Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 47

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 47
a Leikift fjórhent Framh. af bls. 24. gefið herbergið í miklum flýti. Herbergið virtist hálfundarlegur svefnstaður fyrir Mr. Manson. Herbergi Robbie var vinstra megin. Það var læst. Það var ávailt læst. Ef hægt væri að líta inn í það, myndi það vera dimmt og rykfallið. Skyldu rúm- fötin enn vera í rúminu? Hvít lök, kryppluð þar sem líkami hans hafði legið; mjúkur hvítur koddi með fari eftir höfuð hans? Nei. Nei, rúmið myndi vera slétt, vegna þess að hann hafði ekki sofið í því. Þar fyrir innan var herbergið sem Bruce Cory bjó í. Brúnt herbergi, enskt að yfirbragði, eins og oft sást I enskum kvik- myndum. Óbrotin, dökk hús- gögn, þung og sterkleg; burst- ar og krúsir á stóru kommóð- unni, skjaldbökuskel, íbenviður og kristall. Ríkmannlegt. Mr. Bruce Cory skildi við herberg- ið sitt eins og skátadrengur, sama hver öskraði. Sama hvað ; á dundi. Lökin brotin niður, > dökkbrúnar ábreiður sléttar og snyrtilegar. Snyrtiherbergið var j næst. Þá stiginn, sem lá niður í j eldhúsið. Beint á móti herbergi Bruce ; Corys var íbúð Mr. Mansons, sem ekki var í notkun. En ein- hver hafði verið þar inni. Ljós á baðinu og i búningsherberg- inu. Skúffur dregnar út úr kommóðunni. Eins og einhver hefði leitað í þeim í flýti. Vasa- klútar á gólfinu, dökkblár trefill j hékk út úr einni skúffunni. Allt > dökkblátt og rjómalitað ... Leit- að hvers í flýti? Marghleypu I vasaklútaskúffunni? Það gæti hugsazt. Óp að nóttu til... önnur iæsta hurðin var næst við íbúð Mr. Manson. Háalofts- hurðin. Doktor Bobcock þrýsti handlegg hennar. „Það hlýtur að vera skjálfti í handleggnum á mér,“ hugsaði hún. „Ég skelf i hnjánum. Og ég er með höfuð- verk." Hún brosti við doktor ' Babcock til þess að sýna honum þakklæti sitt. Breiður stiginn niður á fyrstu hæðina var beint framundan. „Takið það í’ólega á morgun," sagði Babcock. „Hafið engar ^hyggjur af sjúklingnum yðar, hún er við góða heilsu. Farið í ianga gönguferð, hugsið um eitt- hvað skemmtilegt. Við getum ekki látið yður fá taugaáfall.“ Þau fóru niður. Hún hafði séð föður Georges áður, þar sem hann var að dunda í blómabeðunum sínum, gráhærður, rengluleg eftirmynd af George sjálfum. Gamli tweed- frakkinn hans, sem hann var i utan yfir náttfötunum, var blaut- ur og krypplaður. Hann virtist kaldur og miður sín, þar sem hann kúrði við eldinn. Alice Perry kannaðist hún líka við, sömuleiðis úr fjarlægð. Alice Perry var fullklædd, frá lífstykki til perlufestar. Enginn kynnti þau. Milly gekk að stól við glugg- ann, utan við ljóskeiluna. Cory færði henni glas. Þegar hún hafði tíma til að líta I kringum sig, sá hún Pleydell lengst úti að Hattie væri aðeins sérstaklega hávær vindhviða." Aftur varð almennur hlátur. Hattie er afar skopleg persóna, hugsaði Milly. Það þarf ekki ann- að en nefna Hattie á nafn svo allir veini af hlátri. Babcock tók upp þráðinn. „Það var illviðri í borginni líka. Mér geðjaðist hreint ekki að því." „Vindurinn, vindurinn," raul í horni, hann lét fara lítið fyrir sér í stórum armstól og leit út eins og kórdrengur sem bíður eftir viðtali við biskupinn. Klukkan var rúmlega fjögur; hún hefði getað verið fjögur eftir hádegi, ef ekki hefðu verið dimmar rúðurnar, lamparnir og hinn sundurleiti klæðnaður. George lét eins og algert flón. Hún ætlaði að segja honum það, strax og tækifæri gæfist. Og svo glotti hann. Hér var ekkert að glotta að. Alice Perry hló, rösklegum, hressilegum samkvæmishlátri. „Venjulega sef ég eins og steinn," sagði hún ákveðin, „en í nótt var eitthvað eirðarleysi i mér. Ég heyrði auðvitað, að George var á stjái, en ég hélt það væri tönnin að angra hann. Svo heyrði ég í stóra Georg mín- um, einnig á stjái. Þessir karl- menn! Það var þá sem ég fór á fætur og fann miðann frá litla Georg. Vitanlega komum við strax — eins og góðum nágrönn- um sæmir. Elsku Mrs. Manson. Ég myndi lækka kaupið við Hattie, ef hún ynni hjá mér.“ Allir hlógu. „Vindurinn er sá sem sökina átti,“ sagði Cory. „George segir að vafningsviðurinn hafi rifnað niður. Það hlýtur að hafa verið hann sem hún sá.“ „Já, vindurinn, auðvitað," sam- sinnti Alice Perry. „Veslings körfublómin okkar liggja mar- flöt. Ég sýndi þér það, elskan, þegar við komum yfir. Georg, elskan, stóri Georg, sýndi ég þér það ekki?“ Mr. Perry kinkaði kolli. „ Það var töluvert hvasst," sagði Mr. Manson. „Hræðileg veðurhljóð i þessum gömlu trjám, allt að því mannleg. Svo mannleg, að augnablik hélt ég aði Georg. Þau litu öll á hann. Hann var að leika sér með vasa- ljósið. Kveikti og slökkti á þvi á víxl. „Leggðu þetta frá þér,“ sagði Alice Perry. „Það er kjánalegt og þú ert óhreinn á höndunum." „Vindurinn, vindurinn,“ sagði George aftur. „Það minnir mig á barnaljóð í lítilli bók, við Robbie áttum sitt eintakið hvor; og lærðum margar vísurnar utanað. Við vorum ægilega sætir. Eitt ljóðið hét Vindurinn. „Ég heyrði þig koma úr öllu \ áttum, eins og pilsaþyt í grasi...“ Virt- ist ykkur það likjast þessu nokk- uð, eða er ég farin að verða tilfinningasamur?" Þau hlógu nærri jafnmikið að George eins og þau höfðu áður hlegið að Hattie. Jafnvel Pley- dell litli lagði fram sinn skerf, en hann hélt of lengi áfram. Milly leit á hann í skyndilegri gremju, og hann roðnaði. Hvers vegna þarf ég alltaf að fá áhuga á fíflum? spurði hún sjálfa sig. Hvað er ég yfirleitt að gera hérna niðri? Hvers vegna knnir George mig ekki fyrir foreldr- um sínum? Hvers vegna er ég kyrr, eins og hálfviti? Vegna þess að ég er hálfviti. Hún stóð á fætur. „Ég bið ykkur að hafa mig afsakaða," sagði hún. „Ég ætti að vera uppi." Þau voru aftur farin að tala áður en hún var komin út úr herberginú. Hún heyrði Babcock segja eitthvað um nuddarann. Hann hafði verið bjartsýnn. Babcock hafði talað við hann i borginni. Þeir ætluðu að reyna nuddið á hverju kvöldi. Mrs. Manson var að byrja að taka við sér. George sagði eitthvað um nuddarann og Hattie Milly lokaði dyrunum á nyja hláturhviðu. George hafði kom- ið þeim af stað aftur. Hann myndi hafa grv-«'-',«vvíRitö]u">a sex Hún var „o > u lcið upp stigann i-r at Jtirge kom á eftir henni. I-Iai n sagði ekkeit, en lagði handleggina utan um hana og hélt hermi fast upp að sér. Það var jafnvel betra en að fá hring á f'ngurinn. Þetta hafði hann aldrei gert áður. Greindarvísitala hnns rauk upp úr öllu valdi. „Ég kem i fv.......-mnjið," hvisl- aði hann Þetta Ijós er sólin. Morgun- sólin á sunnudag. Þetta er Emma þarna inni. — Emma, sem kemur út úr baðherberginu með hita- flöskuna, bollann, glasið. Allt hreint, þurrt, gljáandi; allt þveg- ið af. Engin vr-'-'rmmerki eftir. Ekkert. Horfðu á Emmu gegnum augnhárin. Gamalreynda aðferð- in. Emma er að nudda röku blett- ina á gólfábreiðunni, afmáir för- in eftir hendurnar fjórar. Hún er að bursta visnuð lauf af gólf- inu og talar um vindinn. Bráðúm verður horfið sérhvert merki um nóttina. Hún er að steypa mér í glötun. Það er sprunga i lampafætin- um. Skyldi hún sjá hana? Ný sprunga í fallega lampanum mínum. Henni mun ekki líka það, hún verður reið, hún talar um það. Emma eða Miss Sills, það mætti vera önnur hvor. Emma eða Miss Sills myndi beygja sig yfir rúmið og segja: „Hvíiík vandræði. Eitthvað hef- ur komið fyrir lampann hennar, og henni þótti svo vænt uri hann. Veit nokkur hvernig lamp- inn fór svona?“ Lampanum mínum var velt niður á gólf af tveim digrum, gulum höndum sem voru að flýta sér. Eftir það var birtan of dauf. Of dauf til að sjá við, of dauf til að drepa við, svo öruggt væri. Ekkert hljóð, nema dynkurinn, er lampinn féll í gólf- ið og andardráttur tveggja mannvera. Ekki minn andar- dráttur. Ég hélt niðri í mér and- anum í myrkrinu og það var sama og að vera falin. Tvær mannverur drógu andann, Miss Sills í stólnum og hin við höfða- gaflinn á rúminu. Hægur, sveín- þungur andardráttur frá Miss Sillt; hraður, óttasleginn andar- dráttur frá hinum. Hún beið þess að Miss Sills vaknaði. Hún hafði ekki heyrt lampann detta, en- hún hafði heyrt eitthvað. Eða fundið eitt- hvað. Hún rumskaði i svefnin- um og stundi. Veslings Miss Sills. Nei, dásamlega, ríka Miss Sills, sem hafði fært henni að gjöf einn iífdag í viðbót. Hendurnar fjórar höfðu krafs- að sig yfir gólfið og bak við FALKINN 47

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.