Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 39
JAMES BOJVD - JAMES BOJAD - JAMES BOJVD Njósnarinn og kvennagullið JAMES BOND 007 - 007 JAMES BOAD - JAMES BOAD - JAMES BO XD í nýrri sögu: í þjónustu hennar hátignar JAMES BOND sögurnar seljast nú meira um allan heim en nokkrar aðrar njósnarasögur. í þjónustu hennar hátignar er komin í bókaverzlanir um allt land. LSD læknaði hana af kyngetu- leysi (frigidity). Þetta má allt rétt vera. En þessar tvær „ferðir“ mínar, sem ég fór í land hinna fjólu- bláu drauma, standa mér fyrir hugskotssjónum sem daður við brjálsemi, og ekkert annað. • Sálfræði Framh af bls. 13. útbreiðslu þeirra, en af sömu ástæðu er hægt að flytja inn flestar ritskoðaðar erlendar bækur í stórum stíl án þess að.vekja það umtal sem gæti dregið meiri athygli að þeim en þær verðskulda. Myndasögubækur eru að nokkru leyti ritskoðaðar, því að allflestar þeirra sem fluttar eru til landsins eru annað hvort eftir Walt Disney eða hafa hlotið samþykki siðareglu- nefndarinnar bandarísku (Co- mics Code) sem skaðlaust efni fyrir unga lesendur. Sú ritskoð- un virðist ekki hafa dregið neitt úr sölu bókanna eða á- huga barna á þeim. Kvikmyndaeftirlitið í Banda- ríkjunum er á vegum samtaka kvikmyndaframleiðenda þar, sem sjálfir hafa tekið upp þessa skoðun, en í Bretlandi eru það einkasamtök studd af kvik- myndafélögum. Þar er ekki farið eftir neinum algildum reglum, heldur er hver mynd dæmd eftir eigin verðleikum og ákveðið fyrir hvaða aldurs- flokka megi sýna hana. Ekkert efni er bannað ef það er með- höndlað af nærfærni og ein- lægni. Af því að hér eru engin kvikmyndahús sem aðeins sýna myndir fyrir fullorðið fólk, ættu íslenzkir kvikmyndaeftir- litsmenn að flokka myndir á sama hátt fyrir íslenzkan al- menning. Sem stendur virðist ekki farið eftir neinum öðrum reglum þegar myndir eru flokkaðar en að banna börnum að sjá glæpi og grimmd, en með örfáum undantekningum virðist litið á myndir sem leggja óeðlilega áherzlu á kyn- ferðismál sem gott fræðsluefni fyrir börn eldri en tólf ára. En hversu margir sextán ára „full- orðnir“ eru nógu þroskaðir og reyndir tilfinningalega séð til að sjá myndir á borð við Hara-Kiri, Þjónninn, Rómarför frú Stone og myndir Ingmars Bergman? Án áreiðanlegra kvikmyndadóma sem birtast áður en farið er að sýna mynd- ina eru stuttorðar og oft vill- andi auglýsingar eini leiðarvís- ir okkar um efni hennar og meðferð þess. Eigi alls fyrir löngu var sagt í dómi um Hulin fortíð, að þetta væri mynd fyrir alla fjölskylduna. En þessi vel leikna kvikmynd fjallaði um ógifta móður, vændiskonu og kynvillinga — áhugavert efni fyrir fullorðna, en tæplega sæmandi fyrirmyndir ungu kynslóðarinnar okkar. Útvarpseftirlitið í Bandaríkj- unum er á vegum alríkislegrar nefndar sem getur endurnýjað eða afnumið leyfi til flutnings hinna ýmsu þátta, en áhrifa auglýsenda og stuðningsaðila gætir töluvert. Siðareglur sjón- varpsins frá 1952 eru samtök þeirra sem að flutningi efnis standa. í Bretlandi fer óháða sjónvarpið (allt sem ekki heyrir undir ríkissjónvarpið) eftir sjálfskipuðum meginregl- um hvað snertir jafnvægt efnis- val, smekkvísi og pólitískt hlutleysi. Þetta ættum við allt að hafa í huga þegar okkar eigið sjónvarp tekur til starfa. Dagblöðin hafa þó víðtækari áhrif en nokkur önnur fjöl- miðlunartæki. Dagblað sér um almenningsfræðslu með frétt- um sínum, myndum, skopteikn- ingum og auglýsingum. Þegar flestir lesendur eru áskrifend- ur eins og hér tíðkast verður blaðið sérstakt fræðsluefni fyr- ir alla fjölskylduna. Hversu vel því tekst að veita almenna fræðslu, getur lesandinn dæmt um með því að athuga að hve miklu ieyti fréttagreinarnar eru hlutlausar, upplýsandi og víðfeðmar, myndirnar viðeig- andi, auglýsingarnar áreiðan- legar og annað efni hæfilegt fyrir fjölskylduna. Vegna þess að dagblaðið er á heimili okkar allan daginn, hefur efni þess mikla þýðingu fyrir okkur, miðlar okkur af fróðleik um heiminn sem við lifum í, landið okkar og sam- tíðina og mótar afstöðu barna okkar til lífsins. Við getum val- ið kvikmynd, sjónvarpsþátt, bók eða leikrit, en við getum ekki valið efnið sem við viljum hafa í dagblaðinu. Af þeim sökum bera dagblöðin þyngri ábyrgð en önnur fjölmiðlunar- tæki hvað snertir smekkvísi og dómgreind í efnisvali. ® Sviösljósið Framh. af bls. 37. stama í fyrsta þættinum, því um tíma stjórnaði hann Lög- um unga fólksins, þegar Gerð- ur Guðmundsdóttir brá sér í sumarfrí. Nú, svo á hann sér það til ágætis að vera fyrrver- andi meðlimur í hljómsveitinni Tónar, en hætti fyrir rúmu ári vegna fjölda áskorana. En án gamans hefur þetta komið Jóni og okkur báðum að not- um, þegar við höfum verið að benda piltunum á það, sem betur má fara í sambandi við flutning þeirra á lögunum, en upptökurnar sjáum við um sjálfir, enda hög heimatökin. Hins vegar er aðstaða til upp- töku á hljómsveitum mjög bág- borin hjá Ríkisútvarpinu, því tæki þau sem nú eru notuð, eru miðuð við meðalkröfur 1959. JÓN: Síðan hefur tækniþró- unin verið geysileg, sérstak- lega á þetta við um hljóðritun á dægurlögum. Hún krefst miklu meiri og fjölbreyttari tækni, en t. d. klassísk músík. Þið hafið farið inn á sam- komustaði til að ræða við ungt fólk? PÉTUR: Já, þetta er, að ég held, vinsælt efni, en miklum erfiðleikum bundið, því það er eins og kjálkarnir frjósi, þegar viðkomandi sér hljóðnemann. JÓN: Oftast er það þannig, að loksins, þegar við höfum króað einn af, þá tökum við smá æfingu áður en við byrj- um að taka samtalið upp á segulbandið. Þetta form gefur góða möguleika, ef vel ber í FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.