Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 18.07.1966, Blaðsíða 38
• LSÐ____________ Framh. af bls. 35. Þetta eru dæmigerðar LSD- myndir, líkar þeim sem við höfum þegar séð í íbúðum þessa fólks. Abstraktmálverk með röndum, punktum og teiknuð- um útlinum sem minna á fóst- ur; litirnir glossalegir — fjólu- blátt, purpuralitað, rauðgult, svarblátt og sterkgrænt. Hamptoppapípan gengur á milli manna,, eins og friðarpípa hjá Indíánum. Á. langa borðinu við arininn liggur lítið eitt af maríhúana, venjulegt tóbak, sígarettupappír og skál með sykri. Stykki af hamtoppi (toppur af indversku hampjurt- inni) er vafið inn í bréf. Stærð þessara hampstykkja er alltaf miðuð við, að hægt sé að gleypa þau í snarhasti, ef lögregiu- menn skyldi bera að garði. Fyrir stuttri stundu bættist í hópinn hjá Bart George And- rews, bandarískur rithöfundur og skáld. Hann vinnur að því að skrifa „Bókina um grasið", yfirlitsrit um „leit mannsins að algleymi.“ Andrews vill taka upp það fyrirkomulag í nautnalyfjamál- um, að fólk geti látið skrá sig hjá lyfjaverzlunum og fái þá kort með skömmtunarseðlum, útgefnum af ríkinu, fyrir ákveðnu magni af nautnalyfj- um eins og maríhúana, hamp- toppum og LSD. — Það mundi kippa fótunum undan svarta- markaðsbraski glæpasamtak- anna, segir hann. — Og menn eins og við fengju sinn skammt af þessum lyfjum á löglegan hátt. Andrews er því mótfallinn, eins og reyndar allir hinir í litla hópnum okkar, að LSD sé neytt eingöngu af ævintýra- og nautnafíkn. En hvar eru mörkin milli fíknar og raun- verulegrar sjálfsskoðunar, af því tagi, sem sumir áhangend- ur lyfsins trúa á? Þeir trúa því statt og stöðugt, að LSD sé betra til sálgreiningar en nokkur sálfræðingur, og að það endurfæði þeirra innri mann. í Lundúnum hafa myndast hópar bóhema og ýmiss konar listamanna, sem koma saman til LSD-„ferða“ reglubundið eins og eins konar trúariðkana. Það er ekki gott að segja um, hversu útbreiddar þessar iðk- anir eru, en þeirra sjást víða merki: — á málverkasýning- um „avant garde“ málara, í bókaverzlunum, í skreytingum og í litavali nýju fatatízkunn- ar. LSD veður uppi í dægur- lagaheiminum í Englandi. Við hittum að máli Philip Robert- son umboðsmann, og hann segir okkur, að Bítlarnir frægu séu einnig í hópi áhangenda þessa dularfulla nautnalyfs. Philip Robertson segir frá: — Þegar ég var umboðsmað- ur hljómsveitarinnar „Moody Blues“, leigðu drengirnir sér fallegt hús í Roehampton. Dag einn komu bítlarnir John Lennon og George Harrison í heimsókn. George sagði okkur frá því, að bandaríski þjóð- lagasöngvarinn Bob Dylan hefði samið marga þekktustu söngva sína undir áhrifum LSD. George stakk upp á, að við prófuðum þetta allir einu sinni, upp á grín. Og það gerð- um við. BÍTILLINN HÉLT AÐ HANN VÆRI HITLER Að því er Robertson sagði okkur, varð hús „Moody Blues“ brátt samkomustaður þeirra, sem vildu bregða sér í „ferð“. En því var stranglega haldið leyndu, að Bítlarnir kæmu þangað til þess að „ferðast“. Robertson: — Kvöld nokk- urt gleypti John Lennon LSD- skammt í Roehampton og fékk þá flugu í höfuðið, að hann væri Adolf Hitler. Hann setti m. a. s. á sig svart gerviyfir- skegg. Lögreglan hefur lítið skipt sér af þessum málum. Ennþá fyrirfinnst ekkert lagaboð í Bretlandi, sem bannar fólki að eiga LSD í fórum sínum. Það er bjargföst sannfæring Bart Huges og kumpána hans, að innan fimm ára verði eitur- lyfjalöggjöfin meðal allra sið- aðra þjóða orðin svo rúm, að þeir geti refsingarlaust reykt maríhúana og hamptoppa. LSD er náttúrlega ekki hægt að leggja að líku við þessi tiltölu- lega meinlitlu nautnalyf, það er svo margfalt sterkara og hættulegra. Og Bart Huges viðurkennir, að það hafi komið einum vini sinna á geðveikra- hæli. Annar þeysir á mótor- lijóli um ensku landsbyggðina í því skyni að „kristna“ enska biskupinn til LSD-dýrkunar — fremur vonlítið fyrirtæki. Fólk sem tekið hefur LSD undir lækniseftirliti í tilrauna- skyni, segir frá því, að það hafi upplifað sköpun alheims- ins. Aðrir segjast hafa skegg- rætt við Plató. Bandarísk kona skrifaði bók um það, hvernig fíx'xíí liiiii 'wKvIvK'i Hvert er förinni heifið? Faxarnir rata England, Skotland, DanmÖrk, Noregur, Færeyjar... Flugfélagið sér yð.ur f y r i r A a r i á (slandi og um víða veröld FLUGFELAG ISLANDS ICELANDAIR FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.