Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 10

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 10
DAGUR MEÐ TÚRISTUM ENNAN dag hefur sólin líklega gleymt sér. Það er fimmtudagur, og seint í júní. Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir er að leggja af stað með túrista til þess að sýna íslenzkar nátt- úrugersemar suðvesturundirlendisins, Gullfoss og Geysi. Réttum fimmtán mínútum yfir níu er mættur í Sögu Steinn Lárusson frá skrifstofunni, en þar tekur hann upp farþega í Volks- wagenrúgbrauð. Síðan er keyrt að hótel Garði og sem leið liggur að hinu nýja Loftleiðahóteli, en þar eru samankomn- ir síðustu gestirnir, svo og þessir þrír nauðsynlegu, leiðsögumaðurinn, bil- stjórinn, og bíllinn. Leiðsögumaðurinn heitir Kristján Jónsson, bílstjórinn Bjarni Pálmarsson, en bíllinn Mercedes Benz. Eftir að farþegarnir hafa komið sér fyrir í bilnum og fengið sér Opal er lagt af stað sem leið liggur austur á Þingvelli, þar var fyrsti áfangastaður- inn. Ég er að velta því fyrir mér, á hvað ríkjandi stemning í bílnum minn- ir mig, og það kemst upp, því einu sinni byrjaði ég í barnaskóla. Leið- sögumaðurinn er að reyna að komast í andlegt hugarástand farþeganna, með einföldum og þægilegum spurningum, sem þessir allra þjóða menn og konur svara öll í kór. En smám saman kemst andlegt jafn- vægi á mannskapinn, og enskir tala þýzku eins og engin vandamál séu til, milli þess sem Kristján segir frá og út- Texti: Vilmundur Gylíason Teikningar: Gísli J. Ástþórsson 10 FÁLKINN skýrir. En þá er hlustað með opinn munn. Keyrt er fram hjá bústað Gljúfra- steinsskáldsins, og Kristján segir frá tilveru þess, lífsviðhorfum og helztu bókatitlum. Siðan hverfur Gljúfra- steinn. Fyrir ofan Vellina sjálfa er farið út úr bílnum og litið yfir sögustaðinn. Út- lendingarnir eru hrifnir. Það er bjart yfir, en þó alskýjað. Kristján segir, að í þessu veðri sé staðurinn óviðjafnan- legur. Þögn er sama og samþykki. Hald- ið er ofan við í gjánni. Kristján bendir á ruslakassa og segir, að nýverið hafi amerískur túristi spurt sig, hvort þetta væru póstkassarnir sem þeir notuðu á söguöldinni. Búðirnar eru skoðaðar, og ótvíræð hrifning ríkir vegna varðveizlu sögulegra menja. Ég spyr Bjarna, hvað verðið sé á svona ferð, 1000, 1200? Rúmar 500, seg- ir Bjarni. Annars er þetta furðulegt með ferðaskrifstofurnar hérna. Þær niðurbjóða hver fyrir annarri, og hagn- aður af svona ferð er sáralítill. Öðru- vísi er þessu farið annars staðar. Ital- irnir plokka mann að vísu inn að skyrt- unni. En má ekki fara einhvern milli- veg? Og Bjarni enn: Annars eru þær furðu- legar hugmyndirnar, sem útlendingar margir hverjir gera sér um ísland. Hérna um daginn seinkaði okkur eitt- hvað örlítið, og ég hafði orð á því við farþegana, að þetta væri bölvað, ég hefði átt að vera mættur út í bíó til þess að stilla píanóið fyrir Kemfp. Þessu trúðu þeir ekki, að bílstjóri léki á píanó, og stillti þar að auki fyrir heimsnúmer Og verst áttu Ameríkan- arnir með að kyngja þessu. Nú er það Valhöll og kaffið. Alltaf bragðast kaffið vel. Einn Þjóðverji er með í ferðinni. Og af einhverju er hann á íslandi. Hann hefur lesið Nonna-bækurnar og hrifizt. Það er ekki að spyrja að Þjóðverjun- um. Þjóðverjinn spyr Kristján um póli* tík á íslandi, og fylgi kommúnista. Kristján útskýrir það . Þegar það var afstaðið var ég búinn með kökuskammt okkar þriggja. En áfram skal haldið, yfir Lyngdals- heiði. Kristján bendir á eina hellinn hvaðan stundaður hefur verið búskap- ur á íslandi. Fyrr má nú rota en dauð- rota. Sessunautur minn í bílnum er fransk- ur maður, sem á fallega konu. Þessi maður minnir svo ótvírætt á franska nóbelsverðlaunahafann Jean Paul Sar- tre, í útliti, að innblástur er óhjákvæmi- legur. Ég velti vöngum eitt augnablik, en ríð svo á vaðið. — Eruð þér þessi frægi Sartre? — Nei. — Bróðir hans? — Nei. — Rithöfundur? — Svona svona. Maðurinn lítur flóttalega í kringum sig. Allt er þetta eins. Ég sé það á honum, að hann hefur alla vega ekkert fengið gefið út. Við höfum tekið eftir, að það er leigu- bíll, sem hefur fylgt okkur eftir alla leiðina frá Reykjavík, eins og tvíburi sem hefur orðið útundan í móðurlífi. Síðar kemur í ljós, að í heimi pening- anna er lífið öðruvísi. Þarna er um að ræða svissnesk verksmiðjuhjón, (eða hjónaleysi) sem hefur þótt fínna að ferðast með einkabíl, þar sem peningar og það nógir peningar eru fyrir hendi. Skötuhjúin létu vel hvort að öðru, stundum drógust þau svolítið aftur úr. En sagði ekki skáldið; hvað er að fást um það? Svo það hlýtur að nægja. Nú er komið að Geysi. Þar er snædd- ur hádegisverður, ágætur matur og ódýr, 100 krónur á mann. Á tröppum veitingastaðarins standa hundur og köttur og láta vel hvort að öðru. Er það ekki sjaldgæf vinátta? Ég bara spyr. Þegar búið er að borða og Þjóð- verjinn búinn að borga, er gengið upp að hverunum. sem eru rétt ofan við skálann. Það eru læti í Strokk, en

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.