Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 23
Mun lögreglan trúa þvi? Miss Sills sefur eins og lítil stúlka. Geta þau gert henni nokkuð? Geta þau ásakað hana fyrir van- rœkslu? Eða mun einhver gefa Í skyn að hún hafi verið ást- íangin í... Biðin er hræðileg. Hvers yegna tekur þetta svo langan tima? Loksins... Miss Sills. MISS SILLS! SÍÐAI HLUXI Það var Hattie sem veinaði. Hljóðið skar gegnum þögult hús- ið, steig og dó út og skildi eftir i kjölfari sínu dýpri þögn en áð- ur. Það reif Emmu upp úr ör- yggi svefnsins. Herbergi Emmu og Hattie voru aðskilin af sameiginlegu baðherbergi þeirra. Hún vissi hvaðan ópið kom, en kyrrðin sem fylgdi á eftir því var enda- laus og voðaleg. Henni datt i hug hvort allir myndu vera dán- ir. Það var eins og húsið héldi niðri í sér andanum. Það sem fólk sefur og andar i húsi, veit maður ávallt af þvi. Hún settist upp í rúminu og kveikti ljósið. Hana langaði til að líta á klukk- una enda þótt hún væri sann- færð um að tíminn kæmi henni ekki lengur við. Klukkan var þrjú. Hún lagði magra kræklótta hendina yfir munn sér til að varna því að hún færi sjálf að æpa. Þá heyrði hún önnur hljóð, dyr, sem opn- uðust og lokuðust, fótatak á hæðinni fyrir ofan og í stigan- um. Fótatak á eldhúsgólfinu, stól velt um koll. Raddir. Einhver barði á eldhúshurðina. „Emma?“ Það var Mr. Cory. Henni tókst að stynja upp: „Já, herra.“ „Við viljum fá þig hingað fram.“ Hún opnaði dyrnar. „Mrs. Manson, Miss Nara ...“ LEIKID FJÓR- HEIMT „Við viljum að þú komir inn I bókastofuna,“ sagði hann. Hún fór i náttsloppinn sinn og inniskóna, og nældi upp þunnar flétturnar; hún fór sér að engu óðslega vegna þess að næstu mínúturnar myndu færa henni einhverja vitneskju, sem hún óskaði ekki eftir. Þegar hún kom inn i bókastofuna, var Hattie þar fyrir, lifandi, vafin ábreiðu. Hún litaðist um eftir hinum — Mr. Cory, Mr. Manson, Miss Sills var ekki viðstödd. „Miss Nora?“ spurði Emma skjálfrödduð. „Miss Sills?“ „Það amar ekkert að Miss Sills. Það amar ekkert að neinu okkar nema Mrs. Manson." „Hún er þó ekki...“ „Við erum að reyna að ná í doktor Babcock. Mrs. Manson er meðvitundarlaus og Miss Sills neitar sem eðlilegt er að taka á sig ábyrgðina. Við vitum ekki hvað — Emma, geturðu nokkuð tjónkað við Hattie? Hún segir ekki e itt einasta orð af viti.“ Emma sneri sér að Hattie. Skerandi og ámátleg rödd Hattie yfirgnæfði símasamtalið en þau heyrðu nóg af því síðarnefnda til að doktor Bobcock var ekki heima. Hattie sagðist ekki hafa getað sofið; vafningsviðurinn hafði haldið vöku fyrir henni. Alla nóttina hefði hann skarkað við gluggann hennar, klórað í gluggahlerana og hún hafði hlustað á hann klukkustundum saman þangað til henni fannst að nú þyldi hún þetta ekki augnabliki lengur. Þá hafði hún farið fram úr rúminu án þess að kveikja ljósið og fundið skær- in í saumakörfu sinni. „Ég ætlaði að klippa hann í sundur," sagði hún. „Vafnings- viðinn. Ég sá hann hreyfast fram og aftur,, langan, svartan og ógeðslegan þarna úti i myrkr- inu, eins og höggorm. Svo ég ætlaði að klippa hann af. En þá ...“ „Ég náði í Pleydell," sagði Manson. „Hann er full ungur, en hann er sá bezti sem ég gat fengið. Haltu áfram, Hattie.“ „Já, herra. Ég ætlaði að klippa hann af. Ég hékk hálf út um gluggann og var búin að ná taki á honum, þegar handleggurinn kom niður.“ Cory leit á Manson. Þeir voru hvitir í andliti, en þeir brostu báðir og ypptu öxlum. „Það er engin ástæða fyrir þig að hlusta á þetta aftur,“ sagði Cory við Manson. „Hvers vegna bíður þú ekki við dyrnar eftir Pleydell? Hann þarf ekki langt að fara. Emma og ég —“ Mason fór þakklátur. Emma sagði: „Ég vil ekki hlusta á framhaldið. Hún er snarrugluð. Ég vil fara upp. Ég vil vera hjá Miss Noru.“ „Nei,“ sagði Cory. „Við verð- um að ganga af þessu dauðu nú á stundinni. Glugginn þinn er aðeins örfá fet frá glugga Hattie. Ef til vill getur þú sann- fært Hattie um að hún ...“ „Enginn getur sannfært mig um eitt eða neitt!" vældi Hattie. „Og ekki Emma Vinup heldur! Ég segi ykkur að ég sá hand- legg, langan handlegg, ekki inn- an við sex fet á lengt. Hann hefði getað kyrkt mig og myndi lika hafa gert það, ef ég hefði ekki hrætt hann burt!“ „Burt hvert?" Rödd Cory var blíðleg. „Spyrjið mig ekki. Eitthvað burt. Upp, held ég.“ „Upp hvert?" „Hvernig á ég að vita það?“ Hattie hugsaði sig um. „Ef hann hefði farið niður þá hlyti líkam- inn að hafa verið þar. Og ég mynd hafa séð líkamann ef ein- hver hefði verið vegna þess að hann myndi hafa staðið á jörð- inni beint fyrir framan mig. Það var enginn likami. Það var bara þessi handleggjur, sem lafði nið- ur eins og vafningsviðurinn, rétt fyrir framan aiyllitið á mér. Sex fet á lengd, ef ekki meira, með gulan hanzka á hendinni." „Gulan! Hattie, heyrðu mig nú. Það var myrkur, það var ...“ „Gulan hanzka, Mr. Cory. Það er dálítil birta fyrir utan, smá- skíma frá götuljóskerinu. Ég sá hanzkann, eins og ég sé yður núna. Hann sveiflaðist til hliðar, eins og hann væri að leita að einhverri handfestu, og og slóst í andlitið á mér.“ Hattie snerti á sér kinnina með bústnum fingri og ranghvolfdi augunum. „Ekki fast, en ég fann það. Eins og hann vissi ekki að ég væri þarna.“ Cory sneri sér að Emmu. „Ber þetta ekki einhvern keim af krökkum í ævintýraleit?" „Varla," sagði Emma, „klukk- an þrjú að nóttu. Þetta er kyrr- látt íbúðahverfi. Hún hefur borð- að eitthvað óhollt. Farðu aftur í rúmið, Hattie. Ég kem inn til þín á eftir." Augnaráðið sem hún sendi Cory, gaf til kynna að hún hefði tekið við stjórninni og hann mætti sín einskis. Þegar Hattie var farin, snökt- andi, dragandi ábreiðuna á eftir sér, gekk Emma úr skugga um að dyrnar væru lokaðar. Síðan sagði hún: „Mr. Bruce, hvað gerðist uppi? Hvað kom fyrir Miss Noru? Var það Hattie sem veinaði áðan?“ „Það hlýtur að vera.“ „En getur hún hafa heyrt það? Dyrnar hennar eru ávallt lok- aðar á nóttunni. Ég hef oft heyrt í Hattie áður. Að vísu sló hún öll sín fyrri met núna, en það er langt á milli. Ég veit ekki, ég...“ „Svaladyrnar voru opnar,“ á- minnti hann. „Og gluggi Hattie er þeim megin í húsinu. Ég held við getum slegið því föstu að Hattie hafi valdið þessu.“ „Meðvitundarlaus." Emma var hugsi. „Ég hef aldrei vitað til þess að liði yfir hana. Aldrei. Jafnvel ekki þegar Robbie — þér vitið það eins vel og ég! Hún hefur aldrei verið af þeirri teg- undinni, sem hnigur í ómegin eða æðrast." „En hún er sjúk núna, Emma.“ „Ætti ég ekki að vita það? Og svo er líka nokkuð annað." Emma hleypti brúnum. „Hennl leið illa í kvöld, augnarð hennar var það sem kalla mætti tryll- ingslegt. Miss Sills hélt að hún myndi hafa haft martröð." Hún sagði honum frá því er Miss Sills kom aftur um miðnætti. „Miss Sills var heldur óblið við mig, eins og hefði gert eitthvað. Ég! Ég myndi fórna lifinu og það vitið þér. Miss Sills sagði að Miss Nora væri skelfingu lostin, það var það sem hún sagði.“ Cory gekk yfir að einum langa glugganum. „Ljósin eru kveikt hjá Perry ... Skelfingu lostin, hvernig? Kona sem ekki getur talað, ekki hreyft sig ...“ „Það var svipurinn á hennl. Hún var hræðileg á svipinn." Það komu vöflur á Emmu. „Það gæti hafa verið ljótur draumur LEIKID FJÓR- HEMT — en hún losnaði ekki við hann þótt hún vaknaði. Hún gat ekki bægt honum frá sér. Miss Sills sendi mig niður til herbergis míns. Hún sagðist geta ráðið betur við það ein. Ég veit þó ekki hvað hún gerði." „Var þetta um miðnætti?" „J.. Klukkan var rétt rúmlega tólf. Mr. Bruce, hvað segir Miss Sills?“ „Miss Sills virðist vita minna en nokkur annar. Hún heyrði ekki í Hattie. Hún vissi ekki að neitt væri að, fyrr en ég vakti hana. Mér gekk heldur ekki of vel að vekja hana. Og Nora ...“ Hann stikaði um herbergið. Emma barðist við að halda þolinmæðinni. „Ef það eru síga- rettur sem þér eruð að leita að, þá setjist í öllum bænum og lát- ið mig finna þær.“ Hún fann eldspýtur og sígarettur i borð- skúffu. „Hérna. Þér heyrðuð sjálfur í Hattie, var það ekki?" „Auðvitað. Dyrnar hjá mér voru opnar og bakdyrastiginn — ég fór strax inn til Mrs. Man- son.“ „Mér hefði fundizt eðlilegra að þér færuð þangað sem ópið heyrðist." „Þér finnst ekkert slíkt. Þú hefðir gert það sama og ég ... Eftir hverju ertu að hlusta?" „Einhver kom inn um aðal- dyrnar án þess að hringja bjöll- unni. Getur það verið læknir- inn svona fljótt?" Hún opnaði bókasafnsdyrnar. Raddir heyrð- ust framan úr ganginum. „George Perry, sem ég er lif- andi, og nýi læknirinn líka. Hann virðist of ungur. Ég ætla að fara upp. Ég get orðið að gagni." FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.