Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 42
5I\I Y R T IVÖRUR HF. LAUGAVEGI 2D SÍMAR 110 20 11021 35033 ENDURNÝJUM ' SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG GÆSADÚN OG DRALON SÆNGUR. Póstsendum um land allt. DÚN- OG FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. • Ung stúlka óskast Framh. af bls. 34. Gardiner skyldi svo sannarlega fá að lesa í blaðinu hvernig hún væri. Allir skyldu fá að vita það... Þrisvar sinnum varð hún að endurtaka götunafnið við bíl- stjórann í London, áður en hann skildi hvert hún ætlaði. Síðustu vikurnar hafði hún gert sér í hugarlund að hún talaði ensku eins og innfædd, en nú varð hún gripin óvissu. Hún gerði tilraun til að hefja samræður, að tala um hvað veðrið væri gott og að hún hefði haldið að í London væri sifelld þoka. Hún gat gert sig skiljanlega en af tilsvörum bílstjórans skildi hún aðeins orð og orð á stangli. Hann talaði alltof hratt og sennilega ein- hvers konar mállýzku. Þetta var þá hið fræga Fieet Street, þessi breiða, háværa gata. Hún fann enn til öryggisleysis þegar hún kom inn í hið stóra hús, þar sem blaðið hafði að- setur. Þar inni var fjöldi fólks en enginn hirti hið minnsta um hana. Sá eini sem leit á hana var vikadrengur sem blístraði um leið og hann fór fram hjá. Hún gekk að einu skrifborðinu og sagði: — Afsakið, en... Meira gat hún ekki sagt, því að maðurinn við ritvélina hrópaði Uss, manneskja, sjáið þér ekki rð ég er að vinna! En John hafði bersýnilega beðið eftir henni því nú opnuð- ust dyr og þar stóð hann, hár og grannur með uppbrettar erm- ar og pípuna í munninum. — Hafið þér beðið lengi? hann. — Ég var rétt að koma, skrökvaði hún og vildi ekki sýn- ast neitt sakleysislamb úr sveit- inni. Hún reyndi að vera ákveð- in og fullorðinsleg þegar hún sagði: Það var viðvíkjandi við- talinu, sem þér höfðuð áhuga á... En þegar hún var sezt and- spænis honum við skrifborðið og íárin að segja frá fyrstu vikun- um sinum i Englandi, byrjuðu tárin að glitra í augnakrókun- um. Hún komst í slíkt upp- nám að hún skalf frá hvirfli til ilja og nokkrum sinnum barði hún með krepptum hnefanum í borðið. — Skrifið það bara ... það skal í blaðið hvert einasta orð... hrópaði hún bálreið. John H. Hewitt reyndi árang- urslaust að sefa hana. Áhyggju- hrukka kom í ljós milli augna- brúnanna á honum, á meðan hann skrifaði niður það sem hún sagði til þess að gera henni til geðs og fá hana rólega. En þessi grófu atriði um þrælahald og flagaratilraunir myndu aldrei koma fyrir almenningssjónir, það hefði hann þegar ákveðið, Eí nafn fjölskyldunnar yrði nefnt myndi 1 Gardiner karlinn stefna blaðinu og ef nafn stúlk- unnar kæmi á prent myndi eng- inn, vilja taka hana í vinnu. Hann skrifaði engin nöfn, en Lotta reif mynd upp úr tösku sinni og fleygði henni á skrif- borðið. — Þvi miður á ég engar myndir af fjölskyldunni, svo mín verður að nægja ... — Já, já, það verður nóg í bili, sagði hann og leit á klukk- una. Eftir þetta bræðiskast hljót- ið þér að vera svöng. Ættum við að fara út og borða hádegis- verð saman og hugleiða málið nánar, en hagræða síðan nokkr- um atriðum í viðtalinu? — Hér verður engu hagrætt, sagði Lotta og deplaði burt tár- unum. Siðan brosti hún og bros- ið kom svo skyndilega að hann kipptist við. — En það væri dá- samlegt að borða, viðurkenndi hún. Hann hló þegar hann stóð upp. — Þér eruð skrýtin, sagði hann. Hafið þér alltaf þetta skap? — Þvi er nú verr, játaði Lotta. En hingað til hefur það aðeins bitnað á sjálfri mér. Strax á skólaárunum... En þér getið ómögulega haft áhuga á þvi.. — Ég er blaðamaður og hef áhuga fyrir öllu, sagði hann og hún fann að henni féll vel að segja honum frá sjálfri sér. Paul hafði aldrei spurt hana hvort hún ætti systkini eða hvort þau hefði baðstofu heima hjá henni. PANTIÐ STIMPLANA HJA FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHF SPlTALASTlG 10 v.ÚÐINSTORG SÍMÍ 11640 * Paul hafði allan tímann haft aðeins eitt í huga, það skildi hún nú. Og hún gat verið þakklát fyrir það eitt, að henni skyldi verða það ljóst, áður en það var of seint. FIMMTI KAFLI Hún var eins og barn, sem hafði meitt sig, grátið sárt en gleymt meiðslinu á samri stund og einhver hafði blásið á það. Hún þjáðist auðsjáanlega ekki af hjartasorg, svo ákaft sem hún naut alls hins nýja í kringum sig. Fyrir John Hewitt var þessi sænska stúlka mjög framandi og hann hafði alltaf áhuga á öllu því sem hann skildi. Strax í fyrsta skiptið sem hann sá hana hafði hún vakið athygli hans. Þrátt fyrir strangan einkennis- búninginn hafði verið eitthvað frjálsborið og djarflegt við háan grannan vöxt hennar og slegið ljóst hárið. En dirfska hennar hafði verið of takmarkalaus. Þegar hún hafði visað á bug tilraun hans til að eiga viðtal við hana, hafði hún farið yfir strik- ið og varizt nærri því hroka- full "í gremju sinni. Þá hafði honum ekki geðjast sem bezt að henni. Nú þegar honum voru kunn- ar allar aðstæður hennar, skildi hann betur hollustu hennar við fjölskylduna. Hún hafði orðið PRENTMYNDAGERÐIN MYNDAMÓT H.F. MORGUNBLAÐSHÖSINU - SfMI 17152

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.