Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 41
qh.nema.hana sejm, stjörnu.í forn- s aldarmyndjnni sem hann var Í3 þá að undirbúa. RAQUEL er forkunnarfögur stúlka, há og vel vaxin með sítt, dökkt hár, stór, brún augu og langa fótleggi. Hún er glaðleg og elskuleg í framkomu, brosir oft og hlær c enn oftar, og alltaf er hún ánægð. Róleg og ánægð. Hún er laus við taugaveiklun og fær engin þunglyndisköst eins og tíðkast meðal frægra kvik- myndaleikkvenna. Hún brosir ánægjulega í hótelherberginu sínu, síðan í bílnum á leið út á strönd, svo þegar farið er að mynda hana í ýmsum stell- ingum, klædd peysu og síð- buxum, bikinibaðfötum og kjól- um á víxl, þá í bílnum á heim- leið og loks við kvöldverðar- borðið á hótelinu. Hún talar mikið og með fjörlegu handa- pati, leikur sér að sólgleraug- unum sínum, hlær dillandi. í lil hreingerninga og r uppþvottinn Heildsölubirgðir Kristján Ó. Skagfjörð Sfmi 24120 Hún- er heilsuhraust og lyst- argóð, sefur vel, vaknar full af lífskrafti á morgnana, kennir sér aldrei meins og finnur aldrei til þréytu. Hún hefur ekki áhyggjur af neinu, gerir eins vel og hún getur og lætur það duga. Hún elskar sjóinn, en verður að gæta þess að láta andlitið ekki verða of sól- brúnt, því það er óæskilegt í litmyndum. Hún fer alltaf snemma í rúmið, reykir lítið og smakkar ekki áfengi, henni finnst gaman að dansa, en fer sjaldan í samkvæmi sem standa yfir hálfa nóttina, gaman á meðan, en ekki morguninn eftir. Hjónaband vill hún ekki hugsa um strax, nú er starfið aðalatriðið í hennar lífi, hitt getur beðið. Eini löstur hennar er tyggigúihmíið — án þess getur hún ekki verið nokkra stund, en það er líka gott fyrir tennurnar, afsakar hún sig. Hún hefur áhuga á fólki og er fljót að kynnast því, enda er hún bæði samúðarrík og hjarta- góð, alltaf tilbúin að koma öðrum til hjálpar. Hún þjáist ekki af neinum komplexum og virðist að sumu leyti barnaleg, en jafnframt býr hún yfir fá- gætum kynþokka og allt að því leyndardómsfullu aðdrátt- arafli. HÚN er trúuð, en heldur sig ekki við neinar kreddur. „Ég trúi á einhvern æðri mátt sem við getum leitað til í erfið- leikum okkar,“ segir hún, „en ég er viss um, áð hjálþin ein- skorðast ekki við nein sérstök trúarbrögð eða trúflokk.“ og hún lítur björtum augum á til- veruna. „Jafnvel þegar mér hefur liðið verst — og auðvit- að líður öllum einhvern tíma illa — hef ég huggað mig við, að margir væru miklu ógæfu- samari en ég, og þess vegna ætti ég að vera þakklát fyr- ir hlutskipti mitt, en ekki kvarta.“ Hún hefur aldrei ‘far- ið til sálfræðings eða geðlæknis og hlær við tilhugsunina, eins og það væri fjarstæða. Hvers óskar hún sér af lífinu? „Að ég geti orðið alþjóðleg stjarna á borð við Sofiu Lorne, sem getur leikið gamanhlutverk og harmleiki jöfnum höndum, sem er fögur, auðug og dáð, sann- kölluð drottning í heimi kvik- myndanna.“ Og hvernig skil- greinir hún hamingjuna? „Að eiga frið í sálu sinni og innri ró, hafa tíma til að hugsa og ráða sjálfur yfir lífi sínu. Ég hef komizt áfram upp á eigin spýtur án þess að hafa nokkurn tíma gripið til óheiðarlegra bragða. „Ég óska eftir frægð og velgengi, en vil ekki kaupa hana of dýru verði... ég vil heldur vera óþekkt og venju- leg en að troða mér áfram á kostnað annarra.“ Hún virðist tala í fullri ein- lægni. Almenningur bíður þess með eftirvæntingu að sjá kvik- myndirnar hennar; við. eigum eftir að heyra meira um Raquel Welch. ★ ★ Yfir Atlansrhaf Framh. af bls. 20. sem þeir fengu ærlegar mót- tökur, sem þeir höfðu vonazt eftir, báturinn var borinn á „gullstól" inn í miðbæinn, undir dynjandi músík. Þetta var mesta hátíð, sem haldin hafði verið í Farsund, en það endurtók sig hvergi annars staðar í landinu. Og þegar Gabriel Samuelssen hafði ver- ið nokkrum sinnum í Ameríku, án þess að finna gullið og ger- semarnar, sem hann hafði fast- lega vænzt, settist hann að í Austad, — en þegar hann var orðinn rúmlega sjötugur, sett- ist hann að í heimabæ sínum, Farsund þar sem hann lifði síðustu ár sín. Harboe dó fyrir um það bil 50 árum síðan, en ekkert er vitað um síðustu árin, sem hann lifði. En það gildir einnig:- um hann, að umheimurinn, gleymdi honum og í hverju hann hafði átt, þegar hann var annar af tvehnur, sem sigldi á opnum árabát yfir Atlants- hafið. Hann fékk 60 króna verðlaun (ísl.), einu heiðurs- launin, sem þessir tveir nor- rænu víkingar , fepgu nokkurn tíma. Stjórnmálamaður er mað- ur, sem segir þér hvað muni gerast á morgun og segir þér svo hinn daginn hvers vegna það gerðist ekki. * " ‘ Læknirinn: — Er yður mjög umhugað um 'að lækn- ast af þessum ósjálfráðu hneigingum yðar? Sjúklingur: — Já, það segi ég yður satt. Ég kom á upp- boð í gær og nú er ég eig- andi að þremur píanóum, fjórum ruggustólum og ein- um páfagauk. TRÚLCFUNAR ULRICH FALKNER oulism LÆKJARGÖTU 2 2. HÆO HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAINI H.F. Skúlagötu 57 — Sími 23200. FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.