Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 13
— Er konan þín list- hneigð? — Já, það er nú meira en lítið. Hún er svo listhneigð, að henni stendur alveg á sama um hvernig súpan er á bragðið, bara ef hún er falleg á litinn. -K — í hvert skipti sem ég geng framhjá húsinu yðar dáist ég að því hve glugga- rúðurnar eru vel fágaðar. Konan yðar hlýtur að vera óvenjulega dugleg húsmóðir. — Það er hverju orði sannara. Hún hafði kennt rriér gluggaþvott áður en við höfðum verið gift í viku. -K — Þetta er hættulegasta stúlkan í Reykjavík. — Hvaða bull er þetta. Mér sýnist hún ofur mein- laus. — Hún fékk bílstjóraskír- teini í gær. -K Skólastjóri: — Hvað heit- ir þú nú, drengur minn? — Óskar Hannesson. — Gott. En hvers vegna ertu svona ánægjulegur á svipinn? — Vegna þess að ég gat svarað fyrstu spurningunni, sem ég var spurður um. -K Afi, sem er siðafastur mað- ur af gamla skólanum, gefur sonarsyni sínum 25 aura, og segir svo: — Jæja, hvað seg- ir prúður drengur eins og þú, þegar hann fær 25 aura? Stráksi horfir með van- þóknun á peninginn og segir svo: — Ég er of prúður til að segja það. -K Óli kogari víkur sér að spikfeitri frú á götunni: — Afsakið þér, fagra frú. Ég svelt og hef ekki bragðað mat í fimm daga, og . . . — Ég öfunda yður, að þér skulið hafa svona sterk- an vilja á að megra yður. Ég vildi óska að ég gæti það .... SÁLFRÆÐI DAGLEGA LÍFSIIMS HVERSU IVIIKIÐ EFTIRLIT VILJUIVS VIÐ HAFA? Amalía Líndal Forstjórinn kemur inn i verkstæðið. Þar eru allir önnum kafnir að vinna, nema einn unglingur, sem situr á kollustól og er að reykja. — Hvers vegna vinnið þér ekki, eins og hinir? spyr forstjórinn. — Vegna þess að hér er aldrei auður stóll inni, nema þá sjaldan að forstjórinn kemur. -K í skólanum. — í félagi er alltaf for- maður. Næst á eftir honum kemur varaformaður og eft- ir honum gjaldkerinn. Og hver kemur svo á eftir gjald- keranum? — Lögreglan! flýtir Geiri litli sér að svara. * Kennari: — Hinrik VIII. var einn atkvæðamesti kon- ungur Englands. Getur nokk- urt ykkar sagt mér á hvaða sviði hann var stjórnsam- astur? — Hann stjórnaði átta konum. -K Leiksýningin var fyrir neð- an allar hellur og áhorfend- ur píptu og æptu og köstuðu mygluðum tómötum upp á leiksviðið. En í öllu þessu argaþrasi vakti einn maður á fremsta bekk athygli fyrir að sitja alveg rólegur. Sessu- nautur hans víkur sér að honum og spyr hvers vegna hann æpi ekki eins og hinir. — Því er þannig háttað að leikhússtjórinn gaf mér að- göngumiða, svaraði maður- inn. — En ef þetta batnar ekki þá er ég að hugsa um að fara út og kaupa mér miða, og þá get ég hjálpað ykkur. -K Ólafur og Hannes voru á gangi og mættu stúlku. Fall- egri stúlku. Og augun ætl- uðu út úr Hannesi. — Heyrðu, sagði hann við Ólaf, — var kjóllinn hennar gagrisær eða var það ég sem sá sýnir? — Hvorttveggja. AÐ sem skiptir megin- máli við hverja tegund fjölmiðlunar sem um er að ræða er áhrifin á almenn- ing: lesendur, hlustendur og áhorfendur. Hugmyndir sem komið er á framfæri í bókum, blöð- um, kvikmyndum, útvarpi og sjónvarpi móta hug almennings að verulegu leyti, einkum þær hugmynd- ir sem eru myndrænar, vegna þess að barnið lærir af að skoða myndir löngu áður en það er orðið læst, og margt fullorðið fólk tek- ur myndir fram yfir lestur. Bækur, sérstaklega þó inn- bundnar bækur, hafa minnst áhrif í þessa átt, því að út- breiðsla þeirra er takmörk- uð. Næstar í röðinni eru kvikmyndirnar sem einkum höfða til unga fólksins sem alltaf vill vera að fara eitt- hvað út og hitta sína líka. Útvarpið stendur skör lægra en dagblöðin hvað áhrifa- gildi snertir, því að hið tal- aða orð lifir skemur en rit- að mál. Vegna þess hve sjón- varpið er kostnaðarsamt eru áhrif þess ekki eins útbreidd og útvarps og dagblaða, því að næstum hver maður á útvarp eða kaupir dagblað, en áhrifagildi sjónvarpsins kann þó að vera meira en nokkurra annarra fjölmiðl- : unartækja vegna hinna sterku myndrænu áhrifa þess. í hinum hröðu breyting- um sem eiga sér stað þegar við hoppum úr einangrun ; inn í alþjóðlegt samstarf er ekki nema eðlilegt, að við viljum vernda okkur gegn erlendum áhrifum sem gætu stig af stigi veikt siðrænan , grundvöll þjóðfélagsins og 1 þá einkanlega unga fólkið — von framtíðarinnar. Flestum þjóðum fremur þurfum við ;að hjálpa æskufólkinu okk- að byggja upp styrka og góða skapgerð. Ósk okkar er að geta bent því á hverj- ar eru hinar raunverulegu hættur og slæmu hliðar lífs- ins og í hverju tækifærin felist til góðs, kenna því að örva allt sem jákvætt er í skapgerðinni, en stæra sig ekki af veikleikum. í þessu kemur fram hin eilífa tog- streita milli þess sem al- menningur vill og þess sem almenningur þarfnast. Hin einu sannindi í allri hringa- vitleysunni eru þau, að með því að höfða til hins versta í manneðlinu höfum við brátt ekkert nýtt fram að færa, en með því að höfða til þess sem bezt er eigum við óplægðan akur frammi fyrir okkur. Hugmynd sem látin er í ljós á opinberum vettvangi getur haft alvarlega þýðingu fyrir almenning. Eftirlit felst í því að leggja höft á hugmyndir, fyrir eða eftir útbreiðslu þeirra. Stundum er það stjórn landsins sem sér um eftirlit, stundum er það einkaframtak eða félög eða önnur samtök sem hafa áhrif á almenningsálitið. Eftirlit er ævinlega að ein- hverju leyti takmörkun á málfrelsi til útbreiðslu skoð- ana, en flestar þjóðir hafa eitthvert opinbert eftirlit, á sama hátt og einstaklingur- inn sýnir í tali sínu og fram- komu hvað hann álítur rétt og sæmandi. Hér á landi er lítil áherzla lögð á ritskoðun bóka, vegna þess að bækur höfða til greindari og dómhæfari manna en kvikmyndir, út- varp og sjónvarp. Bækur eru dýrari en kvikmynda- sýningar, og þær eru ekki eins handhægar og útvarp eða sjónvarp. Bókaauglýs- ingar eru einnig takmark- aðar hérlendis, og stundum hefur það neikvæð áhrif á Framh. á bls. 39. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.