Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 71

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 71
Jóliii í minu ... '4"; Framhald af bls. 31. , i-O Uppi á Digraneshálsi, þar sem útsýn- ið er hvað stórkostlegast, búa þau Sveinn Halldórsson fyrrverandi skóla- stjóri og kona hans Guðrún Pálmadóttir. í stuttri heimsókn og umræðum um jól til forna bar margt á góma, sérstaklega viðkomandi leiksýningum og leiklist, því þau voru færri jólin sem Sveinn ekki sinnti þessum hugðarefnum sínum eftir að komið var fram á manndóms- árin. — Ég er fæddur í Garðinum árið 1891, sagði Sveinn, að Skeggjastöðum í Garði og var þar til sex ára aldurs. Þá missti ég báða foreldra mína um svipað leyti og stóð uppi munaðarleys- ingi, sem ekkert lá fyrir annað en að alast upp á sveit. En ég var lánsamur. Ég lenti aldrei á hrakningi, því að Guðrún Sveinbjörns- dóttir í Kothúsum tók mig að sér og gekk mér í móður stað. Þar man ég raunverulega mín fyrstu jól. Heimilið í Kothúsum var annálað fyrir rausn og myndarskap. Þar skorti aldrei mat né annað, sem ekki var of mikið af fyrir aldamótin sums staðar annars staðar. Ein lítil verzlun var í Garðinum þegar ég var drengur en fyrir jól var alltaf farið inn 1 Keflavík til þess að verzla. Mér er minnisstætt, að fyrir jólin var allt sem laut að vinnu tekið niður, svo sem netin sem var verið að hnýta og sama máli gegndi um það sem við- kom ullarvinnu kvenfólksins. Rokkar og kambar voru látnir í útihús og það varð rýmra um til þess að undibúa há- tíðina. — Hvað var heimilisfólkið margt um jólin? — Kothúsaheimilið var mannmargt, milli tíu og tuttugu manns. Á aðfanga- dagskvöld var farið til kirkju að Útskál- um. Það þótti alveg sjálfsagt og mikið var maður hrifinn af sálmasöngnum, og jólaljósunum. En það var líka til- hlökkun að koma heim að aftansöng loknum og setjast við stóra borðið, því á jólunum borðaði allt heimilisfólkið við sama borð. Jólagjafir voru fábreytt- ar en allir fengu eitthvað, því annars var jólakötturinn, sú illvætt, á næsta leiti tilbúin að hremma þann, sem ekki fékk einhverja flík. Það var til siðs að gefa börnum kerti. Frá einum fékk maður kannski þrjú kerti og frá öðrum tvö og svo framvegis og á jóla- dag hitti maður leikfélagana og bar saman bækurnar, hve. mörg kerti hver og einn hefði fengið. Og jólin voru há- tíð ljóssins, ekki síður en nú, því Ijós voru látin loga í hverju horni. Ekki man ég eftirgrútarlömpunum nema hvað einn var notaður í fjósið í Kothúsum. Steinolíulampar voru fyrir nokkru komnir og þótti eldra fólki í mínu ung- dæmi þeir hinir mestu töfragripir. Um jólin var alltaf góður matur, en það var reyndar ekkert sérstakt hjá okkur, því í Kothúsum var góður matur allt árið. En á jólunum var alltaf steik, hangikjöt og jólagrautar. Þetta var mikið regluheimili og ekkert vín um hönd haft um jólin, en ég man vel eftir drykkjuskap í Garðinum því ýmsum þótti sopinn góður. — Og svo skemmti fólk sér um jólin? — Á aðfangadag var allt mjög há- tíðlegt og þá mátti ekki spila á spil eða annað. En á jóladag var byrjað að spila, fyrst heima, þar sem allt heimilisfólkið spilaði Púkk upp á baunir og síðan var farið til kunningjanna. Ekki man ég eftir því að neinum væri boðið heim heldur fór fólk í heimsóknir án þess. Það var ekki margt fólk í Garðinum og allir þekktust. Á jóladag fóru líka .margir til messu. Á gamlárskvöld var messað klukkan ellefu. Það var mjög hátíðlegt. Og jólin voru hver öðrum lík, eins og vera ber. Ég var í Kothúsum þangað til árið 1908 að ég fór í Kenn- araskólann. Heima hafði ég ekki verið látinn draga til stafs fyrr en ég var tólf ára, því enda þótt atlætið væri eins og hjá foreldrum, þá var ég þó alinn upp á sveit og það var ekki álitið að slík börn þyrftu mikið að læra. Fyrsta vet- urinn að heiman, ætlaði ég suður að Kothúsum um jólin, en veiktist og lá hér á franska spítalanum fyrir hátíðina. Næstu jól þar á eftir, árið 1909 fór ég suður. Við vorum samferða nokkur þarna sunnan að og hrepptum versta veður. Við gistum hjá vini mínum Ingvari Gunnarssyni í Skjaldarkoti og komum þangað hrakin. í þá daga var nú ekki um bílferðir að ræða suðureftir. Það var aðeins reiðgata suður Hraun. Ég man líka eftir fyrstu jólunum mínum í Bolungarvík. Ég var þarna ný- ráðinn kennari, einhleypur og þekkti fáa. Ég keypti mér stóran vindil, sem kostaði 50 aura og þegar ég var kom- inn upp í herbergið mitt um kvöldið settist ég við og reykti vindilinn. Mér þótti þetta aðfangadagskvöld heldur einmanalegt, viðbrigðin mikil frá jól- unum mínum í Kothúsum, en mest saknaði ég þess að geta ekki verið við aftansöng, því þá var engin kirkja í Bolungarvík. — Hvað um leiklistina um jólin? — í Bolungarvík var leikið um hver jól. Alltaf æfður einþáttungur til þess að sýna á jólaskemmtun á annan. Þess utan var sýnt annað leikrit á skemmtun á gamlárskvöld og það leikrit var svo Sjá næstu síðu. GITAR S K Ö L I N N Bréfaskólinn fyrir byrjendur í gítarleik nýtur sívaxandi vin- sælda. Þetta er auðveld aðferð til að læra undirstöðuatriði á gítar. Jafnt ungir sem gamlir geta notfært sér hana til dægra- dvalar í skammdeginu. Kennslubréfin eru 8 að tölu, og eru send í pósti vikulega. í hverju kennslubréfi eru 3 kennslu- stundir, þannig að þér fáið 24 kennslustundir fyrir aðeins kr. 320.00. Greiðsla á andvirði skólans fer fram þegar þér takið við fyrsta bréfinu sem sent er gegn póstkröfu hvert sem þér óskið. Kennari er einn kunnasti gítarleikan landsins, Ölafur Gaukur. Látið ekki dragast að panta yður gítarskólann — þér þurfið aðeins að út- fylla miðann hér að neðan, og senda hann til GÍTARSKÓLANS, PÓSTHÓLF 806, REYKJAVÍK. NAFN ______________________________________________ HEIMILI ____________ Ef þér ætlið að gefa skólann og viljið heldur fá öll 8 kennslu- bréfin send strax, bá setjið kross í reitinn hér að framan. FÁLKINN 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.