Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 7
SVART HÖFÐI SEGIR um. Góð mál hafa oftar en hitt týnzt í refjum einstaklinga, sem hafa verið að leita sér að aðstöðu en að hafa mótandi áhrif á þjóðlífið. Gott dæmi um stjórnmálaástand síðustu ára- tuga eru hinar þrjár nýju pólitísku hreyfingar, sem séð hafa dagsins ljós undanfarið. Ætla mætti að ábyrgðarþungt og virðulegt stjórnmálalíf fæddi af sér ámóta virðulegar hreyf- ingar, þar sem miklir garpar gegndu forustunni. Svarið, sem gömlu flokkarnir fengu, þegar loks átti að fara að veita þeim eitthvert aðhald, var Þjóðvarnarflokkurinn, Mýneshreyfingin og Óháðir í Hafnarfirði. Þessar þrjár hreyfingar voru hæfi- legt viðfangsefni landsfeðranna. Þjóðvarnarflokkurinn dó, þegar hann taldi sig þurfa að taka afstöðu með eða móti kommúnistum, og létu sumir meðlimanna sig hafa það að ganga úr honum tvisvar og þrisvar sinnum. Deilan um komm- únista sýndi, að meðlimirnir voru yfirleitt með allan hugann í öðrum flokkum, og höfðu því lítið í þennan nýja flokk að gera. Mýneshreyfingin hefur alltaf borið keim af trúboði Eiríks frá Brúnum. Bóndi austur á landi fer skyndilega frá búi sínu, þegar honum blöskrar vitleysan á Alþingi, og ætlar að leiða menn á hinn rétta veg, þó einkum þingmenn. Eftir að hafa setið yfir kaffilapi í þinghúsinu vetrarpart og séð „stórmennin“, hverfur hann heim aftur sem pólitískt númer á Austurlandi. og hefur m. a. upplýst daufgerðan bankaúti- bústjóra eystra um skyldur og starfssiðu, þegar honum var neitað um víxillán. Maður, sem hefur setið til borðs með höfðingjum, lætur ekki neita sér um peninga. Það er megin- regla í voru þjóðfélagi. Og það var Mýneshreyfingin sem sannaði hana í framkvæmd. Unnið stríð EGAR gengið var fram hjá Birni Sveinbjörnssyni við veit- ingu bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði og sýslumanns- embættisins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og kona norður á Siglufirði látin skipa annan mann í embættið, þá móðguðust ekki einungis Hafnfirðingar, þeir sem þorðu og þurftu að móðgast, heldur líka frímúrarareglan á fslandi. Ungur, fram- gjarn og bindindissamur lögfræðingur í Hafnarfirði tók óvilj- andi upp hanzkann fyrir skakka reglu, skrifaði maraþon- grein í blöð og hafði loksins fengið tak á réttlætinu. sem hafði verið svo sleipt átöku í Alþýðuflokknum. Þegar takið var á annað borð fengið, þreif hann fast og karlmannlega til og sótti fram á völl stjórnmálanna. Óánægja hans í Alþýðu- flokknum stafaði meðal annars af því, að hann var ekki samþykkur ýmsum gerðum flokksins. Honum hafði alltaf verið mest í mun að flokkurinn sigraði. En eftir kosningar var þetta alltaf ómögulegur flokkur. Nú voru kosningar framundan og nú mundi vera hægt að sigra. Lögfræðingur- inn kom óháðum lista á laggirnar og margir urðu til að leggja listanum lið, ekki lengur vegna Björns Sveinbjörnssonar, sem loks hafði varpað af sér huliðshjálmi og reri annars stað- ar, heldur til þess að gera kosningarnar sem skemmtilegastar í Firðinum. Þetta tókst, og þær urðu svo skemmtilegar að óháðir fengu þrjá menn kjörna í bæjarstjórn. Stríðið hafði unnist. Lögfræðingurinn hafði fengið pólitískt vald, sem hann vissi ekki hvernig hann átti að nota. Hugmyndir hans um pólitík höfðu aldrei náð lengra en til sigursins. Tapaður friður EIR óháðu í Hafnarfirði höfðu mjög óbundnar hendur um stefnuna eftir kosningar. Engin flokksstofnun var í aug- sýn, og hinir þrír kjörnu þurftu lítið annað en halda við heiðri sínum sem vaskir menn í bæjarfélagi, þar sem flest var komið i óefni. Þeir hefðu mátt minnast orða Trumans um mikilvægi þess að vinna friðinn. Sem nýtt afl og nýir menn þurftu þeir að berja fram málefnasamning og samkomu- lag um bæjarstjórn. Ef hvorugt þetta fékkst, þurftu þeir sjálfir að ná taki á góðu bæjarstjóraefni handa gömlu klík- unum til að fella. Þetta þurfti að vera byrjunin. En óháðum var ekki sýnt um svona flokkslega stjórnvizku. Eldmóðurinn dugði aðeins í kosningarnar. Bæjarfélagið leit eðlilega til þeirra um forustu og úrræði eftir mikinn sigur. En það mál virtist ekki koma sigurvegaranum við. Það var auglýst eftir bæjar- stjóra, og árangurinn varð sá, að þrjár umsóknir bárust frá mönnum, sem Hafnfirðingar munu álíta hæfari til annarra björgunarstarfa en þeirra sem bíður bæjarstjóra þeirra, og svo barst ein fölsuð umsókn. Þótt þessar umsóknir komi óháð- um ekki beint við, þá eru þær punkturinn aftan við kosninga- sigur þeirra. Skemmtilegar kosningar og skemmtilegar um- sóknir um bæjarstjórastarfið er ekki krafa kjósenda, þegar allt kemur til alls, heldur framsýni og úrræði og athafnir. Fólk álítur að óháðir hafi átt annað erindi í bæjarstjórn en að tapa friðnum. lendingar ættum að hafa hljótt um skyldleika okkar við delik- vetn eins og Harald heitinn lúfu og ólaf konung digra. Menntun tómstundakennara Fálki minn! Þakka þér fyrir allt gott og skemmtilegt. Gefðu mér upp- lýsingar um menntun til þess að vera tómstundakennari. Ég hef áhuga á því starfi. E. R. S. Svar: Það er ekki um að ræða tieina sérstaka menntun til Jiess. Sá sem ]>að tekur að sér pyrfti nátt.vrleqn helzt að vera kennari, og auðvitað lærður i alls konar tómstundaiðju. Handavinmikennaraprðf eða eitthvað svipað er ósköp eðli- legt skilyrði. Þetta er annars eðlileg spurning, þvi að það er vaxandi þörf á frœðslu og leið- beiningum um tómstundaiðju. Dýrir kettir Góði Fálki! Blaðið er að stórbatna hjá ykkur, og efnið er bara anzi líflegt. Ég sá í grein hjá ykkur um daginn að einhver var að miklast yfir því að hafa borgað^ 32.000 krónur fyrir hest. Þetta þykir mér ekki mikið. Það er ekki nema vika síðan að ég borgaði 60 búsund fyrir hund. Ég skipti á honum og tveimur 30 þúsund króna köttum. Ann- ars líkar mér vel við pósthólfið ykkar, þvi þar kennir svo margra gras„asna“. Doddi dynkur. Svar: Af liverju setturðu ekki „Gáfnaljós“ undir bréfið. Það nafn hæfir þér vel. FÁLKINN 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.