Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 24
Hún var farin áður en hánn gœti stöðvað hana. George var i regnkápu utan- yfir náttfötunum og, að því er hann sagði, berfættur í skóhlíf- unum. Hann andaði eins og hann kæmi af hlaupum. „Ég sá ljósin kveikt hjá ykk- ur,“ sagði hann við Cory. „Ég var að horfa út um gluggann hjá mér. Ef þið ætlið að gera leit, þá get ég hjálpað ykkur. Til þess kom ég.“ „Veiztu um hvað þú ert að tala?“ spurði Cory með hægð. George sagði.: „Ég verð víst að fá mér sæti. Ég er lafmóður. Vitanlega veit ég það. Ef þið eruð að halda þessu leyndu, þá er heppnin ekki með ykkur. Ég mætti Pleydell fyrir utan og hann sagði mér það, en þessu þurfti ekki. Ég var búinn að sjá nóg sjálfur og ég er ekki hissa á því þótt liðið hafi yfir Mrs. Manson." Cory virti George vandlega íyrir sér. „Hvað heldurðu þig eiginlega hafa séð?“ George roðnaði. „Ég veit það ekki," viðurkenndi hann. „Sjáið nú tiL Það er langt frá þvi að ég sé af þeirri manntegund, sem hangir úti í gluggum til að njósna um nágrannana, en ...“ Hann sagði Cory að hann hefði farið út að glugganum til að skyrpa út úr sér tannbakstri og hann var hlægilega ungæðisleg- ur þegar hann sagði það. „Ég horfði yfir lóðina heim að hús- inu hérna, vegna þess að — ja, vegna þess að ég stóð þar og það var hér, og ég sá eitthvað hreyfast. Fram og aftur, undir svefnsvölunum. Ég hélt það væri hundur, stór hundur, ef til vill skozkur fjárhundur. En það á enginn stóran hund hér í ná- grenninu. Svo ég hélt áfram að horfa." Hann sagði að hundur- inn hefði læðst meðíram húsinu, LEIKIÐ FJÓR- HEIMT eins og hann væri að króa eitt- hvað af, og við það var ekkert að athuga því þarna var mikið um moldvörpur og fleiri dýr. Svo hvarf hann. Er hér var komið var George glaðvaknaður, og fór til að ná sér í sígarettu. Þegar hann kom aftur að glugg- anum, var hundurinn á svefn- svölunum. „Það er sízt að undra þótt Mrs. Manson félii í yfirlið, þetta ferlíki sprangandi um sval- irnar, inn í herbergið til hennar og nærri aigert myrkur." „Geturðu gefið okkur skýr- lngu á þvi hvernig hundurinn gat klifrað upp á svefnsvalirn- ar?“ „Ég kippi mér ekki upp við 24 FÁLKINN þennan raddhljóm," sagði Geor- ge ótrauður. „Ég sá hann ekki fara upp, en ég sá hann fara niður. Hann fór niður eins og api. Ég sá hann sveifia sér yfir handriðið og hanga í vafnings- viðnum. Þegar ég hugsa út í það núna, þá sá ég hann ekki beinlinis lenda á jörðinni. Ég var þá á þeytingi um herbergið mitt í leit að skóm. Kannski var hann api og kannski var hann Baskervillehundurinn. Ég veit það e kki og mér fannst það skipta harla litlu máli nema hvað það ætti að finna hann og skjóta hann. Mig hryllti við honum... Hvernig líður Miss Sills?" „Það gengur ekkert að Miss Sills." „Ég er fegin að heyra það.“ 1 rödd Georges var óljós ávit- unarhreimur. Hann var á svip- inn eins og hann ætti margt fleira ósagt, ekki allt prenthæft. En þegar hann hélt áfram, var hann nógu friðsamlegur. „Og hvernig stendur á að Pleydell kemur í stað Babcocks? Ekki svo að skilja að ég hafi ekki álit á Pleydell. Móðir mín lét sækja hann einu sinni og hann sá í gegnum hana eins og gler. En ég hélt að Babcock hefði einkaleyfi á þessu húsi.“ „Babcock er í sjúkravitjun." „Pleydell segir að Hattie hafi getað vakið menn upp frá dauð- um.“ „Já. Heyrðu mig nú George, talaðu ekki um þetta við neinn nema mig. Þú kemur okkur i blöðin og við höfum fengið nóg af því. Svo ekki sé minnst á skelkinn sem nágrannarnir myndu fá. Þú þekkir Hattie." „Hvort ég geri. Ég var vanur að hjálpa Hattie að setja upp músagildrur fyrir mýs sem ekki voru til. Pleydell segir að í þetta skipti hafi hún séð handlegg, sem var sex álnir á lengd." „Pleydell er of málgefinn. Svo virðist einnig um Manson." „Og svo verður einnig um móður mina, ef ég á að segja eins og er. Biddu þangað til hún fréttir þetta! Ég stakk miða undir hurðina hjá henni og sagði henni hvert ég hefði farið. Ef svo færi að þið vilduð að ég yrði eftir og hjálpaði ykkur að leita. Ég á við ef við afréðum að taka þetta alvarlega." „En, George ...“ „Ef ske kynni að við fyndum eitthvað sem líktist förum eftir loppur. Jörðin er gegnsósa, svo þau myndu sjást. Eða eitthvað í átt við rifin lauíblöð, brotnar greinar og þess háttar. Eða spor. Þetta gæti hafa verið klifur- þjófur. Maður en ekki hundur; takmark, skartgripir Mrs. Man- son." „Aliir vátryggðir." „En ekki nógu hátt til þess að það borgi sig að láta hræða úr sér vitglóruna. Mér myndi líða betur ef við færum tveir út og leituðum. Við gætum litast um sem snöggvast og sannfært okkur.“ Cory var umburðarlyndur. „Hættið þessum órum, George. Ég er þegar sannfærður." „Það er ég ekki,“ kvartaði George. „Sumar af vafnings- greinunum á svölunum hanga lausar, og þær voru ekki þannig í dag. Ég sá það rétt áðan við glugga Hattie.“ „Það er of dimmt til að geta greint neitt þvilíkt og þú veizt það.“ George stakk hendinni í vas- ann. „Ekki með þessu,“ sagði hann. Hann lét geislann frá vasa- ljósinu flögra um herbergið. „Ég notaði það þegar ég gekk yfir garðinn. Ég sá það sem ég sá, um það er engum blöðum að fletta." „Legguð þetta frá þér George, og reyndu að vera fullerðinn." „Þetta segir mamma líka alltaf," samsinnti George. „Vera fullorðinn. Jæja, þá það.“ Þeir sátu saman þegjandi. Dyrabjallan hringdi einu sinni og Cory fór til dyra. Þegar hann kom aftur sagði hann að það hefði verið Babcock. Babcock hafði loks komið heim til sín og fengið boð Mansons. George eigraði um herbergið. Hann lét i ljós nokkurn áhuga þegar Pleydell, ungur og rjóður, birtist I dyrunum, greinilega eftir sig eftir áminningu, og bað um að sér yrði vísað til Hattie. Cory fór með honum. Eftir það varð George gengið út að garð- glugganum. Hann blístraði lágt. Úti í garðinum sá hann foreldra sína, vopnaða vasaljósum, stikla yfir blautt grasið og beygja inn á stíginn upp að aðaldyrunum. Faðir hans var aðeins hálfklædd- ur en móðir hans var alklædd með hatt, slæðu og hanzka. Hann settist aftur í stólinn og beið þess að bjallan hringdi. Milly sagðist ekki þurfa neins við. Mr. Manson sagði: „Jú, þess þurfið þér. Komið niður og fáið yður vínglas, þegar þér hafið lokið öllu hérna uppi.“ Síðan fór hann til að svara dyrabjöllunni. Milly stóð við rúmið hjá Emmu og doktor Babcock, sem strauk mjúkar ábreiðurnar eins og til þess að öðlast aukinn styrk, talaði í lágum hljóðum, enda þótt þess gerðist ekki þörf lengur. Mrs. Manson svaf værum svefni. Babcock hlustaði og hélt ann- arri holdugri hendinni um höku sér. Þegar hún hafði lokið sögu sinni, sagði hann: „Fáránlegt. Og hræðilegt." „Ég heyrði alls ekkert," sagði Milly. „Mér hefði ekki brugðið þótt ég hefði heyrt það. Ég hef heyrt Hattie reka upp vein fyrr — hún þarf ekki annað en sjá skorkvikindi. En veslings Mrs. Manson...“ „Svona, svona,“ sagði Babcock. „Þetta er allt um gai’ð gengið.“ Milly horfði á lokuð augu Mrs. Manson. Pleydell hafði reynzt prýðilega. Hann vakti hana af yfirliðinu eða hvað það var, og talaði eins og hún ætti lof skil- ið fyrir stillingu og skapfestu. Hann lýsti því sem hann nefndi martröð Hattie eins og hann hefði dreymt það sjálfur, og LEIKIÐ FJÓR- HEIMT hann kom Emmu til að hlæja með sér. Mrs. Manson hlustaði á, augu hennar viku aldrei frá unglegu andliti hans. Síðan gaf hann henni róandi lyf, en ekki úr glasinu á náttborðinu. Hann rétti út hendina í átt að glasinu, en augnaráð hennar stöðvaði hann á miðri leið. Þá tók hanrt upp glas úr spánnýrri lækna- tösku sinni og hélt því upp svo hún gæti séð. Jafnvel þá neitaði hún; hún leit á Emmu eins og hún væri að tala við hana. Og Emma sagði: „Ég ætla að sofa hérna, ég ætla að sofa í rúminu hjá henni. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti, heldur." Eftir það féll allt í ljúfa löð; og nú svaf Mrs. Manson og Emma sat á rúmstokknum og geispaði og munaði engu að hún segði þeim að fara út. Babcock snart handlegg Milly- ar. „Komið Miss Sills, þér hafið ekkert meira að gera hérna. Þér heyrðuð hvað Mr. Manson sagði. Smá hressing — þér hafið unnið til hennar, og ég þarfnast henn- ar. Langur, þreytandi dagur, ömurleg nótt." Hann leiddi hana út úr herberginu og studdi hana eftir ganginum eins og hún væri sjúk. Henni létti, hún hafði verið hrædd um að hann myndi áfell- ast hana fyrir að hafa sofið. Hann var mjög sanngjarn og skilningsríkur, Þeir voru tveir dásamlegir menn, Pleydell og Babcock. Hún var lánsöm. Allar dyrnar voru opnar fram á ganginn, nema tvær; Ijós voru kveikt í herbergjunum. Til hægri var bleika gestaherbergið, sem lá að baðherbergi Mrs. Man- son — það herbergi notaði Mr. Manson núna. Bleikum ábreiðum flett af, bleik rúmlök drógust í gólfinu, svaladyrnar stóðu opn- ar og tjöldin dregin frá glugg- unum. Mr. Manson hafði yfir- Framh. á bls. 47.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.