Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 36
 5. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR2 ● neyðarkall Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík Sími: 570 5900 l Netfang: skrifstofa@landsbjorg.is Vefsíða: www.landsbjorg.is Ritstjóri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir Ábyrgðarmaður: Kristinn Ólafsson Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is Sími: 512 5411 Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson LEIÐARI Í gegnum aldirnar hefur íslenska þjóðin þurft að takast á við þau óblíðu náttúruöfl sem reglulega minna á sig með ýmsu móti hér á landi. Náttúruhamfarir hafa dunið yfir þjóðina og munu án efa gera í ókominni framtíð. Óveður bresta á, jarðskjálftar dynja yfir án fyrir- vara, snjóflóð og aurskriður falla og eld- gos verða sem í sumum tilfellum valda stórflóðum úr jöklum landsins. Við Ís- lendingar erum svo uppteknir í hraða hins daglega lífs að náttúruhamfarirn- ar virðast koma okkur stöðugt á óvart. Slysin gera ekki heldur boð á undan sér, en þrátt fyrir það vitum við að þau munu eiga sér stað í framtíðinni. Við vitum einnig að fólk kemur til með að týnast jafnt í byggð sem í óbyggð án þess að hægt sé að henda reiður á yfirstand- andi aðstæðum og ástæðum. Til þess að bregðast við afleiðingum slíkra atburða höfum við Íslendingar komið okkur upp kerfi af viðbragðsaðilum, sem hver um sig sérhæfir sig í þeim störfum sem upp kunna að koma. Við höfum einnig komið okkur upp almannavarnakerfi, en innan þess er leitast við að samhæfa og skipuleggja viðbrögð og aðgerðir. Viðbragðsaðilar á Íslandi, þar með taldar björgunarsveitir, gegna hér veigamiklu hlutverki hver á sínu sviði. Mannafli og tækjakost- ur hinna opinberu viðbragðsaðila er takmarkaður og af þeim sökum verður þjóðin einnig að reiða sig á viðbragð sjálfboðaliðasamtaka eins og Slysavarnafélagið Landsbjörg og aðildareiningar þess. Sömu sögu er að segja þegar miklar slysfarir eiga sér stað, og eða þegar fólk týnist eða lendir í stórfelldum vandræðum á ferðalögum jafnt á landi sem á sjó. Eins og alþjóð veit hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg yfir að ráða liðlega 3.000 björgunarsveitarmönnum (sjálfboðaliðum), sem eru reiðubúnir til að svara útkalli hvenær sem er á sólarhringnum alla daga vikunnar. Það er sama hvort heldur um er að ræða nátt- úruhamfarir, óveður eða þegar þarf að fara til leitar að einstakling- um sem eru týndir á heiðum uppi, þá eru sjálfboðaliðar félagsins ætíð reiðubúnir að bregðast við og koma til aðstoðar. Um 100 björg- unarsveitir félagsins eru staðsettar vítt og breitt um landið, en staðsetning þeirra skiptir miklu máli og eykur öryggi. Í björgunarsveitum félagsins eru vel þjálfaðir einstaklingar, sem eru sérhæfðir til þess að bregðast við hinum ýmsu aðstæð- um sem mæta þeim í útköllum. Menntun björg- unarsveitarmanna og þjálfun er kostnaðarsöm en hún er afar mikilvæg. Björgunarsveitirn- ar eiga góðan og verðmætan tækjakost, sem þær þurfa að viðhalda og æfa sig í að fara með. Allur rekstur björgunarsveitanna er því bæði viðamikill og dýr. Björgun- arsveitarmenn gera meira en að mennta sig og stunda æfingar. Þeir vinna einnig að fjáröflunum af ýmsu tagi hver með sinni einingu. Ein slík fjáröflun stendur nú fyrir dyrum, það er frá 5. til 8. nóv- ember. Í því verkefni snúum við hlut- verkinu við. Nú eru það björgunarsveit- ir landsins, sem senda „neyðarkall“ sitt til þín. Við leggjum traust okkar á þig, lesandi góður, að þú bregðist við neyðarboðinu með því að kaupa „neyð- arkall“ björgunarsveitanna af björgun- arsveitarmanninum sem þú hittir dagana 5. til 8. nóvember næstkomandi. Um leið vilj- um við þakka þér fyrir veittan stuðning á liðnum árum. Neyðarkall björgunarsveitanna Sigurgeir Guðmunds son, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nú eru tíu ár síðan Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg samein- uðust svo til varð Slysavarna- félagið Landsbjörg í núverandi mynd. Undir hatti félagsins eru allar björgunarsveitir og slysa- varnadeildir landsins auk þess sem víða eru reknar öflugar unglingadeildir. Saga félagsins og fyrirrennara þess nær þó töluvert lengra aftur í tímann, fyrsta björgunarsveit- in var stofnuð í Vestmannaeyj- um árið 1918 og Slysavarnafélag Íslands var stofnað árið 1928. Í byrjun beindist starfsemin nær eingöngu að sjónum en áður en starfsemi SVFÍ tók að gæta að ráði drukknuðu að minnsta kosti um 70 manns á ári hverju. Afrek þessa félagsskapar eru mikil og mörg. Fyrsta björgunar- skipið, fyrsta björgunarþyrlan, Tilkynningaskylda íslenskra skipa og Slysavarnaskóli sjómanna eru aðeins örfá þeirra framfaraspora sem Slysavarnafélagið Lands- björg og móðurfélög þess hafa stigið landsmönnum til heilla. Starfsemin hefur alla tíð haft það meginmarkmið að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Stór og mikil saga að baki Fyrsta björgunarskipið.Fyrsta björgunarþyrlan. Hundruð björgunarsveitar- manna tóku þátt í að koma Sigríði Sigurðardóttur til bjargar þegar hún slasaðist á Skessuhorni í mars síðastliðn- um. Sigríður hvetur alla til að styðja við bakið á starfsemi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. „Starfið sem björgunarsveitirnar vinna er ómetanlegt. Ég hef aldrei náð að þakka þeim almennilega fyrir allt sem þær gerðu fyrir mig, því þetta er auðvitað ómetanlegt,“ segir Sigríður Sigurðardóttir lyfja- tæknir, handverkskona og starfs- maður í Grafarvogskirkju. Þegar Sigríður lenti í ógöngum á fjallinu Skessuhorni í Borgarfirði varð sam- stillt átak björgunarsveita til þess að koma henni særðri á sjúkrahús. Sigríður fór með tíu félögum sínum í fjallgönguklúbbnum Topp- förum upp á Skessuhorn, ásamt Jóni Gauta Jónssyni, reyndum fjallaleiðsögumanni. Veðrið tók að versna þegar leið á ferðina, en hópurinn var við öllu búinn. „Á leiðinni niður tók að hvessa. Við vorum í beinni röð, og skyndilega kom sterk vindhviða aftan á mig. Ég missti jafnvægið og datt. Ég reyndi að stöðva mig með ísexi en það tókst ekki, höfuðið rakst í grjót og ég hentist eina 150 metra niður hlíðina, þar til ég rak höfuðið í stein og missti meðvitund. Jón Gauti leiðsögumaður tók á rás og náði að stöðva mig áður en ég fór fram af hamrabelti, en það hefði orðið mjög hátt fall.“ Sigríður var talsvert meidd eftir slysið og síðar komu í ljós sprunga og blæðing í höfuðkúpu hennar, og rifinn vöðvi í læri. Ekki var í mynd- inni að hún kæmist niður fjallið í þessu ástandi, og hlúðu félagar hennar því að henni meðan beðið var eftir hjálp. Helgi Tómas Hall hjá Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík var einn þeirra sem tóku þátt í björgunaraðgerðinni. Alls komu hundruð manna að björgun- inni úr öllum sex sveitunum af höfuðborgarsvæðinu auk margra í nágrenni slysstaðarins. Hann man vel eftir björguninni. „Veðrið var mjög vont í fyrstu en slotaði þegar á leið. Einnig var töluverð snjóflóða- hætta á fjallinu sem auðveldaði ekki hlutina. Til að mynda náði þyrlan ekki að lenda uppi á fjallinu, svo við urðum að slaka Sigríði í línu niður bratta hlíðina í nokkrum áföngum,“ segir Helgi. Sigríður var svo hífð upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar niður fjallið var komið og hún flutt á sjúkrahús, þar sem hún dvaldi í viku. Helgi segir aðgerðina hafa tekist mjög vel miðað við umfang verkefnisins. „Það krefst mikillar skipulagningar að undirbúa björg- unaraðgerð sem svona margir taka þátt í. Það mætti segja að þessi að- gerð á Skessuhorni sé gott dæmi um hversu sér á parti íslenskar björg- unarsveitir eru, og hversu vel þær eru undirbúnar til að takast á við umhverfi sitt.“ Fyrst eftir slysið sór Sigríður þess eið að fara aldrei framar á fjöll. „En núna er ég orðin nokkuð brött og klíf mín fjöll eins og vana- lega. Ég hvet alla til að styðja við bakið á Landsbjörgu, því björgunar- sveitirnar vinna mjög þarft og óeig- ingjarnt starf,“ segir Sigríður, sem hefur þegar keypt Neyðarkallinn. - kg Á þeim líf mitt að þakka Hundruð tóku þátt í aðgerðinni þegar Sigríði var bjargað ofan af Skessuhorni eftir slys í mars síðastliðnum. Hér sést Sigríður á börum björgunarmanna. Sigríður er byrjuð að klífa fjöll aftur eftir slysið á Skessuhorni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM/ www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.