Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 15
EITUR HIISINA FJOLUBLÁU DRAIMA ÞERRIPAPPÍRSBLAÐ á stærð við frímerki er farmiði í stórfurðulega ,,ferð“. Þessi hvíti miði hefur sogið í sig örlítið af efni, sem sumir kalla eggjunarlyfið. Á fræðimáli heitir efnasambandið lysergsaure-diethylamid, stytt í LSD. Hver sá sem gleypir pappírsmiða af þessu tagi kemst brátt í annarlega vímu, sem ýmist lyftir honum til himnaríkis eða sekkur honum til vítis. Fjölmargir vísindamenn hafa gert tilraunir með þetta dularfulla efni. Sumir hafa sjálfir fallið fyrir því og lofa LSD-vímuna hástöfum sem stórkostlega al- heimsútsýn. Þúsundir manna eiga sína paradís á jörðu undir áhrifum þessa nautnalyfs. Aðrir minnast áhrifa þess með óhug og hrylling.i (Fréttaritari vikublaðsins Stern, ásamt ljósmyndara, fékk reynslu af því í Lundúnum, hversu hættu- lega auðvelt það er að komast í kynni við LSD og áhrif þess). Joe er með lyfið í vasa sínum. — Allir eina ferð, segir hann og réttir fram tvö pappírs- spjöld. Annað er hvítt, hitt rósrautt. Hann klippir spjöldin sundur með naglaskærum í litla ferninga, sem hann dreifir meðal fólksins í kringum sig. Á rósrauðu bleðlunum eru um það bil 250 mikrógrömm af LSD, á þeim hvítu nálægt 100 mikrógrömm. En það er ósýnilegt með öllu, enga lykt að finna, ekkert bragð. Eitt mikrógramm er milljónasti hluti úr grammi. Ljósmyndarinn og ég fáum rósrauða miða. — Þið eruð nýir, segir Joe, — ferðin verður fín hjá ykkur. Við stingum bréfmiðunum upp í okkur. Látum þá fyrst blotna vel í munninum, renna þeim síðan niður ráðleggur Bart að baki okkar. Bart Huges er foringi í litla hópnum okkar. Upp- gjafa læknanemi, rúmlega þrítugur að aldri. góðlegur á svip og sallarólegur í tíðinni eins og tíbezkur munkur. Hann er búinn að fara 300 „ferðir“ með LSD, eins og hann segir. Gestgjafi okkar, Iona, er búin að hella upp á könnuna frammi í litla eldhúsinu sínu. Hún setur einn stóran bolla fyrir hvern gesta sinna. Kaffi er mjög gagnlegt, segir Bart. — til þess að flýta fyrir því að efnið leysist upp í maganum. Annars gengur það bara niður, gagnslaust og áhrifalaust. Skýringarnar eru ætlaðar okkur nýliðunum tveimur (frá Hamb.) Hin eru þessu löngu þrautkunnug. Iona hin fagra, með ennistoppinn og stuttklippta hárið, á þegar meira en hálft þúsund „ferða“ að baki. Vinur hennar, Bill, sem er með axlasítt ljóst hár, sömuleiðis. Eva, hin fölleita granna Svíadís, fór í fyrstu „ferðina" í gær, sama er að segja um frönsku stúlkuna smávöxnu frá Toulouse, Monique. Amos og Rufus, tveir langleggjaðir Lundúnaunglingar, eru alltaf til í tuskið, nokkurn veginn sama hvað það er. Við erum stödd í listamannsíbúð Ionu við Fulham Road í Chelsea, listamannahverfi Lundúna. Veggirnir eru málaðir dökkbláir, og umbúðapappír er breiddur fyrir tvo þriðju hluta hinna geysistóru glugga. — Hér ætla ég að innrétta þau geggjuðustu sálruglingshíbýli, sem þið hafið nokkru sinni séð, segir Iona íbyggin. Á læknisfræðilegu fagmáli er LSD (lysergsaure-diethylamid) „sálarruglings“ lyf, það víkkar eða þenur meðvitund einstaklingsins. Og vinir okkar nefna sig sálruglinga, iðkendur undarlegrar dellu, sem hefur breiðzt út eins og faraldur frá Ameríku til alls hins vestræna heims. Svissneski efnafræðingurinn doktor Albert Hoffmann setti fyrstur saman LSD árið 1938. Eina náttúruefnið í því er lyserg- sýra, sem er unnin úr svörtum sveppum, sem oft myndast á rúgi. En það liðu fimm ár frá því að það var sett saman, þar til Hoffmann uppgötvaði, hvílíkt ógnarafl var fólgið í efninu hans. 1934 andaði hann fyrir tilviljun að sér örlitlu af hvíta kristalladuftinu af LSD og varð þá fyrir þeirri reynslu að fá hinar furðulegustu ofskynjanir. Það er ekki fyrr en á seinustu árum, að LSD hefur orðið þekkt sem nautnalyf. Á síðastliðnu ári voru 17 manns settir á geðveikrahæli í Bandaríkjunum, sökum andlegra truflana af völdum LSD. Það sem af þessu ári eru að jafnaði tveir í LSD Bart Huges frá Amsterdam og sænska stúlkan Eva skoða gagntekin súrrealískar myndir. Veruleikinn hverfur þeim fyrir heimi ofskynjana. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.