Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 19

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 19
Tveir IMorðmenn eru | leir einu, sem nokkru sinni hafa farið yfir Atlantshafið á opnum árabát. þetta var árið 1896, og tók ferðin sjálf 56 sólar- hringa. En urn | þetta Beyti var Friðþjófur Nansen að vinna sín afrek, - og umheimuriim gleymdi þessum tveimur hetjum... Eftir Reidar Lunde Á ÁRABÁT YFIR ATLANTSHAF 7 tímum eftir hið eiginlega upphaf, mættu þeir fiskibáti, Það ' var síðasta sambandið við austurströnd Ameríku. Þetta slæma veður heldur áfram, bæði vindurinn og sjór- inn á móti fyrstu nóttina, en þeir voru samt ánægðir með , árangurinn. Þeir finna kistu í sjónum, merkta G. L., en hún er tóm. Fyrstu dagana skiptust þeir á að róa, og það er tími til að sofa. En föstudaginn þann 12. skrifaði Samuelssen, að þeir hefðu báðir þurft að róa alla nóttina. Það var of kalt til þess að sofa. Um morguninn kviknaði í prímusnum og litla eld- stæðinu, sem þeir höfðu byggt. Þetta leit illa út um tíma, en svo náðu þeir að slökkva bálið. Þann 13. mættu þeir fyrsta skipinu, skonnortunni Jossey frá Wetmouth. Daginn eftir kom mikill stormur, og þá rak 20 mílur til baka. Vindurinn jókst stöðugt, og lítið þýðir að róa á móti. ★ HVALUR ÓGNAR Miðvikudaginn 17. júní kom nokkuð sérstakt fyrir, það kom skyndilega á móti okkur stór hópur hvala, minnst 50 stykki. Einn þeirra kemur upp rétt hjá bátnum, sá er risastór. „Þessir hvalir eru stærri en við höfum nokkurn tíma séð áður,“ segir í bókinni. FTIR að hafa verið á sjónum í 12 sólarhringa mættum við þýzka farþegaskipinu „Bismark Fursta“. Við settum bandaríska fánann upp, en þeir þann þýzka. Þeir sneru við, til þess að athuga hvort þeir ættu að taka okkur upp. Við sögðum, að svo væri ekki, en báðum þá að skila kveðju, og segja að allt gengi vel. Næst, þegar þeir mættu skipi, var það fiski- skip, sem var að koma af Nýfundnalandsmið- um. Þeim var boðið um borð til þess að fá að borða, en þeir þáðu það ekki af hræðslu við að báturinn kynni að brotna, þegar hann kæmi upp að skipshliðinni, þar sem sjógangur var mikill. Nú skiptust á skin og skúrir. Einn daginn var þokan þétt sem steinveggur, annan daginn var glaðasólskin. En samt kom þokan alltaf aftur. Átta daga samfleytt voru þeir í þéttri þoku, og höfðu ekki minnstu hugmynd um, hvert stefndi. „Við verðum bara að treysta á áttavitann!“ Sunnudagurinn 4. júlí var merkisdagur. Þá í fyrsta skipti fórnuðu þeir af drykkjarvatninu og þvoðu sér í framan. Þvoðu sér virkilega með „vatni og sápu.“ ★ BÁTURINN VERÐUR FYRIR HNJASKI Þetta var verulega hressandi. En nú jókst lika veðrið til muna. Þeim mætti stormur af kröftugustu gerð. Þungt var í sjó og vindurinn jókst sífellt, og mánudaginn 6. júlí voru þeir neyddir til þess að setja akkerið útbyrðis. Ekki þýddi fyrir þá að hugsa um svefn. Þetta var orðin barátta upp á líf og dauða. Ekki sjaldnar en 30 sinnum fylltist báturinn af vatni aðfaranótt þriðjudagsins. Akkerið rifnaði frá og týndist. Hver brotsjórinn á fætur öðrum skall yfir þá. „Við ausum báðir eins og við mögulega getum. Það er niða- myrkur og ausandi rigning.“ Þeir misstu tvær vatnskönnur fyrir borð, og ekkert innan- borðs var þurrt nema brauðið, — og dagbókin. Allt var í lagi þann 8. en þann 9. segir í bókinni „að nóttin hafi verið erfið.“ Og þann 10. munaði minnstu, að ferðinni lyki á sviplegan hátt. Bátnum hvolfdi og þeir fóru báðir út- byrðis. Annar þeirra skrifaði síðar í bréfi: — Við heyrðum hryllilegan hávaða, og innan skamms kom voðalegur brotsjór yfir okkur utan úr myrkrinu. Hann lenti á annarri hlið bátsins og var svo þungur, að báturinn fór þegar I stað á hliðina. Við vorum með björgunarbelti, sem 3—5 faðma lína var í og hún fest við bátinn. Okkur heppnaðist fljótlega að snúa bátnum aftur við, og við komumst aftur um borð, hvor frá sinni hlið. í dagbókinni sagði Gabriel: „Það var ótrúlega erfitt fyrir okkur að komast aftur um FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.