandamál unga fólksins. Nefnilega það, að dansstaðirnir skiptist á að hafa þurrt kvöld, þ. e. a. s. ekki vínveitingar einu sinni í viku og þá áuð- vitað um helgar, til þess að gefa unga fólkinu tækifæri til að skemmta sér á þessum stöð- um, sem það beitir öllum til- tækum ráðum til að komast inn á, vegna þess að þau hafa svo fáa staði til að skemmta sér á, en hér á ég sérstaklega við laugardagana. En þessi tillaga var felld á Alþingi um svipað leyti og bjórinn. * PÉTUR: Þjónustan hér er langt fyrir neðan það, sem boð- , legt má teljast. Fyrst er það nú þessar einstaklega skemmti- legu kreppuárabiðraðir fyrir utan dansstaðina. Svo loksins, er inn kemur, verður maður að borga fatagjald, án tillits til þess, hvort að maður sé með yfirhöfn. JÓN: Ég er á sama máli. Nú og ef við erum ekki 4 eða 5 saman og allir æstir í að kaupa vín, þá fær maður hvergi borð. Þetta er staðreynd. Hvernig aflið þið ykkur nýj- ustu hljómplatnanna? PÉTUR: Við höfum sérstak- lega góð sambönd, hvað þetta snertir, sem gerir okkur kleift að leika hljómplötu áður en hún kemur á markaðinn í Bret- landi. Þessa sömu aðstöðu hafa flestar útvarpsstöðvar í heim- inum. Þetta byggist á því, að E.M.I byrjar að dreifa plötunni um allan heim viku áður en hún kemur formlega út til þess að hún fáist í öllUm löndun- um fyrirfrám ákveðinn útgáfu- dag, hvort sem landið er ísland eða Japan. JÓN: Ég vil að lokum fyrir hönd okkar beggja þakka þeim mörgu, sem sent hafa þættin- um bréf, en þau hafa yfirleitt verið lofsamleg í garð þáttar- ins, en jafnframt viljum við hvetja hlustendur um að skrifa okkur sem oftast og benda á það, sem betur má fara, að þeirra áliti. Þegar þetta er ritað, standa til breytingar á þættinum, því Jón Þór er að fara til Dan- merkur á vegum íslenzka sjón- varpsins, en ekki er ákveðið, hver tekur sæti hans. Hins vegar mun snið þáttarins verða að öðru leyti óbreytt. • Raquel Welch Framh. af bls. 31. myndum, svo sá kvikmynda- framleiðandinn Saul David hana og varð svo hugfanginn af fegurð hennar og persónu- töfrum, að hann vildi enga FALK.I NN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.