Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 22
p það komið. Það var ekki þörf fyrir það, það var alls ekki nauð- syniegt. Það var einfaldlega aukaleg varúðarráðstöfun, vara- skeifa, þaulhugsuð, dœmigerð. Hve lengi skyldi ég nú þurfa að bíða? Ekki lengi. Þetta tækifæri er of gott til að láta það ganga sér úr • greipum. Það hefði verið ákjós- anlegra ef meiri tími hefði unn- izt til að hræða mig. Það hlýtur að hafa verið átakanlegt að * þurfa að hætta vað það. Nú sé ég allt saman, ég veit hvernig fyrirætlunin er. Það átti að hræða frá mér allt vit þar til það væri orðið þreytandi og ekki æsilegt lengur. Síðan, þegar rétta stundin kæmi, þegar ég væri einsömul eða ein með Emmu, átti að drepa mig. Hvern- ig? Kæfa mig ef til vill. Það verður auðvelt að kæfa mig. Emma skildi mig eina eftir í kvöld. Þá var nógur tími. Emma var sofandi í kvöld, við eldinn, í hvarfi frá skerminum. Þá var lika nægur tími. En það varð að hræða mig fyrst, vegna þess að það var æsilegt. Það myndi hafa haldið áfram nótt eftir nótt, þangað til það væri orðið leiði- gjarnt. Eða þar til óborganlegt tækifæri byðist. Tækifæri, sem ekki væri hægt að láta ónotað. Eins og í nótt. Voru hafðar gætur á okkur Miss Sills? Já, vitanlega voru # hafðar á okkur gætur. En hverju máli skiptir það nú? Bráðum munu hendurnar birt- ast aftur og fikra sig meðfram röndinni á skerminum. Svart 9 flykkið mun rísa upp af gólf- inu og standa upprétt, ein hönd- in mun afhjúpa andlitið og ég mun sjá það. Andlitið verður geymt þar til síðast, eins og mikilfenglegt sýn- ingaratriði. Eins og atriði í enda dramatískrar leiksýningar, þegar koma á áhorfendunum á óvart. Það verður ekki leikið mér til heiðurs; andlitið veit að ég þekki það núna. Það verður leikið til fullnægingar leikaranum sjálf- um. „Gerðu svo vel,“ sagði Milly „Hélztu að ég hefði hlaupizt burt? Hún bar vatnsglasið að vörum Mrs. Manson. „Beint úr ísskápnum. Jæja, nú eigum við báðar að sofna, hvort sem okk- ur langar til þess eða ekki. Ég ætla ekki að fara í rúmið. Ég ætla að sofa í stól, hérna, þar sem ég get séð til þín og þú getur séð mig. Nei, horfðu nú ekki svona á mig. Það gerir ekk- ert tiL Ég hef oft gert það áður, án þess að þú vissir af því.“ Hún færði stól Emmu að rúm- inu; hver sá stóll, sem Emma hafði kosið sér, hlaut að vera notalegur. Mrs. Manson horfði á. Dúnteppið af legubekknum, aukaábreiðu til að hafa yíir herðunum. Stóllinn sneri að rúminu; hann 'var nær fótagaflinum en höfða- laginu. Hann sneri baki í skerm- inn. Áður en Milly bjó sig undir það sem hún var viss um að yrði andvökunótt, opnaði hún báðar hliðar á svalahurðinni. enn var Ijóslaust í herbergi Georges. Hún sendi honum dauf- legt bros yfir garðinn og sneri síðan aftur að stólnum. Hann var ekki sem verstur; hann var nærri því jafngóður og rúm. Þá stóð hún upp aftur. Hún vissi að enn var bolli af mjólk eftir í flöskunni, og hún var þyrst. Hún fyllti tómt vatns- glasið af mjólk og skálaði við Mrs. Manson áður en hún drakk úr því. Miss Sills dottaði. Brátt myndi Miss Sills sofna. Djúpum svefni. Á morgun myndi Miss Sills hafa höfuðverk. Á morgun verð ég dauð ... Hvernig mun þetta gerast? Það gat ekki hafa verið ráðgert i nótt — enginn gat vitað að hún myndi drekka afganginn af mjólkinni. Það var heppni. Leið- in hafði verið undirbúin fyrir heppiiegt tækifæri, og nú var Mér er jafnvel kunnugt um hendurnar. Ég veit hvað þær eru. Skríðandi eftir • gólfinu, undir skerminum, þétt saman eins og þær tilheyrðu dýri. Það er viðbjóðslegra en orð fá lýst. Miss Sills er sofandi. Höfuð hennar hefur hnigið fram á við. Hún sefur eins og lítil telpa. Þegar þau koma að mér I fyrramáiið, munu þau þá segja að ég hafi snúið mér við í svefn- inum og kafnað? „Hún hefur snúið sér við í svefninum — koddinn. Þetta er kraftaverkið, sem við höfum beðið eftir, en við vissum ekki, við héldum ekki...“ EPT/p. HIUDA LAWRENCE- 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.