Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 32
einhvern glæsilegan veitingastað með Paul sér við hlið. Með þetta ljósa hár og langa íótleggina myndi hún sjálfsagt vekja nóga athygli til þess að Paul gæti verið hreykinn af henni. Lotta var ekki sjálfbyrgings- leg, en hún vissi að hún átti auðvelt með að ganga í augun á karlmönnunum. Það hafði oft- sinnis bæði glatt hana og kitlað hégómagirnd hennar, en þennan dag á ströndinni fannst henni það einu*»gis óþægilegt og þving- andi. Þótt Indíánahöfðingi í full- um skrúða hefði haldið innreið sina á torgið í Broköping, myndi fólkið þar ekki hafa glápt meira en glápt var á Lottu á hinni ensku baðströnd. — Þú ert allt of falleg til þess að þú megir sýna þig í baðfötum, sagði Paul og dró hana niður til sín á sólheitan sandinn. Ég vil ekki að neinn annar en ég fái að sjá þig. Hann lá og studdist á oln- bogana og brún augu hans urðu gljáandi og óræð, þegar hann lét augnaráðið gæla við líkama hennar. Svo ljós yfirlitum sem hún var átti hún alltaf erfitt með að verða brún, og þetta sumar hafði hún ekki einu sinni löngun til að ganga aftur yfir baðströndina sem lögleg bráð fyrir áleitin augu allra. — Þú veizt að ég er það, sagði hann og útlistaði hugsanir sín- ar nánar, er þau höfðu numið staðar í lítilli lægð til að borða. Lotta hafði þegar borið fram smurt brauð og öl á dúk, en hann leit ekki við matnum. Hann horfði bara á hana. — Ég hef aldrei verið eins hrifinn af þér og í dag, viðurkenndi hann. Þegar allir hinir gláptu á þig, fannst mér ég vera eins og hellisbúi. Mig langaði til að lyfta þér upp og hlaupa burt með þig og loka þig inni hjá mér. Ég er brjálaður i þér. Hann leysti frá henni baðkáp- una með skjálfandi höndunum og hún ók sér i herðunum svo kápan féll af henni og lyfti hand- leggjunum á móti honum, þegar hann faðmaði hana að sér. — Nei, kysstu mig ekki núna, umlaði hún. Vertu alveg graf- kyrr. Mér finnst svo gott að liggja hérna og finna að við eigum saman. Nei, Paul, snertu mig ekki... réttu mér hendurn- ar á þér. Hún dró hendur hans upp að andliti sínu og hélt þeim föstum þar. UNG STÚLKA ÓSKAST — Ég verð að fara á lokaæf- inguna hjá Patriciu á morgun. Henni myndi mislíka það ef ég færi ekki. Mamma og pabbi fara á frumsýninguna á miðvikudag- inn, en ég losna við það með þessu móti. Þetta var eitt af þeim tilvikum, sem gerði Lottu ljóst bilið, sem var á milli þeirra. Hún hafði aldrei verið viðstödd frumsýn- ingu og það hafði verið henni mikill viðburður að fá að fara með. Og London hafði hún varla augum litið. En Paul leit á frum- sýningu sem leiðinlegt skyldu- verk. Henni fannst einnig hálf tómlegt að hann skyldi ekki hafa boðið henni með sér á lokaæf- inguna. Jafnvel það hefði orðið henni ævintýri, eitthvað til að skrifa um heim. Bréf hennar heim til sin voru orðin nokkuð einhæf. Þar sem hún vildi ekki skrifa of mikið um þau Paul, hafði hún ekki margt að segja frá. Meðan hún nagaði pennaskaftið og reyndi að finna eitthvað til að 'skrifa um, varð henni Ijóst, hversu lítið hún hafði séð af Englandi. — Getum við ekki ekið til London í Staðinn? Bað hún, þegar stund frelsisins rann upp. Stóri, svarti bíllinn með bíl- stiórann við stýrið var þegar 32 FÁLKINN lagður af stað með foreldra Pauls til London, þar sem þau ætluðu að gista um nóttina. Ei- leen hafði einnig fengið frí og var nú I þann veginn að matreiða búðing, sem hægt væri að bera fram kaldan til kvöldverðar. — Þegar við höfum tækifæri til að vera út af fyrir okkur allan daginn, andmælti Paul nærri því ásakandi. — 1 borg- inni rekst maður alltaf á sæg af kunningjum. Með ofurlitilli óheppni gætum við blátt áfram hitt pabba og mömmu. Lotta gat ekki að sér gert að hlæja. — Það er á þér að heyra eins og London sé ekkert stærri en Broköping. — Jafnvel stærsta borg getur orðið of þröng þegar maður til- heyrir vissri stétt manna... maður sækir sömu veitingahús- in, verzlar í sömu verzlunum, já, þú skilur ... Það gerði Lotta nú ekki, en hún hefði með gleði borðað á hvaða veitingastað sem vera skyldi fyrir þá ánægju etna að fá að setjast við dúkað borð og láta þjóna sér í stað þess að bera fram mat fyrir aðra. Hún var dálítið vonsvikin yfir því að þau ættu að fara með nestiskörfu niður á ströndina. Hún hefði svo gjarnan viljað sigla inn í fengið tækifæri til að reyna. Mjallhvitt hörundið var drama- tísk andstæða við svartan sund- bolinn. Sítt hárið féll eins og bráðið gull um naktar axlirnar. — Nú fæ ég ennþá fleiri frekn- ur, sagði Lotta og óskaði þess að hún hefði brúna fótleggi. Henni fannst hún vera nakin svona hvít innan um allt þetta sólbrennda fólk. Paul hafði þennan hlýja, gulbrúna lit, sem aðeins dökkhærðir fá. — Hvar hefurðu fengið á þig þennan fallega lit, spurði hún öfundsjúk. Ég hélt að Oxford væri staður þar sem setið væri yfir bókum. — Það kemur fyrir að við róum líka, og þá bakar sólin mann á meðan, sagði hann. Lotta settist upp. — Tekur þú þátt í róðrarkeppnunum, sem við sjáum í sjónvarpinu heima? Spurði hún með aðdáun. Hún varð ekki vör við að í þessu var tekin mynd af henni, en Paul varð þess var og settist upp, gramur í bragði. — Við ök- um eitthvað annað, þar sem við getum fengið að vera í friði, sagði hann stuttaralega. — Þú ert þó ekki afbrýðisam- ur? spurði Lotta og brosti glöð, en flýtti sér að sveipa um sig baðkápunni. Hún hafði enga Sólargeislarnir rísluðust yfir þau gegnum gisið laufið, smjör- ið bráðnaði og ölflöskurnar urðu volgar og einhvers staðar nálægt þeim heyrðist skær barnsrödd hrópa: — Sjáðu, mamma, þau hafa sofnað. Eða heldurðu að þau séu dauð? Eigum við að gá? Lotta lauk upp augunum og leit beint inn i augu PaPuls. — Eigum við að borða? — Það er líklega eins gott, sagði hann hálf önugur og hafði enga matarlyst. Hann leit á klukkuna og óskaði þess .aO það væri komið kvöld. Hann hafði lengi vonast eftir þessu kvöldi, þegar þau gætu verið einsömul heima. Aðeins þau tvö... — Hvað gengur að þér? Hvers vegna ertu svona þögull? spurði Lotta og það var eins og ekkert gæti eytt matarlyst hennar og lifsgleði. Að vera loks frjáls eftir margra vikna púlvinnu, gerði hana öra. Hana langaði til að syngja, dansa, leika sér, gera eitthvað heimskulegt. — 1 kvöld myndi ég vilja fara í skemmtigarð og aka í parisar- hjóli eða eitthvað þess háttar, sagði hún á heimleiðinni. — Það getum við kannski gert, sagði Paul. Ég hef dálítinn höfuðverk eftir allt sólskinið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.