Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 35

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 35
• LSD Framh. af bls. 17. anna. Eða eru þetta venjulegir speglar? Eða loftið tómt? Við þreifum á glerinu, grípum í tómt. Við skellum upp úr. — Ævintýraleg ferð, eða hvað finnst ykkur? segir Joe. Við hlæjum. Við þreifum okkur áfram út undir bert loft, út í hvíta birtu. Fyrir utan stend- ur Werner og talar við um- sjónarkonu speglasalarins. — ég er orðinn villtur hérna, segir hann með alvöruþunga. — Einmitt það, svarar konan, — þér borguðuð líka aðgangs- eyrinn til þess að verða eitt- hvað ruglaður í kollinum. Hann skimar hjálparvana í kringum sig og sér þá græna, laufgaða limgirðingu, um 30 sm há. Hann hneigir sig djúpt fyrir speglasalskeriing- unni, sem er bæði grett og sóðaleg. — Viljið þér vera svo væn að leyfa mér að stíga yfir þessa limgirðingu? segir hann. — Fyrir mér, ef þér viljið, segir konan kæruleysislega. Werner klofar yfir með gætni og brosir feginsamlega. — Nú er ég aftur frjáls, andvarpar hann. Síðan kemur hann auga á okkur og hraðar sér til okk- ar kátur á svip. — Ég var týndur, en nú er ég fundinn aftur. — Fremur meinlítið sykur- vöntunartilfelli, segir Bart og stingur tveimur sykurmolum upp í munninn á Werner. Það er farið að skyggja, og við höldum aftur heim til Ionu. Tæpar sjö stundir eru liðnar, síðan við stigum á land í ríki hinna fjólubláu drauma. Tvær stundir ennþá, og „ferðin“ er á enda. Dyrnar á íbúð Ionu hafa nú aftur náð eðlilegri stærð, og ég get gengið upprétt- ur gegnum þær. Hvað skyldi það vera margt fólk, sem reikar um stræti Lundúna dag þvern, jafn varn- arlaust og ofurselt eigin of- skynjunum og við höfum verið þennan dag? Tvö hundruð manns? Eða tvö þúsund? Enda þótt eini opinberi fram- leiðandinn á LSD, hin virta lyfjaverksmiðja Sandoz-AG í Basel, (hún hefur aðeins látið það af hendi til rannsókna) selji þessa framleiðslu sína hvorki til Bretlands né Banda- ríkjanna, er auðsjáanlega nóg af LSD á markaðnum. Götu- stelpur í Soho selja örlítinn skammt fyrir 50—60 krónur. „Fullkomin ferð“ kostar frá rúmum 100 krónum upp í tæp- ar tvö hundruð. — Efnið er fra'mleitt í Lund- únum, síðan fer það til Amster- dam og kemur svo þaðan aftur til Lundúna til smásöludreif- ingar, segir maður að nafni Jasper Newsome okkur. LEITIN AÐ ALGLEYMI Sænska stúlkan, Eva, lýsir fyrir okkur reynslu sinni af LSD. Ungur maður hafði laum- að því í gosdrykk hjá henni, án þess að hún vissi. — Hann sagði mér ekki frá því, fyrr en eftir hálftíma, en þá fann ég það líka sjálf. Nóttin varð ægileg. Ég gat ekkert sofið, og ég hafði engan sykur til þess að jafna áhrifin. Ég horfði í spegilinn og sá allar svita- holur og æðar risastórar, eins og gegnum stækkunargler. Þessi sjón varð mér um megn, ég trylltist og braut spegilinn. Síðan brast ég í grát og grét klukkustundum saman. „Ferð“ okkar er nú senn á enda. — Ég er rétt að koma, segir Eva, og Monique tekur undir. Það fer einnig að lifna yfir Amosi og Rufusi. Við setjumst öll upp í Jagúar- bifreiðina hennar Ionu og ök- um til „Svanga hestsins“ til að snæða kvöldverð. Þetta er þögull hópur. Nú verða eng- ar breytingar á lofthæð eða dyrastærð, engin ævintýri blómstra. Við erum öll dauð- þreytt. Næsta dag erum við saman komin í aðalstöðvum Bart Huges, Edith Grove 18, rólegri hliðargötu í Chelsea. Eiginmaður Monique, ungur Bandaríkjamaður að nafni John Doyle, hefur meðferðis nýjar „sálarhugmyndir“. Hann er að hugsa um að opna sýn- ingu á Ibiza. Meiri hluti mál- verkanna er eftir „Nic“, ungan mann sem nú situr í fang- elsi, vegna þess að hjá hon- um fundust maríhúanabirgðir. Framh. á bls. 38. PLYMOUTH-BELVEDERE II. lenzkra ökumanna. — PLYMOUNTH vélarstærðum. BELVEDERE er bíll- er bæði sterkur og glæsilegur bíll, BELVEDERE er framleiddur í 10 inn, sem allir vilja eiga. — Nokkrir enda þegar farið sigurför meðal ís- mismunandi gerðum og með fimm bílar lausir til afgreiðslu strax. ^ CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL h.f. Hringbraut 121 — Sími 10-600. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.