Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 21
UNDARLEGIR IILUTIR AÐALVITNIÐ VAR AFTIJRGANGA FERSEN greifi vaknaði snemma í hótelherbergi sínu í Radicofani í einu af úthverfum Rómar, og starði undr- andi á járnhringinn gamla, sem hann bar á löngutöng hægri handar ... Þetta var alls ekki þess konar hringur, sem maður gæti búizt við að sjá á fingx-i sænsks aðalsmanns. Hringurinn var sérstaklega frumstæður og klunnalegur. En samt fylli- lega þess virði að vera veitt athygli, — hann hafði nefni- lega verið settur á fingui'inn af manni, sem var risinn upp frá dauðum. Greifinn hafði aldrei séð hringinn áður, og hafði alls ekki átt hann, þegar hann gekk til hvílu kvöldið áðui'. En hann var þess fullviss, að sá, sem hafði látið hann fá hringinn var uppi’isinn maður, sem annars átti að liggja í gröf sinni undir hellugólfinu í þessu ákveðna hótelherbergi. — Með þessum hring, hafði sá upprisni sagt, — áttu að sanna, að þú hafir heyrt það, sem ég segi. .. að það sé eklji ímyndun. Ævintýri Fersens greifa áttu sér stað fyrir rúmum eitt hundrað árum síðan. En þrátt fyrir það er sagan sígild. Greifinn gisti á litlu hóteli áður en hann hélt áfram til Rómar. Um miðja nótt vaknaði hann og gat þá, með hjálp tungl- skinsins, séð mann, klæddan í hvítan jakka og hvítar bux- ur, standa við hliðina á rúmi sínu. Þegar greifinn ætlaði að taka til skammbyssunnar, sem lá á náttborðinu, kallaði maðurinn til hans: — Ekki skjóta, þér gætuð ekki drepið mig, en það kynni að kosta sjálfan yður vandræði. — Hvers vegna komið þér hingað inn? Spui'ði greifinn. — Ég er dauður, svaraði vofan, — og líkið af mér er grafið undir rúminu yðar ... — Ég var múrari og vann hér í bænum. Konan mín hélt við hótelstjórann hér á hótelinu. Þau vildu losna við mig, og kvöld eitt buðu þau mér hingað, di'ukku mig undir borðið og drápu mig síðan ... Og járnhringurinn . .. — Ég kem ekki til með að geta dáið, fyrr en ég kem fram hefnd, hélt hann áfram. — Og ég veit að þau ætla til Rómar. — Þegar þér eruð komnir á fætur, farið þá til lögreglunn- ar og segið þeim það sem ég hef sagt yður. Þeir munu senda menn hingað, sem rannsaka herbergið, finna líkið, og ég mun koma fram hefnd. Greifinn kinkaði kolli og sagði, að hann skyldi gera þetta. en vofan gekk nær sænginni. — Þér megið ekki ímynda yður, að þér séuð fyi'sti mað- urinn, sem ég tala við, sagði sá upprisni. — Ég hef beðið fjölda manns um að gera þetta, en morguninn eftir hafa allir haldið, að þetta hafi verið draumur. Réttið mér hönd- ina ... Greifinn rétti fram höndina, og hann sá, að á löngutöng hægri handar hafði verið settur hringur. Því næst hvarf vofan ... ÞÁTTUR LÖGREGLUNNAR Næsta morgun fór Fersen greifi til Rómar og heimsótti vin sinn, Löwenhjelm greifa, sem var sænskur konsúll þar. Löwenhjelm greifi hlustaði tortrygginn á söguna um næturheimsóknina, og þannig var einnig farið með bróður hans, sem var sérfræðingur í bændamunum. En hins vegar gat bróðirinn fullyrt, að hringurinn var af þeirri tegund, sem aðeins var boi’inn af bændum á Radi- cofanisvæðinu. Löwenhjelm greifi var fyrst í stað ekkert ákafur að ónáða lögregluna — af þeirri ástæðu, að honum fannst þetta vera einum of ótrúlegt. En að lokum gekk hann inn á að senda lítinn flokk lög- í'eglumanna, — með því skilyrði að Fersen greifi færi með, til þess að vei’ja mál sitt, ef það kæmi upp úr kafinu að þetta ætti ekki við nein rök að styðjast. Fersen greifi samþykkti þetta. Fólkið í Radicofani varð undrandi, þegar hermannaflokk- ur kom þrammandi og bað um leyfi til þess að fá að rann- saka eitt af herbergjunum á hótelinu. Aðalsmennirnir tveir ásamt tylft hermanna fóru inn á herbergið, þar sem gi’eifinn hafði sofið. Þeir tóku rúmið burt og uppgötvuðu, að sex hellur í gólfinu höfðu nýlega verið fluttar ... ÓSKEMMTILEGUR FUNDUR. Fersen greifi spurði hótelstjórann, hvort hann fengi leyfi til þess að brjóta upp gólfið, en maðurinn neitaði. Þá fyrst, þegar greifinn hótaði að ná í heilan flokk, lét maðurinn undan. Hinir þungu steinar voru teknir upp og því næst var grafið í sandinn, sem var þar undir. Og þar var að finna mannslík íklætt i múraraföt. And- litið var þekkjanlegt, og greifinn sá strax, að þetta var sami maðurinn og hafði talað við hann nóttina áður. Náð var í vaktmanninn í bænum og hann gat staðhæft að þetta var Mario Serrini, hvers kona — samkvæmt orð- rómi — étti að halda við hótelstjórann. Seri'ini hafði horfið sporlaust fyrir rúmum mánuði síðan, en menn héldu, að hann hefði farið til Rómar í atvinnuleit. AUÐVITAÐ ... Hótelstjórinn og kona þess myrta voru kölluð til aðal- stöðva lögreglunnar, og eftir fárra mínútna yfii'heyrslu ját- uðu þau allt saman. Þetta er áreiðanlega í fyi'sta, — og líklega í síðasta sinn, sem aðalvitni ákæruvaldsins hefur verið og verður aftur- ganga. Tvö ákærðu voru sek fundin, og viku síðar voru þau hengd í Bocca delle Veritafangelsinu í Róm. Afturgangan góða hefur aldrei síðan séðst. Hún virðist hafa fengið nóga hefnd, og það sem meira er um vert, ró i í gröf sinni. 1 FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.